Hreint útstreymi króna vegna haftalosunar gæti orðið fjórðungur af landsframleiðslu

17980646824_c479abd0fa_b-1.jpg
Auglýsing

Hreint útstreymi króna í kjöl­far upp­gjörs slita­búa föllnu bank­anna gæti numið 24 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Auk þess gætu mögu­leg áhrif vegna útstreymis aflandskróna verið allt að 14 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Því er ljóst að upp­gjör búanna og losun hafta mun að óbreyttu valda miklum þrýst­ingi á gengi íslensku krón­unn­ar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýju Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­banka Íslands sem birt var í gær.

Upp­haf­lega átti að birta ritið í síð­ustu viku, en hætta var við það með litlum fyr­ir­vara. Til stóð að birta við­auka með rit­inu, en ekki tókst að ljúka mati á und­an­þágu­beiðnum fyrir birt­ing­ar­dag, sem var áætl­aður 6. októ­ber upp­haf­lega. Í við­auk­anum við ritið átti að greina frá til­lögum kröfu­hafa um hvernig þeir hygð­ust upp­fylla stöð­ug­leika­skil­yrði stjórn­valda og mati á heild­ar­á­hrifum mögu­legra nauða­samn­inga á grund­velli þeirra. Mat á und­an­þágu­beiðnum ein­stakra búa gömlu bank­anna liggur hins vegar ekki fyrir og því var birt­ingu við­aukans frestað um óákvæðin tíma.

Mikið útstreymiÞað er þó fjallað um þau stóru skref sem framundan eru í losun fjár­magns­hafta í rit­inu. Þar segir meðal ann­ars að „hreint útstreymi króna gæti numið 24 pró­sent af lands­fram­leiðslu auk mögu­legra áhrifa vegna útstreymis aflandskróna, allt að 14 pró­sent af lands­fram­leiðslu“. Útstreymið gæti því sam­tals numið um 38 pró­sent af lands­fram­leiðslu, en hún var 1.989 millj­arðar króna í fyrra.

Kröfu­hafar Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans hafa þegar lagt fram til­lögur um aðgerðir og greiðslu stöð­ug­leika­skatts. Sam­tals eiga þær að nema 334 millj­örðum króna. Í Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu segir að unnið sé að því að „ yfir­fara til­lögur allra búa í slitum og meta hvort skil­yrðum um stöð­ug­leika sé mætt hjá hverju og einu. Það er þó ljóst að komið verður í veg fyrir nei­kvæð áhrif á gengi og gjald­eyr­is­forða og hrein erlend staða þjóð­ar­bús­ins mun batna. Greiðsla stöð­ug­leika­fram­lags mun hafa mikil áhrif á pen­inga­magn í umferð að óbreyttu og því er mik­il­vægt að ráð­stafa fram­lag­inu með hlið­sjón af því og þannig að stöð­ug­leika sé ekki ógn­að“.

Auglýsing

Matið liggur ekki fyrirSeðla­bank­inn hafði sagt að við­auki yrði með Fjár­mála­stöð­ug­leika­rit­inu sem myndi inni­halda heild­stæða grein­ingu á áhrifum slita búanna á grund­velli nauða­samn­inga með stöð­ug­leika­skil­yrðum ­ yrðu á þjóða­bú­ið, greiðslu­jöfn­uð, rík­is­sjóð og fjár­mála­stöð­ug­leika. Ekki reynd­ist hægt að birta þann við­auka þar sem nið­ur­staða mats­ins liggur ekki fyr­ir.

Í rit­inu seg­ir: „Það er þó ljóst að nei­kvæðum áhrifum á gengi og gjald­eyr­is­forða verður eytt enda for­senda þess að und­an­þágur verði veitt­ar. Þá mun und­ir­liggj­andi erlend skulda­staða þjóð­ar­bús­ins lækka og gæti hún numið 16 -18 pró­sent af lands­fram­leiðslu eftir því hvernig hin end­an­lega nið­ur­staða mun líta út. Skuldir rík­is­sjóðs munu einnig lækka en útfærsla þess er háð því að ráð­stöfun stöð­ug­leika­fram­lags raski ekki efna­hags­legum stöð­ug­leika. Þá gæti lausa­fjár­staða bank­anna eitt­hvað þrengst en innan marka sem bank­arnir ráða við gæti þeir að því að veikja hana ekki um of með of mik­illi útlána­aukn­ingu á næstu mán­uð­um. Seðla­bank­inn mun birta nán­ari grein­ingu á ofan­greindum þáttum þegar nið­ur­staða liggur fyr­ir“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None