Verðbólga á Íslandi ekki mælst meiri síðan í byrjun árs 2013

Miklar verðhækkanir hafa verið á Íslandi á undanförnum mánuðum. Verðbólgan hefur farið úr 1,7 prósent í 4,6 á rúmu ári. Hún hefur ekki mælst meiri í rúmlega átta ár.

Verðbólga þýðir að verðið á hlutunum sem við kaupum hefur bólgnað um það prósentuhlutfall sem hún mælist á síðastliðnu ári. Það sem kostaði ákveðna upphæð fyrir ári kostar að jafnaði 4,6 prósent meira í dag.
Verðbólga þýðir að verðið á hlutunum sem við kaupum hefur bólgnað um það prósentuhlutfall sem hún mælist á síðastliðnu ári. Það sem kostaði ákveðna upphæð fyrir ári kostar að jafnaði 4,6 prósent meira í dag.
Auglýsing

Verð­bólga hefur ekki verið hærri síðan í febr­úar 2013. Hún mælist nú 4,6 pró­sent en var 4,8 pró­sent fyrir rúmum átta árum síð­an. Frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á hefur verð­bólgan farið úr 1,7 pró­sent, sem er vel undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands, og í áður­nefnd 4,6 pró­sent.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands.

Verð­bólgan jókst um 0,3 pró­sentu­stig milli mán­aða. Helstu áhrifa­valdar þess eru að reiknuð húsa­leiga hækk­aði um 2,5 pró­sent og matur og drykkj­ar­vörur hækk­uðu um 1,1 pró­sent. Verð­bólga hefur nú verið yfir verð­bólgu­mark­miði Seðla­banka Íslands í eitt ár. 

Mælist hærri hér­lendis en í flestum öðrum löndum

Allt frá byrjun heims­far­ald­urs­ins á fyrstu mán­uðum síð­asta árs hafa miklar verð­hækk­anir átt sér stað hér á landi. Verð­bólgan mælir þær hækk­an­ir. Hún er með því mesta sem mælist í allri Evr­ópu hér­lendis og hefur hækkað hrað­ast af þeim öllum á tíma­bil­inu. Verð­bólga innan Evr­ópu­sam­bands­ins mælist til að mynda 1,7 pró­sent og innan þeirra ríkja sem not­ast við evru sem gjald­miðil er hún 1,3 pró­sent.

Auglýsing
Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, benti á það í mars að það þyrfti að ræða áhrif nýlegra launa­hækk­ana á verð­bólg­una. Þá sagði hann hækkun hús­næð­is­verðs einnig vera áhyggju­efni.

Sam­kvæmt Seðla­bank­anum stafar verð­bólgan þó fyrst og fremst af veik­ingu krón­unn­ar.

Krónan drif­kraftur

Sam­kvæmt síð­ustu þremur heftum Pen­inga­mála Seðla­bank­ans virð­ist meg­in­þungi und­an­far­inna verð­hækk­ana frekar liggja í veik­ara gengi krón­unn­ar. Með veik­ari krónu hækkar verð vöru og þjón­ustu í öðrum gjald­miðl­um. Þannig leiðir geng­is­veik­ing til verð­hækk­unar á inn­fluttum vörum, en Seðla­bank­inn sagði þessa þróun vera meg­in­skýr­ing­una á auk­inni verð­bólgu í ágúst og í nóv­em­ber á síð­asta ári. 

Í síð­asta riti pen­inga­mála sem birt­ist í jan­úar sagði Seðla­bank­inn einnig að meg­in­þungi verð­hækk­ana á fjórð­ungnum fælist í hækkun á inn­fluttri vöru, einkum fatn­aði, ýmsum heim­il­is­bún­aði og tóm­stunda­vör­u­m. 

Það hefur þó dregið hefði úr áhrifum geng­is­lækk­unar krón­unnar að und­an­förnu, enda hefur gengi krónu hækkað und­an­farna mán­uði.

Vill tryggja lága verð­bólgu og lága vexti

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri ræddi pen­inga­stefnu bank­ans í nýlegu við­tali við Stund­ina. 

Þar sagði hann að sú pen­inga­stefna sem Seðla­banki Íslands reki sé vel­ferð­ar­stefna og mark­mið hennar sé að tryggja öryggi fyrir venju­legt fólk, ekki sér­hags­muna­að­ila. 

Stöð­ug­leiki í gengi, sem næst með inn­gripum bank­ans á gjald­eyr­is­mark­að, sé þar lyk­il­breyta. „Góð pen­inga­stefna skiptir þá tekju­lægstu mestu máli; þeir tapa mestu á verð­bólgu­skoti eða ein­hverri slíkri koll­steypu eða umsnún­ingi. Þetta skiptir mig mjög miklu máli. Ég lít á þetta sem vel­ferð­ar­stefnu. Ég vil tryggja lága verð­bólgu og lága vexti. Þetta eru grund­vall­ar­at­riði fyrir góð lífs­kjör á Ísland­i.[...]Við erum lítil þjóð, Ísland, en ef við sýnum sam­stöðu og sam­fé­lags­lega ábyrgð þá getum við gert ansi marg­t.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent