Verð á bréfum Solid Clouds óbreytt frá útboði

Einhverjar sveiflur voru á verði bréfa Solid Clouds á fyrsta viðskiptadegi með bréf félagsins en verðið endaði í 12,5 krónum á hlut. Ekki er sjálfgefið að hlutabréfaverð hækki mikið í kjölfar hlutafjárútboðs líkt og hefur verið raunin að undanförnu.

Sigurlína Ingvarsdóttir, stjórnarformaður Solid Clouds,  hringdi inn fyrstu viðskipti í morgun.
Sigurlína Ingvarsdóttir, stjórnarformaður Solid Clouds, hringdi inn fyrstu viðskipti í morgun.
Auglýsing

Í morgun hófust við­skipti með bréf tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­is­ins Solid Cloud á First North mark­aði kaup­hall­ar­inn­ar. Við opnun mark­aða gengu bréf félags­ins kaupum og sölum á geng­inu 14 sem er 12 pró­sentum hærra en útboðs­verð bréf­anna sem var 12,5. Hæst fór gengið í dag upp í 14,2 en lægst fór það niður í 10,5 krónur á hvern hlut. Við lokun mark­aða stóð verð bréf­anna aftur á móti í 12,5 krónum á hlut sem er það sama og bréfin voru seld á í nýaf­stöðnu hluta­fjár­út­boði. Heild­ar­velta með bréf félags­ins í dag nam tæpum 26 millj­ónum króna.

Hluta­fjár­út­boð Solid Clods stóð yfir í lok síð­asta mán­að­ar, það hófst þann 28. júní og því lauk þann 30. sama mán­að­ar. Líkt og áður hefur komið fram var útboðs­gengið 12,5 krónur á hlut en í útboð­inu voru tvær áskrift­ar­bæk­ur, áskrift­ar­bók A fyrir áskriftir frá 100 þús­und krónum að 15 millj­ónum og áskrift­ar­bók B fyrir áskriftir yfir 15 millj­ón­um. Fjór­föld eft­ir­spurn var í útboði félags­ins en til­boð fyrir um 1,8 millj­arða bár­ust í áskrift­ar­bók A og fyrir um 900 millj­ónir í áskrift­ar­bók B.

Vegna mik­illar eft­ir­spurnar þurfti hafna áskriftum mörg hund­ruð þátt­tak­enda í útboð­inu og skerða úthlutun hjá öðrum, líkt og greint var frá í til­kynn­ingu frá Solid Clouds. „Þeir mæli­kvarðar sem stjórn Solid Clouds hf. beitti við skerð­ing­una byggja á hlut­lægum grunni og útgangs­punkt­ur­inn var sá að tryggja hags­muni félags­ins og sömu með­ferð áskrif­enda í sömu stöðu. Meðal þeirra þátta sem stjórn félags­ins horfði til við úthlutun var tíma­setn­ing skrán­ingar í útboð­inu. Þeir sem óskað höfðu eftir áskrift áður en félagið birti til­kynn­ingu um að áskrift hafi borist fyrir öllum hlutum útboðs­ins fengu þannig allir úthlut­un, þó þeir hafi þurft að sætta sig við umtals­verða skerð­ingu áskrift­ar,“ sagði í til­kynn­ingu félags­ins.

Auglýsing

Ólíkt ávöxtun eftir nýaf­staðin hluta­fjár­út­boð

Nið­ur­staðan eftir þennan fyrsta við­skipta­dag er því tals­vert ólíkt því sem gerð­ist í kjöl­far síð­ustu skrán­ingar á First North mark­að­inn þegar bréf flug­fé­lags­ins PLAY voru tekin til við­skipta eftir hluta­fjár­út­boð en bréfin hækk­uðu ann­ars vegar um 23 pró­sent hins vegar um 37 pró­sent, en útboðs­gengið var ekki það sama í báðum til­boðs­bókum í útboði PLAY. Þátt­tak­endur í hluta­fjár­út­boði Íslands­banka sáu bréf sín hækka um 20 pró­sent á fyrsta degi við­skipta og þá hækk­aði gengi á bréfum Síld­ar­vinnsl­unnar um 8,6 pró­sent á fyrsta við­skipta­degi.

Fram­kvæmda­stjóri sölu- og við­skipta­tengsla hjá Nas­daq Iceland fjall­aði um hugs­an­legar orsakir hraðra verð­hækk­ana í kjöl­far hluta­fjár­út­boða í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar en sam­kvæmt Baldri eru slíkar verð­hækk­anir þekkt fyr­ir­bæri sem kallað er „frumút­boðspopp“ (e. IPO pop).

Ávöxtun eftir útboð ekki sjálf­gefin

Frá fjár­mála­hrun­inu árið 2008 hafa verið haldin 18 frumút­boð hér á landi fyrir skrán­ingu í Kaup­höll­inni. Að und­an­skildum útboðum PLAY og Solid Clouds hefur frumút­boðspoppið á þessu tíma­bili numið um átta pró­sentum að með­al­tali. Hæst var það um 33 pró­sent í TM árið 2013, en þar á eftir koma Íslands­banki, Arion banki og Hagar með 18-20 pró­senta verð­hækkun á eftir frumút­boði.

Það er ekki sjálf­gefið að hluta­bréfa­verð hækki eftir hluta­fjár­út­boð. Til að mynda nefnir Baldur fast­eigna­fé­lögin en bréf Reita, Eik­ar, Reg­ins og Heima­valla lækk­uðu öll eftir skrán­ingu þeirra. Til að mynda nam lækk­unin ell­efu pró­sentum hjá Heima­völl­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent