Vatíkanið viðurkennir sjálfstæði Palestínu

h_51931355-1.jpg
Auglýsing

Vatíkanið hefur form­lega við­ur­kennt Palest­ínu sem sjálf­stætt ríki. Þetta var gert með til­skipun í dag, þar sem kemur skýrt fram að Vatíkanið ræðir ekki ­lengur um sam­skipti sín við Frels­is­sam­tök Palest­ínu (PLO) heldur notar hug­takið palest­ínska rík­ið. Til­skip­unin varðar kaþ­ólsku kirkj­una á palest­ínskum svæð­um.

Þetta er fyrsta opin­bera plaggið þar sem fram kemur að Palest­ína sé ríki að mati Vatík­ans­ins, og tals­maður Vatík­ans­ins, Feder­ico Lombar­di, segir í sam­tali við fjöl­miðla að þetta þýði opin­bera við­ur­kenn­ingu á því.

Ísra­elska utan­rík­is­ráðu­neytið hefur þegar sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem lýst er yfir miklum von­brigðum með ákvörðun Vatík­ans­ins. „Þetta ýtir ekki undir frið­ar­ferlið og fjar­lægir for­ystu Palest­ínu frá því að koma aftur að bein­um, tví­hliða samn­inga­við­ræð­u­m,“ sagði í yfir­lýs­ingu þess.

Auglýsing

Mahmoud Abbas, for­seti Palest­ínu, er á leið í heim­sókn til Frans páfa í Vatík­an­inu á næstu dög­um.

Ísland og Sví­þjóð eru einu nor­rænu þjóð­irnar sem við­ur­kenna sjálf­stæði Palest­ínu, þótt hinar þjóð­irnar eigi í stjórn­mála­sam­bandi við stjórn­völd í Palest­ínu. Þá við­ur­kenna tæp 70 pró­sent allra aðild­ar­ríkja að Sam­ein­uðu þjóð­unum sjálf­stæði Palest­ínu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None