Verðbólga vegna kjarasamninga étur upp skuldaniðurfellinguna

IMG-0231-1.jpg
Auglýsing

Verð­tryggð hús­næð­is­lán á Íslandi eru rétt um 1.200 millj­arðar króna og því hækka þau um tólf millj­arða króna ef verð­bólga hækkar um eitt pró­sent. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að þetta verði að hafa í huga í yfir­stand­andi kjara­við­ræð­um, en varað hefur verið við því að verð­bólga fari á fullt ef gengið verður að kröfum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um tug­pró­senta launa­hækk­an­ir.

Sig­mundur Davíð segir að hús­næð­is­lánin séu ein af ástæð­unum fyrir því að það sé mik­il­vægt að forð­ast að verð­bólga fari aftur á skrið. „ „Hvað varðar svo hús­næð­is­málin sér­stak­lega, þá er það jú eitt atriði, en þar er mik­il­vægt að hafa í huga vegna umræðu sem hefur orðið að leið­rétt­ingin er í raun verð­tryggð líka, þeim mun meiri sem verð­bólgan er, þeim mun meira munar um að leið­rétt­ingin hafi átt sér stað. Það breytir þó ekki því að það er engu að síður stór­hættu­legt og mjög skað­legt að verð­bólgan fari af stað. Þess vegna hlýtur að vera mikið á sig leggj­andi til að koma í veg fyrir það.“

Frétta­blaðið ræðir einnig við Ásgeir Jóns­son, dós­ent við hag­fræði við Háskóla Íslands, sem segir að verð­bólga éti upp skulda­nið­ur­færslu á verð­tryggðum hús­næð­is­lánum sem rík­is­stjórnin réðst í undir lok síð­asta árs. „Verð­bólgan étur upp þessa nið­ur­færslu á lán­un­um. Nið­ur­færslan er nátt­úru­lega verð­bólgu hvetj­andi, það er bara spurn­ing um hversu mikil áhrifin verða. Allar þessar stærðir tengj­ast hins veg­ar. Um leið og laun byrja að hækka fer fast­eigna­verð að hækka. Það er því ekk­ert ólík­legt að það eigið fé sem búið var til hjá fólki með skulda­nið­ur­færsl­unni haldi sér.“

Auglýsing

Leið­rétt­ingin þegar farin að ýta undir verð­bólguSkulda­nið­ur­fell­ing­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem í felst að greiða hluta þeirra sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009 um 80 millj­arða króna vegna verð­bólgu þeirra ára, er þegar farin að valda verð­bólgu sam­kvæmt grein­ing­ar­að­ilum. Vísi­tala neyslu­verðs, sem mælir verð­bólgu í land­inu, hækk­aði til að mynda um eitt pró­sent milli febr­úar og mars og hafði ekki hækkað svo snarpt milli mán­aða síðan í febr­úar 2013.

Í síð­ustu viku birti Grein­ing Íslands­banka þá grein­ingu sína að hröð hækkun á kaup­mætti ráð­stöf­un­ar­tekna heim­il­anna og áhrif aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar til lækk­unar á verð­tryggðum lánum heim­ila, hin svo­nefnda Leið­rétt­ing, séu und­ir­liggj­andi ástæður þess að hækkun íbúða­verðs hefur verið hröð und­an­far­ið. Alls hefur verð íbúða hækkað um 9,4 pró­sent síð­ustu tólf mán­uði að nafn­virði á land­inu öllu og um 7,7 pró­sent að raun­verði. Þessi hækkun hefur einnig valdið auk­inn­i verð­bólgu og þar með „dregið úr þeim ávinn­ingi mælt í auknu eigin fé heim­il­anna sem hús­næð­is­verð­hækk­unin hefur skil­að.“

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None