Upplýst um endanlegt eignarhald DV- listinn birtur í heild sinni

15003113329-3d9263f7fd-z.jpg
Auglýsing

Nýir eig­endur DV hafa skilað inn upp­lýs­ingum um hvernig eign­ar­haldi mið­ils­ins er háttað inn til fjöl­miðla­nefnd­ar. Þar kemur fram að eig­endur Pressunnar ehf., sem á 69,7 pró­sent hlut í DV, séu Björn Ingi Hrafns­son, Arnar Ægis­son, Þor­steinn Guðna­son, Jón Óttar Ragn­ars­son, Sig­urður G. Guð­jóns­son, Steinn Kári Ragn­ars­son og Jakob Hrafns­son, bróðir Björns Inga.

Eign­ar­hald DV ehf:Pressan ehf., 69,69%

Góður punktur ehf., í eigu Reynis Trausta­son­ar, 9,65%

Ólafs­tún ehf., í eigu Reynis Trausta­son­ar, 3,4%

Guð­berg ehf.,  í eigu Berg­lindar Jóns­dóttur o.fl., 7,09%

Gagn­sæi ehf., í eigu Hall­dórs Jörg­ens­sonar o.fl.,  4,98%

Meiri­háttar ehf, í eigu Sig­ur­dórs Sig­urðs­son­ar, 1,10%

Lilja Skafta­dótt­ir, 0,98%

Jón Trausti Reyn­is­son, 0,95%

Ingi F. Vil­hjálms­son, 0,45%

Dag­mar Una Ólafs­dótt­ir, 0,45%

Gísli Jóns­son, 0,45%

Hrafn Mar­geirs­son, 0,30%

Elín Guðný Hlöðvers­dóttir 0,14%

Kolfinna Haga­lín Hlöðvers­dóttir 0,14%

María Peta Hlöðvers­dóttir 0,14%

Sig­ríður Sig­ur­steins­dótt­ir, 0,09%

Eign­ar­hald Pressunnar ehf:Kringlu­turn­inn, 28%, eig­endur Björn Ingi Hrafns­son, 50%, og Arnar Ægis­son, 50%

AB 11 ehf., 11,15%, eig­endur Björn Ingi Hrafns­son, 50%, og Arnar Ægis­son, 50%

Tryggvi Geir ehf., 18%, eig­andi Þor­steinn Guðna­son

Dr. Jón Óttar Ragn­ars­son, 11%

Sig­urður G. Guð­jóns­son hrl., 10%

Steinn Kári Ragn­ars­son fram­kvæmda­stjóri, 10%

Jakob Hrafns­son fram­kvæmda­stjóri, 8%

 

Selj­endur lán­uðuÍ des­em­ber tók hópur nýrra eig­enda, undir for­ystu Björns Inga Hrafns­son­ar, yfir DV. Stór hluti kaup­verðs­ins sem Pressan ehf., félagið sem keypti hlut­inn, greiddi fyrir var fjár­magn­aður með láni frá selj­endum hlut­ar­ins. Sá hópur er leiddur af Þor­steini Guðn­a­syni og tók yfir DV í haust eftir harð­vítug átök við Reyni Trausta­son, fyrrum rit­stjóra DV og minni­hluta­eig­anda, og hóp sem honum teng­ist. Átökin end­uðu með að Þor­steinn og við­skipta­fé­lagar hans tóku yfir DV og sögðu Reyni upp störf­um. Í nýju upp­lýs­ing­unum sem hefur nú verið skilað til fjöl­miðla­nefndar kemur í ljós að Þor­steinn er enn á meðal eig­enda DV.

Björn Ingi Hrafnsson. Björn Ingi Hrafns­son.

Auglýsing

Þrír nýir rit­stjórar voru ráðnir í kjöl­farið af yfir­töku Pressunn­ar, þau Egg­ert Skúla­son, Kol­brún Berg­þórs­dóttir og Hörður Ægis­son, sem verður við­skipta­rit­stjóri. Hall­grímur Thor­steins­son, sem hafði verið rit­stjóri DV frá því í sept­em­ber var sagt upp því starfi og sagt að hann myndi þess í stað leiða stefnu­mótum á sviði tal­málsút­varps á vegum Pressunn­ar. Síðar hefur komið fram að hann ætlar að vinna upp upp­sagn­ar­frest sinn og síðan hætta að starfa fyrir félag­ið.

Á síð­ustu miss­erum hafa fjöl­margir mjög áber­andi starfs­menn sagt upp störfum hjá DV.

Björn Ingi Hrafns­son sagði nýverið að fleiri hlut­hafar myndu bæt­ast við eig­enda­hóp­inn á næst­unni með hluta­fjár­aukn­ingu upp á 30 pró­sent.

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None