Urðun dagblaða og tímarita kostaði skattgreiðendur 15-30 milljónir í fyrra

newspaper-stack.jpg
Auglýsing

Gera má ráð fyrir því að urðun á dag­blaða- og tíma­rita­pappír hafi kostað SORPA, og skatt­greið­end­urna sem eiga fyr­ir­tæk­ið, um 15 til 30 millj­ónir króna á árinu 2014. Þar er um að ræða allan þann dag­blaða- og tíma­rita­pappír sem er ekki flokk­aður í bláa tunnu og fer þar af leið­andi ekki í end­ur­vinnslu, heldur er hent í gráu rusla­tunn­una, hina svoköll­uðu orku­tunnu. Þetta kemur fram í svari Björns Haf­steins Hall­dórs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra SORPU, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Sam­kvæmt rann­sókn sem SORPA gerði í nóv­em­ber í fyrra má gera ráð fyrir því að pappír og pappi sé um 11,9 pró­sent af öllum úrgangi sem hent er í gráu tunn­urn­ar. Sá úrgangur er allur urð­aður og veldur því kostn­aði. Björn segir dag­blaða- og tíma­rita­pappír vera lít­inn hluta af þessum úrgangi. Að mestu sé um að ræða umbúð­ir.  Sé gert ráð fyrir að að dag­blaða- og tíma­rita­pappír sé um 2,5 til 5,0 pró­sent af heild­ar­magn­inu megi gera ráð fyrir að urðun á þeim hluta hafi kostað á bil­inu 15 til 30 millj­ónir króna á síð­asta ári. Björn tekur það þó fram að fast­lega megi gera ráð fyrir að þessi kostn­aður lækki milli ára þar sem árangur í end­ur­vinnslu sé alltaf að verða betri.

SORPA er byggð­ar­sam­lag í eigu sex sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu: Reykja­vík­ur­borg­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Sel­tjarn­ar­ness, Mos­fells­bæjar og Garða­bæj­ar. Kostn­aður við urðun lendir því á skatt­greið­endum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem reka SORPU.

Auglýsing

Flest dag­blöð og tíma­rit á Íslandi eru seld í áskrift og ræðst upp­lag þeirra af fjölda áskrif­enda. Til við­bótar er nokkrum blöðum dreift frítt í stóru upp­lagi. Þar munar mest um Frétta­blað­ið, sem er dreift frítt í 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unn­ar, og Frétta­tím­ann, sem kemur út einu sinni viku og er dreift frítt í 82 þús­und ein­tök­um. Auk þess er ýmsum bæj­ar­blöðum dreift frítt inn á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None