Vill að nefnd rannsaki samkrull „valdhafa og fjölmiðla á síðustu tveimur árum“

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa áhyggjur af því að hérlendis hafi verið farið í áróðursherferð í nafni gagnrýnnar hugsunar þegar fólki er sagt hverju það eigi að trúa og hverju ekki um kórónuveirufaraldurinn.

Arnar Þór Jónsson.
Arnar Þór Jónsson.
Auglýsing

Arnar Þór Jóns­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill láta ráð­herra úr rík­is­stjórn Íslands skipa nefnd til að fara yfir það sem hann telur að hafi farið úrskeiðis í fjöl­miðlun á tímum kór­ónu­veiru­far­ald­urs. Þá vill hann einnig að nefndin skoði það sem hann kallar sam­krull vald­hafa og fjöl­miðla á sama tíma­bil­i. 

Þetta kom fram í ræðu Arn­ars Þórs á Alþingi í dag í sér­stakri umræðu um umhverfi fjöl­miðla. Hanna Katrín Frið­riks­son, þing­maður Við­reisn­ar, var máls­hefj­andi umræð­unnar og Lilja Alfreðs­dótt­ir, ráð­herra fjöl­miðla­mála, var til and­svara. 

Flestir þátt­tak­endur í umræð­unni ræddu um áhyggjur sínar af rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla og þær breyt­ingar sem þeir myndu vilja sjá. 

Arnar Þór hóf ræðu sína á þeim nót­um  og sagð­ist finna sam­hljóm í umræð­unum að dagar Rík­is­út­varps­ins í þeirri mynd sem það nú er færu að stytt­ast og skapa þannig rými fyrir frjálsa fjöl­miðla. 

Auglýsing
Síðan sagði hann fjöl­miðla hafa það hlut­verk að veita þeim sem fara með póli­tískt og efna­hags­legt vald aðhald og að það væri gert í þágu almenn­ings. „Hlut­verk fjöl­miðla er ekki að veita almenn­ingi aðhald í þágu vald­hafa. Ég tel að á tímum kór­ónu­veirunnar hafi þetta sam­hengi riðl­ast. Ég hef áhyggjur af því að hér hafi verið farið í áróð­urs­her­ferð í nafni gagn­rýnnar hugs­unar sem að mörgu leyti hefur grafið undan gagn­rýnni hugsun þegar fólki er sagt hverju það eigi að trúa og hverju ekki. Og margt af því sem hefur verið sagt á und­an­förnum tveimur árum hefur komið í ljós að er ekki rétt.“

Arnar Þór sagð­ist í kjöl­farið vilja upp­lýsa um það að á þing­flokks­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í dag hefði hann lagt til að það yrði lög fram þings­á­lykt­un­ar­til­laga, sem Arnar Þór býður sig fram til að skrifa, þar sem lagt verður til að ráð­herra skipi nefnd „til að fara yfir það sem hér hefur farið úrskeiðis í fjöl­miðlun og sam­krulli vald­hafa og fjöl­miðla á síð­ustu tveimur árum“. 

Í ræðu sinni sagði Arnar Þór að þetta vildi hann gera þetta þar sem hann teldi að ákveðnir veik­leikar í grunn­stoðum lýð­veld­is­ins hefðu afhjúpast, og átti þar við þá stoð sem fjöl­miðlar væru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent