Upplýsingafulltrúi Strætó afruglar Morgunblaðið

Morgunblaðið segir í skoðanadálki í dag að heil 98,7 prósent svarenda í könnun sem framkvæmd var fyrir Strætó telji að Borgarlína muni ekki auka líkurnar á því að þeir taki Strætó. Upplýsingafulltrúi Strætó segir þessa túlkun ekki standast nokkra skoðun.

Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó hnýtir í villandi skrif skoðanadálks Morgunblaðsins um niðurstöður könnunar sem framkvæmd var fyrir Strætó.
Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó hnýtir í villandi skrif skoðanadálks Morgunblaðsins um niðurstöður könnunar sem framkvæmd var fyrir Strætó.
Auglýsing

Guð­mundur Heiðar Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Strætó, gagn­rýnir rit­stjórn­arp­istil Morg­un­blaðs­ins um nið­ur­stöður könn­unar sem fram­kvæmd var fyrir Strætó fyrr á árinu. Hann segir að túlkun höf­undar skoð­ana­dálks­ins Stak­steina á henni haldi engu vatni.

Stak­steinar gera sér í dag mat úr einni spurn­ingu í könnun Zenter fyrir Strætó, sem fram­kvæmd var í mars. Um opna spurn­ingu var að ræða þar sem spurt var: „Hvað gæti Strætó gert, ef eitt­hvað, til að þú myndir ferð­ast (oft­ar) með Strætó?“ og gátu svar­endur skrifað hvað sem þeim í datt í hug.

Í skoð­ana­dálki Morg­un­blaðs­ins var fram­setn­ingin á nið­ur­stöð­unum með þeim hætti að sökum þess að ein­ungis 1,3 pró­sent svar­enda könn­un­ar­innar nefndu Borg­ar­línu í þess­ari opnu spurn­ingu teldu hin 98,7 pró­sent svar­enda að Borg­ar­lína og sú fjár­fest­ing sem er fyr­ir­huguð hennar vegna höf­uð­borg­ar­svæð­inu myndi ekki gagn­ast þeim með neinum hætti.

Auglýsing

„Fyrir verk­efni sem hefur verið lengi í und­ir­bún­ingi og á sam­kvæmt áætl­unum að kosta tugi millj­arða hið minnsta og lík­lega vel á annað hund­rað millj­arða, þá má það telj­ast fremur rýr afrakstur að 1,3% telji verk­efnið til bóta fyrir sig,“ segir meðal ann­ars í Stak­stein­um.

Niðurstöður spurningarinnar úr könnun Zenter fyrir Strætó. Flestir svarenda nefna fleiri ferðir, betra leiðakerfi og lækkað verð.

Nýtt leiða­net og Borg­ar­lína fjölgi ferðum og bæti leiða­kerfið

Guð­mundur Heiðar bendir á það í færslu á Face­book, sem raunin er, að flestir svar­enda, eða tæp 30 pró­sent, hefðu nefnt að fleiri ferðir eða aukin tíðni ferða gæti orðið til þess að þeir ferð­uð­ust oftar með strætó. Næst­flestir hafi síðan bent á að betra leiða­kerfi Strætó gæti leitt til þess sama.

Hann segir í færslu sinni að þetta séu einmitt atriði sem standi til bóta með Nýju leiða­neti Strætó og til­komu Borg­ar­línu.

„Í þess­ari könnun er ekki hægt að full­yrða neitt um hversu margir hafa trú á Borg­ar­lín­unni. Það er hvergi spurt um hversu margir telja að þau muni nota Borg­ar­lín­una eða hafa trú á henni. Þessi könnun snýst í raun ekk­ert um Borg­ar­línu. Hún snýst um Strætó.

Ég veit að Stak­steinar er nafn­laus skoð­anapistill, en það hlýtur að vera meiri „stand­ard“ hjá rit­stjórn eins stærsta fjöl­mið­ils lands­ins,“ skrifar Guð­mundur Heið­ar.

Stak­steinar Morg­un­blaðs­ins fá algjöra fall­ein­kunn í talna­læsi í dag. Því er skellt fram að skv. könnun Strætó séu...

Posted by Guð­mundur Heiðar Helga­son on Wed­nes­day, Novem­ber 17, 2021

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent