Vilja leyfa söfnum að selja úr geymslunum

Museum_Art_Racks_Museums_Mobile_Storage_08.jpg
Auglýsing

Dönsku stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir vilja að söfn lands­ins fái leyfi til að selja muni, til dæmis hús­gögn og nytja­hluti sem mörg ein­tök eru til af, forn­muni sem aldrei eru sýndir í safn­inu af eða lista­verk sem ryk­falla í geymslum og aldrei kom­ast í sýn­inga­sal­ina. Danski menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann segir að slíkt komi ekki til greina, hug­myndin sé bein­línis frá­leit.

Flest eða öll söfn um víða ver­öld eiga þús­undir muna sem aldrei koma fyrir sjónir almenn­ings en fylla geymslu­pláss safn­anna. Söfnin kaupa, eða fá að gjöf fjölda verka eða muna á ári hverju en losa sig aldrei við neitt. Þetta er eins og á heim­ili þar sem stöðugt er keypt eitt­hvað nýtt en engu má henda, það gamla fer í geymsl­una í kjall­ar­anum og ryk­fellur þar ár og síð. Þegar svo þarf að finna eitt­hvað í geymsl­unni, jóla­skrautið til dæm­is, þarf að færa gamla skáp­inn, kist­una, eða útvarpið hans afa ( nú eða fóta­nudd­tæk­ið) og þá er haft á orði að það sé nú aldeilis óþarfi að geyma allt þetta gamla drasl, sem eng­inn vilji, og best væri að losa sig við þetta dót. Svo ger­ist ekk­ert og sagan end­ur­tekur sig ári seinna, þetta þekkja all­ir.

Vilja að söfnin fái að seljaEins og mörg söfn um víða ver­öld, kannski flest, vaða dönsk söfn ekki í pen­ing­um. Þau hafa á und­an­förnum árum ekki farið var­hluta af krepp­unni og berj­ast í bökk­um. Nú hafa dönsku stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir (bláa blokkin svo­nefnda) viðrað þá hug­mynd að söfnum lands­ins verði heim­ilað að selja muni í eigu þeirra, með til­teknum skil­yrð­um. Muni, hverju nafni sem þeir nefnast, sem ekki telj­ast sér­lega merki­leg­ir, annað hvort vegna þess að margir nákvæm­lega eins eða líkir munir eru í eigu safns­ins. Þetta gæti átt við um hús­gögn og bús­á­höld, hand­verk­s­muni, gamla pen­inga­seðla og mynt svo eitt­hvað sé nefnt. Þetta gæti sömu­leiðis átt við um lista­verk, til dæmis graf­íkverk þar sem safnið á kannski mörg eins verk sama lista­manns. Slík sala gæti skapað söfn­unum tekj­ur.

 

Auglýsing

Marianne Julved líst vægast sagt ekki vel á framkomnar hugmyndir um að dönsk söfn fái heimild til að selja safnmuni. Mari­anne Jul­ved líst væg­ast sagt ekki vel á fram­komnar hug­myndir um að dönsk söfn fái heim­ild til að selja safn­mun­i.

 

Ekki ný hug­myndÞessi hug­mynd er ekki ný af nál­inni. Stærsti stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ur­inn Ven­stre (sem ekki er vinstri­flokkur þrátt fyrir nafn­ið) hefur lengi verið fylgj­andi því að söfnum lands­ins verði heim­ilt að selja úr geymsl­un­um, eins og tals­maður flokks­ins orð­aði það í blaða­við­tali. Nú hefur það hins vegar gerst að aðrir stjórn­ar­and­stöðu­flokkar hafa tekið undir þessa hug­mynd en það hafa þeir ekki áður gert.

Mjög slæm, reyndar frá­leit hug­mynd seg­ir ­menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ann Mari­anne Jel­ved menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ist ekki skilja hvernig nokkrum geti dottið annað eins og þetta í hug. Hlutur sem liggur í geymsl­unni í dag getur allt í einu fengið nýtt hlut­verk, það sem ekki þykir svo merki­legt núna getur orðið það á morgun eða eftir tíu ár. Um það getur eng­inn sagt sagði ráð­her­ann í við­tali við eitt dönsku blað­anna. Mari­anne Jel­ved sagði líka að söfnin fengju margar gjafir og það væri hrein móðgun við gef­end­urna ef við­kom­andi hlutur yrði svo seld­ur. „Söfnin eiga ekki að verða upp­boðs­hús,“ sagði ráð­herr­ann.

Safna­fólk tekur hug­mynd­inni illaMargt safna­fólk hefur tjáð sig um hug­myndir stjórn­ar­and­stöð­unnar og nær und­an­tekn­inga­laust lýst sig andsnúið þeim. Flestir úr þessum hópi telja hug­mynd­ina um að selja muni til að afla tekna fyrir söfnin mjög slæma og jafn­vel hættu­lega. Einn safn­stjóri sagði að ef þessi sölu­hug­mynd yrði að veru­leika væri stutt í það að fjár­veit­inga­valdið myndi skera niður það fjár­magn sem söfnin fengju og ætl­ast til þess að söfnin myndu afla auk­ins fjár með sölu á safn­mun­um. „Við getum ekki sam­þykkt slíkt,“ sagði þessi safn­stjóri sem stýrir einu af stærri söfnum lands­ins.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None