Verð á bréfum Solid Clouds óbreytt frá útboði

Einhverjar sveiflur voru á verði bréfa Solid Clouds á fyrsta viðskiptadegi með bréf félagsins en verðið endaði í 12,5 krónum á hlut. Ekki er sjálfgefið að hlutabréfaverð hækki mikið í kjölfar hlutafjárútboðs líkt og hefur verið raunin að undanförnu.

Sigurlína Ingvarsdóttir, stjórnarformaður Solid Clouds,  hringdi inn fyrstu viðskipti í morgun.
Sigurlína Ingvarsdóttir, stjórnarformaður Solid Clouds, hringdi inn fyrstu viðskipti í morgun.
Auglýsing

Í morgun hófust við­skipti með bréf tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­is­ins Solid Cloud á First North mark­aði kaup­hall­ar­inn­ar. Við opnun mark­aða gengu bréf félags­ins kaupum og sölum á geng­inu 14 sem er 12 pró­sentum hærra en útboðs­verð bréf­anna sem var 12,5. Hæst fór gengið í dag upp í 14,2 en lægst fór það niður í 10,5 krónur á hvern hlut. Við lokun mark­aða stóð verð bréf­anna aftur á móti í 12,5 krónum á hlut sem er það sama og bréfin voru seld á í nýaf­stöðnu hluta­fjár­út­boði. Heild­ar­velta með bréf félags­ins í dag nam tæpum 26 millj­ónum króna.

Hluta­fjár­út­boð Solid Clods stóð yfir í lok síð­asta mán­að­ar, það hófst þann 28. júní og því lauk þann 30. sama mán­að­ar. Líkt og áður hefur komið fram var útboðs­gengið 12,5 krónur á hlut en í útboð­inu voru tvær áskrift­ar­bæk­ur, áskrift­ar­bók A fyrir áskriftir frá 100 þús­und krónum að 15 millj­ónum og áskrift­ar­bók B fyrir áskriftir yfir 15 millj­ón­um. Fjór­föld eft­ir­spurn var í útboði félags­ins en til­boð fyrir um 1,8 millj­arða bár­ust í áskrift­ar­bók A og fyrir um 900 millj­ónir í áskrift­ar­bók B.

Vegna mik­illar eft­ir­spurnar þurfti hafna áskriftum mörg hund­ruð þátt­tak­enda í útboð­inu og skerða úthlutun hjá öðrum, líkt og greint var frá í til­kynn­ingu frá Solid Clouds. „Þeir mæli­kvarðar sem stjórn Solid Clouds hf. beitti við skerð­ing­una byggja á hlut­lægum grunni og útgangs­punkt­ur­inn var sá að tryggja hags­muni félags­ins og sömu með­ferð áskrif­enda í sömu stöðu. Meðal þeirra þátta sem stjórn félags­ins horfði til við úthlutun var tíma­setn­ing skrán­ingar í útboð­inu. Þeir sem óskað höfðu eftir áskrift áður en félagið birti til­kynn­ingu um að áskrift hafi borist fyrir öllum hlutum útboðs­ins fengu þannig allir úthlut­un, þó þeir hafi þurft að sætta sig við umtals­verða skerð­ingu áskrift­ar,“ sagði í til­kynn­ingu félags­ins.

Auglýsing

Ólíkt ávöxtun eftir nýaf­staðin hluta­fjár­út­boð

Nið­ur­staðan eftir þennan fyrsta við­skipta­dag er því tals­vert ólíkt því sem gerð­ist í kjöl­far síð­ustu skrán­ingar á First North mark­að­inn þegar bréf flug­fé­lags­ins PLAY voru tekin til við­skipta eftir hluta­fjár­út­boð en bréfin hækk­uðu ann­ars vegar um 23 pró­sent hins vegar um 37 pró­sent, en útboðs­gengið var ekki það sama í báðum til­boðs­bókum í útboði PLAY. Þátt­tak­endur í hluta­fjár­út­boði Íslands­banka sáu bréf sín hækka um 20 pró­sent á fyrsta degi við­skipta og þá hækk­aði gengi á bréfum Síld­ar­vinnsl­unnar um 8,6 pró­sent á fyrsta við­skipta­degi.

Fram­kvæmda­stjóri sölu- og við­skipta­tengsla hjá Nas­daq Iceland fjall­aði um hugs­an­legar orsakir hraðra verð­hækk­ana í kjöl­far hluta­fjár­út­boða í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar en sam­kvæmt Baldri eru slíkar verð­hækk­anir þekkt fyr­ir­bæri sem kallað er „frumút­boðspopp“ (e. IPO pop).

Ávöxtun eftir útboð ekki sjálf­gefin

Frá fjár­mála­hrun­inu árið 2008 hafa verið haldin 18 frumút­boð hér á landi fyrir skrán­ingu í Kaup­höll­inni. Að und­an­skildum útboðum PLAY og Solid Clouds hefur frumút­boðspoppið á þessu tíma­bili numið um átta pró­sentum að með­al­tali. Hæst var það um 33 pró­sent í TM árið 2013, en þar á eftir koma Íslands­banki, Arion banki og Hagar með 18-20 pró­senta verð­hækkun á eftir frumút­boði.

Það er ekki sjálf­gefið að hluta­bréfa­verð hækki eftir hluta­fjár­út­boð. Til að mynda nefnir Baldur fast­eigna­fé­lögin en bréf Reita, Eik­ar, Reg­ins og Heima­valla lækk­uðu öll eftir skrán­ingu þeirra. Til að mynda nam lækk­unin ell­efu pró­sentum hjá Heima­völl­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent