Utanvegaakstur í Vonarskarði – „Ég er bara miður mín“

„Þetta er mjög leiðinlegt. Ég er bara miður mín,“ segir Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um náttúruspjöll vegna utanvegaaksturs í Vonarskarði. Málið hefur verið kært til lögreglu.

Miklar skemmdir urðu á gróðri vegna aksturs bíla um Vonarskarð síðari hluta ágúst.
Miklar skemmdir urðu á gróðri vegna aksturs bíla um Vonarskarð síðari hluta ágúst.
Auglýsing

„Þetta svæði er ein­stakt. Þetta er gull­moli. Spari­stof­an,“ segir Fanney Ásgeirs­dótt­ir, þjóð­garðs­vörður í Vatna­jök­uls­þjóð­garði, um við­brögð sín við nýupp­götv­uðum nátt­úru­spjöllum vegna utan­vega­akst­urs í Von­ar­skarði. Spjöllin voru unnin síð­ari hluta ágúst og að minnsta kosti þrír bílar voru þar á ferð. Ekið var yfir gróð­ur­vinjar svo djúp för urðu í mosa og öðrum við­kvæmum gróðri. Að auki hafa bíl­stjór­arnir spólað í brekku svo hún „lík­ist helst sand­gryfju,“ eins og Fanney lýsir því. Hún seg­ist miður sín yfir athæf­inu sem kært hefur verið til lög­reglu. Ferða­fólkið sem olli spjöll­unum hlóð svo einnig 24 litlar vörður til að merkja leið sem það komst að lokum upp úr skarð­inu.

Auglýsing

Von­ar­skarð í Vatna­jök­uls­þjóð­garði liggur milli Vatna­jök­uls og Tungna­fells­jök­uls. Frá árinu 2011 hefur það verið lokað fyrir bíla­um­ferð „nema á fros­inni og snævi­þak­inni jörð í sam­ræmi við almenna skil­mála um vetr­ar­akst­ur“ og er því sam­kvæmt stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun garðs­ins vett­vangur göngu­fólks. Lok­unin hefur hins vegar verið umdeild og mikil umræða skap­ast um hana síð­ustu miss­eri.

Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður.

Spurð hvort hún telji teng­ingu vera á milli umræð­unnar og utan­vega­akst­urs­ins nú segir Fanney ómögu­legt að svara því. „Það sorg­lega við þetta er að þessar merk­ingar á leið­inni með vörð­unum segja manni að ein­hverjir ætli sér ekki að virða lok­an­irn­ar.“

Um Von­ar­skarð lá áður bíl­slóði sem sést nú aðeins á fáum stöðum og ef vel er að gáð. Að hluta lá hann sam­hliða merktri göngu­leið um svæðið og þar sem hann sést ekki hafa öku­menn bíl­anna ein­fald­lega ekið göngu­leið­ina. Hjól­för þessu til stað­fest­ingar eru greini­leg.

„Það sem er svo verst er að undan Gjóskuklif­inu lenda þeir í ein­hverjum vand­ræðum með að kom­ast upp aft­ur, upp bratta brekku,“ segir Fanney um ummerk­in. „Þá keyra þeir stóran hring neð­an­undir klif­inu, yfir lækj­ar­sytrur og um mjúka mela.“ Á þessum hring, sem er um kíló­metra lang­ur, hætti þeir að aka í förum hvers ann­ars og greini­lega sjá­ist því að í það minnsta þrír bílar hafi þarna verið á ferð. „Svo hafa þeir reynt að kom­ast upp og lent í vand­ræðum og spólað í brekkunni. Það eru för út um allt – eins og í sand­gryfju.“

Bíl­stjór­arnir fundu sér að lokum leið upp og merktu þá leið með vörð­un­um.

Djúp hjólför mynduðust við utanvegaaksturinn í Vonarskarði. Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Spurð um rökin fyrir lok­unum í Von­ar­skarð­inu bendir Fanney á að nátt­úru­legar hindr­anir beggja vegna loki því í raun. „Ofan í Von­ar­skarð­inu eru svo algjörir gull­mol­ar, meðal ann­ars þessir mjúku melar sem þeir keyrðu í gegn­um. Þarna eru svæði sem við viljum vernda. Með því að halda lok­unum sitt hvorum meg­in, líkt og reynt hefur verið að gera frá árinu 2011, eru bílar ekki að vill­ast ofan í skarðið inn á þessi við­kvæmu svæði með þessum afleið­ing­um.“

Von­ar­skarð sé staður þar sem fólk geti verið eitt með sjálfu sér. Það sé m.a. mark­miðið með vernd­inni. „Þetta er svæði þar sem þú ert eins og Palli var einn í heim­in­um. Þetta er spari­stof­an.“

Í hennar huga und­ir­striki því spjöllin sem unnin voru í ágúst nauð­syn á lokun veg­slóð­anna.

Spurð hversu bjart­sýn hún sé á að það tak­ist að hafa uppi á söku­dólg­unum seg­ist hún vona það besta. „Sem betur fer eru lang­flestir – lang­lang­flestir – sem stunda jeppa­ferða­mennsku á Íslandi nátt­úru­elsk­andi fólk. Ég hef ekki trú á því að þetta athæfi verði vel séð í þeirra hópi.“

Með afskekkt­ustu svæðum Íslands

„Von­ar­skarð og Tungna­árör­æfi eru með afskekkt­ustu og tor­fær­ustu svæðum Íslands og fáir sem leggja þangað leið sína,“ segir í upp­hafi umfjöll­unar um Von­ar­skarð á vef Vatna­jök­uls­þjóð­garðs.

Í Von­ar­skarði er háhita­svæði í um 950 – 1100 metra hæð yfir sjáv­ar­máli með óvenju­lega fjöl­breyttum gróðri, lit­skrúð­ugu hvera­svæði og sjald­gæfum háhita­líf­verum með hátt vernd­ar­gildi. Þar finnst einnig ein hæsta mýri lands­ins í yfir 900 m hæð yfir sjó. „Lands­lag er óvenju­legt, stór­brotið og fjöl­breytt; jöklar og há fjöll, sand­s­léttur og áraur­ar, jök­ul­ár, bergvatnsár og volgar lindir og lit­fagrir hver­ir. Í Von­ar­skarði eru vatna­skil Skjálf­anda­fljóts og Köldu­kvíslar sem rennur í Tungnaá. Um send­inn öskju­botn­inn renna lækir að því er virð­ist hlið við hlið sem síðar eiga eftir að falla til sjávar ýmist á Suð­ur- eða Norð­ur­landi. Ein­stök nátt­úra Von­ar­skarðs, víð­erni og kyrrð lætur engan ósnort­inn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent