Utanvegaakstur í Vonarskarði – „Ég er bara miður mín“

„Þetta er mjög leiðinlegt. Ég er bara miður mín,“ segir Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, um náttúruspjöll vegna utanvegaaksturs í Vonarskarði. Málið hefur verið kært til lögreglu.

Miklar skemmdir urðu á gróðri vegna aksturs bíla um Vonarskarð síðari hluta ágúst.
Miklar skemmdir urðu á gróðri vegna aksturs bíla um Vonarskarð síðari hluta ágúst.
Auglýsing

„Þetta svæði er ein­stakt. Þetta er gull­moli. Spari­stof­an,“ segir Fanney Ásgeirs­dótt­ir, þjóð­garðs­vörður í Vatna­jök­uls­þjóð­garði, um við­brögð sín við nýupp­götv­uðum nátt­úru­spjöllum vegna utan­vega­akst­urs í Von­ar­skarði. Spjöllin voru unnin síð­ari hluta ágúst og að minnsta kosti þrír bílar voru þar á ferð. Ekið var yfir gróð­ur­vinjar svo djúp för urðu í mosa og öðrum við­kvæmum gróðri. Að auki hafa bíl­stjór­arnir spólað í brekku svo hún „lík­ist helst sand­gryfju,“ eins og Fanney lýsir því. Hún seg­ist miður sín yfir athæf­inu sem kært hefur verið til lög­reglu. Ferða­fólkið sem olli spjöll­unum hlóð svo einnig 24 litlar vörður til að merkja leið sem það komst að lokum upp úr skarð­inu.

Auglýsing

Von­ar­skarð í Vatna­jök­uls­þjóð­garði liggur milli Vatna­jök­uls og Tungna­fells­jök­uls. Frá árinu 2011 hefur það verið lokað fyrir bíla­um­ferð „nema á fros­inni og snævi­þak­inni jörð í sam­ræmi við almenna skil­mála um vetr­ar­akst­ur“ og er því sam­kvæmt stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun garðs­ins vett­vangur göngu­fólks. Lok­unin hefur hins vegar verið umdeild og mikil umræða skap­ast um hana síð­ustu miss­eri.

Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður.

Spurð hvort hún telji teng­ingu vera á milli umræð­unnar og utan­vega­akst­urs­ins nú segir Fanney ómögu­legt að svara því. „Það sorg­lega við þetta er að þessar merk­ingar á leið­inni með vörð­unum segja manni að ein­hverjir ætli sér ekki að virða lok­an­irn­ar.“

Um Von­ar­skarð lá áður bíl­slóði sem sést nú aðeins á fáum stöðum og ef vel er að gáð. Að hluta lá hann sam­hliða merktri göngu­leið um svæðið og þar sem hann sést ekki hafa öku­menn bíl­anna ein­fald­lega ekið göngu­leið­ina. Hjól­för þessu til stað­fest­ingar eru greini­leg.

„Það sem er svo verst er að undan Gjóskuklif­inu lenda þeir í ein­hverjum vand­ræðum með að kom­ast upp aft­ur, upp bratta brekku,“ segir Fanney um ummerk­in. „Þá keyra þeir stóran hring neð­an­undir klif­inu, yfir lækj­ar­sytrur og um mjúka mela.“ Á þessum hring, sem er um kíló­metra lang­ur, hætti þeir að aka í förum hvers ann­ars og greini­lega sjá­ist því að í það minnsta þrír bílar hafi þarna verið á ferð. „Svo hafa þeir reynt að kom­ast upp og lent í vand­ræðum og spólað í brekkunni. Það eru för út um allt – eins og í sand­gryfju.“

Bíl­stjór­arnir fundu sér að lokum leið upp og merktu þá leið með vörð­un­um.

Djúp hjólför mynduðust við utanvegaaksturinn í Vonarskarði. Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Spurð um rökin fyrir lok­unum í Von­ar­skarð­inu bendir Fanney á að nátt­úru­legar hindr­anir beggja vegna loki því í raun. „Ofan í Von­ar­skarð­inu eru svo algjörir gull­mol­ar, meðal ann­ars þessir mjúku melar sem þeir keyrðu í gegn­um. Þarna eru svæði sem við viljum vernda. Með því að halda lok­unum sitt hvorum meg­in, líkt og reynt hefur verið að gera frá árinu 2011, eru bílar ekki að vill­ast ofan í skarðið inn á þessi við­kvæmu svæði með þessum afleið­ing­um.“

Von­ar­skarð sé staður þar sem fólk geti verið eitt með sjálfu sér. Það sé m.a. mark­miðið með vernd­inni. „Þetta er svæði þar sem þú ert eins og Palli var einn í heim­in­um. Þetta er spari­stof­an.“

Í hennar huga und­ir­striki því spjöllin sem unnin voru í ágúst nauð­syn á lokun veg­slóð­anna.

Spurð hversu bjart­sýn hún sé á að það tak­ist að hafa uppi á söku­dólg­unum seg­ist hún vona það besta. „Sem betur fer eru lang­flestir – lang­lang­flestir – sem stunda jeppa­ferða­mennsku á Íslandi nátt­úru­elsk­andi fólk. Ég hef ekki trú á því að þetta athæfi verði vel séð í þeirra hópi.“

Með afskekkt­ustu svæðum Íslands

„Von­ar­skarð og Tungna­árör­æfi eru með afskekkt­ustu og tor­fær­ustu svæðum Íslands og fáir sem leggja þangað leið sína,“ segir í upp­hafi umfjöll­unar um Von­ar­skarð á vef Vatna­jök­uls­þjóð­garðs.

Í Von­ar­skarði er háhita­svæði í um 950 – 1100 metra hæð yfir sjáv­ar­máli með óvenju­lega fjöl­breyttum gróðri, lit­skrúð­ugu hvera­svæði og sjald­gæfum háhita­líf­verum með hátt vernd­ar­gildi. Þar finnst einnig ein hæsta mýri lands­ins í yfir 900 m hæð yfir sjó. „Lands­lag er óvenju­legt, stór­brotið og fjöl­breytt; jöklar og há fjöll, sand­s­léttur og áraur­ar, jök­ul­ár, bergvatnsár og volgar lindir og lit­fagrir hver­ir. Í Von­ar­skarði eru vatna­skil Skjálf­anda­fljóts og Köldu­kvíslar sem rennur í Tungnaá. Um send­inn öskju­botn­inn renna lækir að því er virð­ist hlið við hlið sem síðar eiga eftir að falla til sjávar ýmist á Suð­ur- eða Norð­ur­landi. Ein­stök nátt­úra Von­ar­skarðs, víð­erni og kyrrð lætur engan ósnort­inn.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent