Upplýsingafulltrúi Strætó afruglar Morgunblaðið

Morgunblaðið segir í skoðanadálki í dag að heil 98,7 prósent svarenda í könnun sem framkvæmd var fyrir Strætó telji að Borgarlína muni ekki auka líkurnar á því að þeir taki Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó segir þessa túlkun ekki standast nokkra skoðun.

Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó hnýtir í villandi skrif skoðanadálks Morgunblaðsins um niðurstöður könnunar sem framkvæmd var fyrir Strætó.
Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó hnýtir í villandi skrif skoðanadálks Morgunblaðsins um niðurstöður könnunar sem framkvæmd var fyrir Strætó.
Auglýsing

Guð­mundur Heiðar Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Strætó, gagn­rýnir rit­stjórn­arp­istil Morg­un­blaðs­ins um nið­ur­stöður könn­unar sem fram­kvæmd var fyrir Strætó fyrr á árinu. Hann segir að túlkun höf­undar skoð­ana­dálks­ins Stak­steina á henni haldi engu vatni.

Stak­steinar gera sér í dag mat úr einni spurn­ingu í könnun Zenter fyrir Strætó, sem fram­kvæmd var í mars. Um opna spurn­ingu var að ræða þar sem spurt var: „Hvað gæti Strætó gert, ef eitt­hvað, til að þú myndir ferð­ast (oft­ar) með Strætó?“ og gátu svar­endur skrifað hvað sem þeim í datt í hug.

Í skoð­ana­dálki Morg­un­blaðs­ins var fram­setn­ingin á nið­ur­stöð­unum með þeim hætti að sökum þess að ein­ungis 1,3 pró­sent svar­enda könn­un­ar­innar nefndu Borg­ar­línu í þess­ari opnu spurn­ingu teldu hin 98,7 pró­sent svar­enda að Borg­ar­lína og sú fjár­fest­ing sem er fyr­ir­huguð hennar vegna höf­uð­borg­ar­svæð­inu myndi ekki gagn­ast þeim með neinum hætti.

Auglýsing

„Fyrir verk­efni sem hefur verið lengi í und­ir­bún­ingi og á sam­kvæmt áætl­unum að kosta tugi millj­arða hið minnsta og lík­lega vel á annað hund­rað millj­arða, þá má það telj­ast fremur rýr afrakstur að 1,3% telji verk­efnið til bóta fyrir sig,“ segir meðal ann­ars í Stak­stein­um.

Niðurstöður spurningarinnar úr könnun Zenter fyrir Strætó. Flestir svarenda nefna fleiri ferðir, betra leiðakerfi og lækkað verð.

Nýtt leiða­net og Borg­ar­lína fjölgi ferðum og bæti leiða­kerfið

Guð­mundur Heiðar bendir á það í færslu á Face­book, sem raunin er, að flestir svar­enda, eða tæp 30 pró­sent, hefðu nefnt að fleiri ferðir eða aukin tíðni ferða gæti orðið til þess að þeir ferð­uð­ust oftar með strætó. Næst­flestir hafi síðan bent á að betra leiða­kerfi Strætó gæti leitt til þess sama.

Hann segir í færslu sinni að þetta séu einmitt atriði sem standi til bóta með Nýju leiða­neti Strætó og til­komu Borg­ar­línu.

„Í þess­ari könnun er ekki hægt að full­yrða neitt um hversu margir hafa trú á Borg­ar­lín­unni. Það er hvergi spurt um hversu margir telja að þau muni nota Borg­ar­lín­una eða hafa trú á henni. Þessi könnun snýst í raun ekk­ert um Borg­ar­línu. Hún snýst um Strætó.

Ég veit að Stak­steinar er nafn­laus skoð­anapistill, en það hlýtur að vera meiri „stand­ard“ hjá rit­stjórn eins stærsta fjöl­mið­ils lands­ins,“ skrifar Guð­mundur Heið­ar.

Stak­steinar Morg­un­blaðs­ins fá algjöra fall­ein­kunn í talna­læsi í dag. Því er skellt fram að skv. könnun Strætó séu...

Posted by Guð­mundur Heiðar Helga­son on Wed­nes­day, Novem­ber 17, 2021

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent