Vestmannaeyjabær ræður Jónas Fr. til að gæta hagsmuna sinna varðandi sparisjóðinn

sparisjodur-2.jpg
Auglýsing

Vest­manna­eyja­bær hef­ur, ásamt öðrum fyrr­ver­andi stofn­fjár­eig­endum í Spari­sjóði Vest­manna­eyja, ráðið Jónas Fr. Jóns­son, lög­mann og fyrr­ver­andi for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, til að gæta hags­muna sinna gagn­vart sjóðn­um.

Fjár­mála­eft­ir­litið tók nýverið ákvörðun um sam­runa Spari­sjóðs Vest­manna­eyja og Lands­bank­ans, en sam­run­inn tók form­lega gildi þann 29. mars síð­ast­lið­inn. Bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja­bæjar telur að margt í aðdrag­anda falls spari­sjóðs­ins orki tví­mæl­is, að því er fram kemur í ályktun bæj­ar­stjórnar frá 1. apríl síð­ast­liðn­um.

Í ályktun bæj­ar­stjórn­ar er sá skammi tími sem Fjár­mála­eft­ir­litið gaf stjórn sjóðs­ins til að bregð­ast við bágri fjár­hags­stöðu hans harð­lega gagn­rýnd­ur. „Öllum er ljóst að sá vandi sem steðj­aði að Spari­sjóðnum var engin landsvá eins og þegar íslenska banka­kerfið hrundi haustið 2008. [...] ­Stjórn og stjórn­endum Spari­sjóðs­ins gafst eng­inn tími til að gera rekst­ar­á­ætl­anir eða vinna annan und­ir­bún­ing sem nauð­syn­legur var til að kynna núver­andi stofn­fjár­eig­endum fram­tíð­ar­mögu­leika sjóðs­ins með það í huga að leggja sjóðnum til nægj­an­legt fjár­magn til end­ur­reisnar hans. Því gafst ekki nauð­syn­legt ráð­rúm til umræðu og und­ir­bún­ings undir mögu­lega end­ur­reisn sjóðs­ins,“ segir í álykt­un­inni.

Auglýsing

Ekki hugað að sam­keppn­is­sjón­ar­miðumÞá gagn­rýnir bæj­ar­stjórn Vest­manna­eyja­bæjar að Lands­bank­an­um, einum stofn­fjár­hafa, hafi verið veitt heim­ild til að kynna sér útlána­stöðu sjóðs­ins. „Þetta er ekki bara óskilj­an­legt út frá sjón­ar­miðum jafn­ræðis gagn­vart stofn­fjár­höf­um, heldur einnig gagn­vart almennum sam­keppn­is­sjón­ar­mið­u­m.“

Vest­manna­eyja­bær hefur meðal ann­ars falið Jónasi Fr. að vinna lög­fræði­legt mat á „fram­göngu rík­is­að­ila“ í tengslum við atriði sem koma fram í minn­is­blaði Elliða Vign­is­sonar bæj­ar­stjóra, sem fjallar um þá stöðu sem leiddi til „þess að Spari­sjóður Vest­manna­eyja var á þving­aðan máta sam­ein­aður við Lands­bank­ann.“

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None