Urðun dagblaða og tímarita kostaði skattgreiðendur 15-30 milljónir í fyrra

newspaper-stack.jpg
Auglýsing

Gera má ráð fyrir því að urðun á dag­blaða- og tíma­rita­pappír hafi kostað SORPA, og skatt­greið­end­urna sem eiga fyr­ir­tæk­ið, um 15 til 30 millj­ónir króna á árinu 2014. Þar er um að ræða allan þann dag­blaða- og tíma­rita­pappír sem er ekki flokk­aður í bláa tunnu og fer þar af leið­andi ekki í end­ur­vinnslu, heldur er hent í gráu rusla­tunn­una, hina svoköll­uðu orku­tunnu. Þetta kemur fram í svari Björns Haf­steins Hall­dórs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra SORPU, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Sam­kvæmt rann­sókn sem SORPA gerði í nóv­em­ber í fyrra má gera ráð fyrir því að pappír og pappi sé um 11,9 pró­sent af öllum úrgangi sem hent er í gráu tunn­urn­ar. Sá úrgangur er allur urð­aður og veldur því kostn­aði. Björn segir dag­blaða- og tíma­rita­pappír vera lít­inn hluta af þessum úrgangi. Að mestu sé um að ræða umbúð­ir.  Sé gert ráð fyrir að að dag­blaða- og tíma­rita­pappír sé um 2,5 til 5,0 pró­sent af heild­ar­magn­inu megi gera ráð fyrir að urðun á þeim hluta hafi kostað á bil­inu 15 til 30 millj­ónir króna á síð­asta ári. Björn tekur það þó fram að fast­lega megi gera ráð fyrir að þessi kostn­aður lækki milli ára þar sem árangur í end­ur­vinnslu sé alltaf að verða betri.

SORPA er byggð­ar­sam­lag í eigu sex sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu: Reykja­vík­ur­borg­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Sel­tjarn­ar­ness, Mos­fells­bæjar og Garða­bæj­ar. Kostn­aður við urðun lendir því á skatt­greið­endum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem reka SORPU.

Auglýsing

Flest dag­blöð og tíma­rit á Íslandi eru seld í áskrift og ræðst upp­lag þeirra af fjölda áskrif­enda. Til við­bótar er nokkrum blöðum dreift frítt í stóru upp­lagi. Þar munar mest um Frétta­blað­ið, sem er dreift frítt í 90 þús­und ein­tökum sex daga vik­unn­ar, og Frétta­tím­ann, sem kemur út einu sinni viku og er dreift frítt í 82 þús­und ein­tök­um. Auk þess er ýmsum bæj­ar­blöðum dreift frítt inn á heim­ili á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None