Vill samvinnu á vinnumarkaði til að viðhalda verðstöðugleika

Gylfi Zoega segir COVID-kreppunni nú vera lokið, en að helsta markmið hagstjórnar væri nú að halda verðbólgunni í skefjum. Til þess segir hann að gott samspil þurfi á milli Seðlabankans, ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Nauð­syn­legt er að aðilar á vinnu­mark­aðnum vinnu svo að verð­bólgan valdi ekki skaða og krefj­ist ekki meiri fórna í fram­tíð­inni í formi hærri vaxta. Þetta segir Gylfi Zoega, sem er hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands og situr í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Sam­kvæmt Gylfa er krepp­unni sem fylgdi COVID-19 heims­far­aldr­inum lokið hér á landi, þar sem atvinnu­leysi er orðið það sama og það var í árs­byrjun árið 2020. Töpuð störf vegna far­sótt­ar­innar séu að fullu end­ur­heimt þrátt fyrir að ferða­þjón­ustan hafi ekki enn náð fyrri styrk, en aðrar greinar hafi fyllt í skarðið eins og ger­ist í mark­aðs­hag­kerf­um.

Verð­bólgan vegna lægri vaxta og hærri launa

Sam­hliða betri efna­hags­horfum hafa verð­bólgu­horfur hins vegar versn­að. Gylfi segir verð­bólg­una einkum stafa af auk­inni eft­ir­spurn inn­an­lands og að erlendar verð­hækk­anir á hrá­vörum ekki hafa eins mikil áhrif hér og í öðrum Evr­ópu­lönd­um. Stærstu liðir í hækkun neyslu­verðs­vísi­töl­unnar séu hús­næð­islið­ur­inn og almenn þjón­usta, en Gylfi telur þá báða end­ur­spegla inn­lendar launa­hækk­an­ir.

Auglýsing

Gylfi bætir þó við að hækkun fast­eigna­verðs megi rekja til ýmissa þátta en segir samt að aukn­ing í kaup­mætti launa á síð­ustu tveimur árum hafi aukið eft­ir­spurn eftir hús­næði. Sömu­leiðis segir hann að vaxta­lækk­anir Seðla­bank­ans hafi haft mikil áhrif, þar sem eft­ir­spurn eykst á hús­næð­is­mark­aði þegar vextir á íbúða­lánum lækka.

Hins vegar telur Gylfi það ekki vera rétt að fullu að segja að hús­næð­is­verð sé hátt vegna skorts á fram­boði á fast­eigna­mark­aðn­um. Hann segir verð­hækk­an­irnar eiga að leiða fram­boðs­aukn­ing­ar, þar sem meira verður byggt vegna þess að fast­eigna­fram­kvæmdir eru orðnar arð­bær­ari.

Sam­kvæmt honum er spurn­ing hvort pen­inga­stefnan hafi örvað hag­kerfið of mikið á tímum COVID-19, hér á landi sem ann­ars stað­ar. En jafn­vel þótt svo hefði verið þá segir Gylfi að henni hafi tek­ist að minnka áhrif far­sótt­ar­innar á lífs­kjör og atvinnu.

Hægt að bæta lífs­kjör á annan hátt en með krónu­hækk­unum

„Horf­urnar eru bjartar fyrir þetta ár með væntum hag­vexti og bættum lífs­kjöru­m,“ segir Gylfi í grein­inni sinni. „En helsta mark­mið hag­stjórnar verður að vera að halda verð­bólgu í skefjum til þess að hún valdi ekki skaða og krefj­ist ekki meiri fórna í fram­tíð­inn­i,“ bætir hann við.

Til þess að ná þessu mark­miði segir Gylfi að mik­il­vægt sé að skapa gott sam­spil á milli Seðla­bank­ans, rík­is­stjórnar og aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Einnig segir hann að hafa þurfi í huga að unnt sé að bæta lífs­kjör á „marg­vís­legan annan hátt en með hækkun krónu­launa.“

Hægt er að lesa grein Gylfa í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent