Vigdís Hauksdóttir segir Svandísi leiða hulduher gegn Framsókn

Segir ekki rasisma innan Framsóknarflokksins og að meirihluti ellilífeyrisþega hafi það gott.

vigdís hauksdóttir
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, ­þing­maður Fram­sókn­ar­flokk­ins og for­maður fjár­laga­nefnd­ar, segir Svandísi Svav­ars­dótt­ir, þing­mann Vinstri grænna, vera leið­toga huldu­hers sem stund­i ­skipu­lagðar árásir á Fram­sókn­ar­flokk­inn. Um sé að ræða póli­tísk öfl sem hafi það á stefnu­skrá sinni að ryðja Fram­sókn­ar­flokknum úr vegi, meðal ann­ars með­ árásum á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­mann flokks­ins. Þetta kemur fram í föstu­dags­við­tali við Vig­dísi sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag.

Grímu­lausar árásir á Fram­sókn­ar­flokk­inn

Þar er Vig­dís einnig ­spurð um við­mót Fram­sókn­ar­flokks­ins gagn­vart útlend­ing­um, meðal ann­ar­s flótta­mönn­um. Hún hafnar því að Fram­sókn­ar­menn séu hálf­gerðir ein­angr­un­ar­sinn­ar ­sem vilji ekki útlend­inga inn í land­ið. Hún segir það and­stæð­inga flokks­ins sem ­geri hann tor­tryggi­legan í þessum mála­flokki. Það sé „að sjálf­sögðu ekki“ neinn ras­ismi í Fram­sókn­ar­flokkn­um. „Ef þið mynduð fara yfir­ öll þau mann­rétt­indi sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur barist fyrir í gegn­um ­tíð­ina þá kæmi það ykkur mjög á óvart. Við höfum verið í far­ar­broddi með­ á­lykt­anir á okkar flokks­þingum sem snúa að mann­úð­ar­málum og rétt­inda­bar­áttu all­ri í víð­tækum skiln­ingi. Þetta er eitt­hvað sem and­stæð­ingum okkar hentar að halda á lofti og ég blæs á þessi rök og það er gott að geta svarað fyrir þetta í eitt ­skipti fyrir öll.“

Vig­dís segir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi orðið óþægi­lega stór eftir síð­ustu kosn­ingar fyrir ákveðna and­stæð­inga sína. ­Gagn­rýni á flokk­inn sé oft þannig að reynt sé að gera eitt­hvað úr flokknum sem hann sé ekki. „Þá er öllum brögðum beitt. Auð­vitað hafa þessar árásir ekk­ert farið fram hjá mér. Og þá spyr ég, hvað gengur þessi fólki til að haga sér með­ þessum hætti? Sem hafa gengið svona hart fram? Þegar stefna flokks­ins míns er ­skoðuð þá er hún mjög líber­al. Þannig að þetta eru fyrst og fremst póli­tísk öfl­ ­sem hafa það á stefnu­skrá sinni að ryðja Fram­sókn­ar­flokknum úr vegi. Þar á meðal eru árásir á for­sæt­is­ráð­herra og for­mann flokks­ins. Ég get alveg sag­t ykkur það að þessar grímu­lausu árásir þing­manna stjórn­ar­and­stöð­unnar á for­sæt­is­ráð­herra í þing­inu, mér blöskrar það alveg. Og þetta er alveg grímu­laust – það fer ekk­ert á milli mála hver það er sem stendur fyrir þessu. Það er einn leið­togi sem tekur alla hina með sér.“

Auglýsing

Að mati Vig­dísar er Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, ­þing­maður Vinstri grænna, sá leið­togi. „Svan­dís Svav­ars­dóttir er mjög aggressí­v í þessa veru, svo fylgja hinir á eft­ir. Svo er þetta treinað upp á blogg­síð­u­m og í kommenta­kerf­um. Þetta er svona huldu­her, skulum við segja[...]Þetta er ­byggt fyrst og fremst á kosn­ingatapi og þeir – Sam­fylk­ing og Vinstri grænir – sættu sig aldrei við kosn­ingatapið á sínum tíma. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn upp­skar ­ríku­lega meðal ann­ars vegna Ices­a­ve-­máls­ins, en þar erum við líka komin inn á fjöl­skyldu­tengsl því við vitum hver var í samn­inga­nefnd Ices­a­ve. Kannski eru ein­hverjar ó­upp­gerðar sakir þar“. Þegar Vig­dís er spurð um hverja hún sé að tala svar­ar hún því til að þeir heiti „Svavar Gests­son og Ind­riði Þor­láks­son. Ég vil ekk­ert ­segja meira“. Svavar Gests­son er faðir Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur.

Víg­dís seg­ist þó ekki verða sár vegna um­ræð­unnar heldur þykkni frekar í henni. „Ég hugsa að þetta sé rosa­lega ósann­gjarnt og órétt­látt miðað við árangur kjör­tíma­bils­ins. Að þessi nei­kvæðn­i og böl­móður sé á borðum lands­manna í stað þess að líta á stöð­una eins og hún­ er. Stór­kost­legar fram­farir fyrir land og þjóð en það er sífellt verið að finna hið nei­kvæða og þetta litla sem miður hefur far­ið. Ég er stundum rosa­lega hissa“.

Meiri­hluti elli­líf­eyr­is­þegar hefur það gott

Aðspurð hvort ó­á­nægju­radd­irnar stafi ekki af því að á Íslandi sé margt að segir Vig­dís að ­rík­is­stjórnin sé að fara í öll þau mál. Elli­líf­eyr­ir­ hefur hækkað um 9,4 pró­sent. Ég tel til dæmis að meiri­hluti elli­líf­eyr­is­þega hafi það býsna gott en auð­vitað þarf að greina þá sem eru kannski á leigu­mark­aði og hafa strípaðar bæt­ur. Það þarf að finna út hvað þessi hópur er ­stór. Leigu­vandi er ekk­ert nýr af nál­inni en það verður að gefa okkur svig­rúm til þess að vinna að þessum málum því þetta ger­ist ekki á einni nóttu. Við erum ­búin að fara í gegnum skulda­nið­ur­fell­ing­una og öll þessi góðu mál og þá er bara næsta verk­efni á dag­skrá[...]­Nei­kvæðu radd­irnar eru alltaf hávær­ari og það er haldið fram hálf­sann­leik. Það eru öfl í þessu sam­fé­lagi sem eru alltaf að reyna að koma inn nei­kvæðum straum­um. Ég held bara að þetta sé svo óhollt fyrir okk­ur ­sem þjóð.“

Í við­ta­linur ræðir Vig­dís einnig um eft­ir­lits­hlut­verk sitt sem for­manns fjár­laga­nefnd­ar, og þær stofn­an­ir ­sem henni hugn­ast að sam­eina til að ná fram hag­ræð­ingu í kerf­inu. Þar nefn­ir hún stofn­anir sem henni finnst það sam­bæri­legar að það steiniliggi að sam­eina þær. „Það er Trygg­inga­stofn­un, Vinnu­mála­stofn­un, Þjóð­skrá jafn­vel og ­Rík­is­skatt­stjóri þar sem er verið að vinna með útgreiðslur og bætur til­ ein­stak­linga. Það er full­komið hag­ræði að renna saman Vinnu­mála­stofnun og Trygg­inga­mála­stofn­un því þetta eru útgreiðslu­stofn­anir auk þess að vera að koma fólki í vinnu. Það eru líka uppi áform um það að koma fólki í vinnu sem er búið að vera leng­i at­vinnu­laust og jafn­vel komið á bæt­ur. Þetta er danskt mód­el. Þjóð­skrá held­ur utan um lög­heim­ili og kenni­töl­ur, Vinnu­mála­stofnun er með þá sem eru á at­vinnu­leys­is­skrá, Trygg­inga­stofnun með þá sem eru á bót­um, Rík­is­skatt­stjóri ­með end­ur­greiðslu skatta.“

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None