Hreint útstreymi króna vegna haftalosunar gæti orðið fjórðungur af landsframleiðslu

17980646824_c479abd0fa_b-1.jpg
Auglýsing

Hreint útstreymi króna í kjöl­far upp­gjörs slita­búa föllnu bank­anna gæti numið 24 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Auk þess gætu mögu­leg áhrif vegna útstreymis aflandskróna verið allt að 14 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Því er ljóst að upp­gjör búanna og losun hafta mun að óbreyttu valda miklum þrýst­ingi á gengi íslensku krón­unn­ar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­banka Íslands sem birt var í gær.

Upp­haf­lega átti að birta ritið í síð­ustu viku, en hætta var við það með litlum fyr­ir­vara. Til stóð að birta við­auka með rit­inu, en ekki tókst að ljúka mati á und­an­þágu­beiðnum fyrir birt­ing­ar­dag, sem var áætl­aður 6. októ­ber upp­haf­lega. Í við­auk­anum við ritið átti að greina frá til­lögum kröfu­hafa um hvernig þeir hygð­ust upp­fylla stöð­ug­leika­skil­yrði stjórn­valda og mati á heild­ar­á­hrifum mögu­legra nauða­samn­inga á grund­velli þeirra. Mat á und­an­þágu­beiðnum ein­stakra búa gömlu bank­anna liggur hins vegar ekki fyrir og því var birt­ingu við­aukans frestað um óákvæðin tíma.

Mikið útstreymiÞað er þó fjallað um þau stóru skref sem framundan eru í losun fjár­magns­hafta í rit­inu. Þar segir meðal ann­ars að „hreint útstreymi króna gæti numið 24 pró­sent af lands­fram­leiðslu auk mögu­legra áhrifa vegna útstreymis aflandskróna, allt að 14 pró­sent af lands­fram­leiðslu“. Útstreymið gæti því sam­tals numið um 38 pró­sent af lands­fram­leiðslu, en hún var 1.989 millj­arðar króna í fyrra.

Kröfu­hafar Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans hafa þegar lagt fram til­lögur um aðgerðir og greiðslu stöð­ug­leika­skatts. Sam­tals eiga þær að nema 334 millj­örðum króna. Í Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu segir að unnið sé að því að „ yfir­fara til­lögur allra búa í slitum og meta hvort skil­yrðum um stöð­ug­leika sé mætt hjá hverju og einu. Það er þó ljóst að komið verður í veg fyrir nei­kvæð áhrif á gengi og gjald­eyr­is­forða og hrein erlend staða þjóð­ar­bús­ins mun batna. Greiðsla stöð­ug­leika­fram­lags mun hafa mikil áhrif á pen­inga­magn í umferð að óbreyttu og því er mik­il­vægt að ráð­stafa fram­lag­inu með hlið­sjón af því og þannig að stöð­ug­leika sé ekki ógn­að“.

Auglýsing

Matið liggur ekki fyrirSeðla­bank­inn hafði sagt að við­auki yrði með Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu sem myndi inni­halda heild­stæða grein­ingu á áhrifum slita búanna á grund­velli nauða­samn­inga með stöð­ug­leika­skil­yrðum ­ yrðu á þjóða­bú­ið, greiðslu­jöfn­uð, rík­is­sjóð og fjár­mála­stöð­ug­leika. Ekki reynd­ist hægt að birta þann við­auka þar sem nið­ur­staða mats­ins liggur ekki fyr­ir.

Í rit­inu seg­ir: „Það er þó ljóst að nei­kvæðum áhrifum á gengi og gjald­eyr­is­forða verður eytt enda for­senda þess að und­an­þágur verði veitt­ar. Þá mun und­ir­liggj­andi erlend skulda­staða þjóð­ar­bús­ins lækka og gæti hún numið 16 -18 pró­sent af lands­fram­leiðslu eftir því hvernig hin end­an­lega nið­ur­staða mun líta út. Skuldir rík­is­sjóðs munu einnig lækka en útfærsla þess er háð því að ráð­stöfun stöð­ug­leika­fram­lags raski ekki efna­hags­legum stöð­ug­leika. Þá gæti lausa­fjár­staða bank­anna eitt­hvað þrengst en innan marka sem bank­arnir ráða við gæti þeir að því að veikja hana ekki um of með of mik­illi útlána­aukn­ingu á næstu mán­uð­um. Seðla­bank­inn mun birta nán­ari grein­ingu á ofan­greindum þáttum þegar nið­ur­staða liggur fyr­ir“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttir
None