Vilja stemma stigu við „óhófsbrúðkaupum“ - eru hraðgiftingar kannski lausnin?

h_50865636-1.jpg
Auglýsing

Margir kirkj­unnar menn í Dan­mörku telja æski­legt að dregið verði úr því til­standi sem til­heyrir gift­ingum nútím­ans. Kostn­að­ur­inn við að ganga í hjóna­band sé komin út yfir öll skyn­sem­is­mörk. Gift­ingin eigi ekki að snú­ast um ytra prjál og glam­úr, vera eins­konar leik­sýn­ing, þar sem til­gang­ur­inn og þær skyldur sem hjóna­bandið leggur ein­stak­lingum á herðar fellur í skugg­ann. Kirkj­unni beri að bregð­ast við og reyna að stemma stigu við „óhófs­brúð­kaup­un­um“ eins og danskur prestur komst að orði í við­tali við Kristeligt dag­blad.

Kirkja eða ráð­hús



Hér í Dan­mörku fara lang flestar hjóna­vígslur fram í kirkjum eða ráð­húsum borga og bæja. Hvort kirkjan eða ráð­húsið verður fyrir val­inu er oft­ast spurn­ing um val og afstöðu hjóna­efn­anna. Þótt margir ímyndi sér að gift­ing í ráð­hús­inu sé íburð­ar­minni og ódýr­ari en kirkju­brúð­kaup er það ekki nærri alltaf til­fellið sam­kvæmt könnun pró­fess­ors við Háskól­ann í Ála­borg.

Í rann­sókn hans á gift­ingum og gift­ingarund­ir­bún­ingi kom í ljós að margt ungt fólk veigrar sér við að ganga í hjóna­band vegna kostn­að­ar­ins sem slíku fylg­ir. Fjöl­skylda og vinir vilja fá almenni­lega veislu, skreytt sal­ar­kynni, skemmti­krafta, sér­saum­aðan brúð­ar­kjól og kjól­föt á brúð­gu­mann. Þrátt fyrir að prestar og annað kirkj­unnar fólk hafi árum saman bent á að rétt væri að fara sér hægar og leggja minna uppúr umgjörð­inni í kringum hjóna­vígsl­urnar hefur það litlu breytt.

Margir, sem áður­nefndur pró­fessor í Ála­borg ræddi við, segja að það sé erfitt að skera sig úr. Fólk haldi þá að ann­að­hvort séu brúð­hjónin svo illa stödd fjár­hags­lega að þau geti ekki haldið almenni­lega veislu eða þau séu algjörar nánasir, eng­inn kæri sig um slíkt. Þess vegna velji mörg pör að kosta miklu til, jafn­vel meiru en þau hafi ráð á.

Auglýsing

Hér og nú gift­ing  



Í greina­flokki Kristi­lega Dag­blaðs­ins um gift­ingar og brúð­kaup er sagt frá því að í Borås í Sví­þjóð hafi í nokkur ár verið hægt að láta pússa sig saman með hraði. Parið sem vill gift­ast þarf ein­ungis að fram­vísa per­sónu­skil­ríkjum til að hægt sé að fram­kvæma hjóna­vígsl­una. Þetta hefur að sögn gef­ist vel og nú hafa nokkrir danskir prestar og bisk­upinn í Viborg lýst áhuga sínum á því að danskir prestar taki upp þetta fyr­ir­komu­lag, til reynslu til að byrja með.

Bisk­upinn í Viborg sagði að svona „hér og nú“ gift­ing hljóm­aði svo­lítið „popp­að“ en ef þetta gæti orðið til þess að draga úr kostn­aði, og gerði fleirum kleift að gift­ast væri það til­raun­ar­innar virði. Hann sagði að sam­kvæmt dönskum lögum dygði tæp­ast að mæta bara með per­sónu­skil­ríkin í kirkj­una. „Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að hér í Dan­mörku verði þetta eitt­hvað líkt því sem ger­ist í Las Veg­as. Ein­hvers­konar „drive in“ hjóna­vígsl­ur,“ sagði bisk­upinn.

Kirkjan verður að aðlaga sig breyttum tímum



Kirkju­sókn í Dan­mörku hefur á und­an­förnum árum farið minnkandi, eins og í mörgum öðrum lönd­um. Ástæð­urnar eru sjálf­sagt margar og mis­mun­andi. Mörgum finnst kirkjan vera of fjar­læg og prest­arnir ekki alltaf tala um það sem máli skipt­ir. Ein þeirra kirkna þar sem messu­gestum fór fækk­andi ár frá ári er St. Pauls kirkjan í Kaup­manna­höfn, skammt frá Jóns­húsi.

Fyrir skömmu var ráð­inn nýr prestur að kirkj­unni, Kathrine Lil­leør að nafni. Hún er fastur pistla­höf­undur við dag­blaðið Berl­ingske og skrifar þar um menn og mál­efni. Eftir að hún var ráðin að St. Pauls kirkj­unni (sem er jafn­framt kirkja Íslend­inga í Kaup­manna­höfn) ber svo við að kirkjan er nán­ast troð­full af fólki á hverjum ein­asta sunnu­degi. Í við­tali við eitt dönsku dag­blað­anna um síð­ustu helgi var Lil­leør spurð hvernig á því stæði að fólk flykkt­ist í messur hjá henni. „Ætli fólki finn­ist bara ekki að ég tali um það sem skiptir máli í hinu dag­lega líf­i,“ var svar­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None