Vill samvinnu á vinnumarkaði til að viðhalda verðstöðugleika

Gylfi Zoega segir COVID-kreppunni nú vera lokið, en að helsta markmið hagstjórnar væri nú að halda verðbólgunni í skefjum. Til þess segir hann að gott samspil þurfi á milli Seðlabankans, ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins.

Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Auglýsing

Nauð­syn­legt er að aðilar á vinnu­mark­aðnum vinnu svo að verð­bólgan valdi ekki skaða og krefj­ist ekki meiri fórna í fram­tíð­inni í formi hærri vaxta. Þetta segir Gylfi Zoega, sem er hag­fræði­pró­fessor við Háskóla Íslands og situr í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­bank­ans, í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar.

Sam­kvæmt Gylfa er krepp­unni sem fylgdi COVID-19 heims­far­aldr­inum lokið hér á landi, þar sem atvinnu­leysi er orðið það sama og það var í árs­byrjun árið 2020. Töpuð störf vegna far­sótt­ar­innar séu að fullu end­ur­heimt þrátt fyrir að ferða­þjón­ustan hafi ekki enn náð fyrri styrk, en aðrar greinar hafi fyllt í skarðið eins og ger­ist í mark­aðs­hag­kerf­um.

Verð­bólgan vegna lægri vaxta og hærri launa

Sam­hliða betri efna­hags­horfum hafa verð­bólgu­horfur hins vegar versn­að. Gylfi segir verð­bólg­una einkum stafa af auk­inni eft­ir­spurn inn­an­lands og að erlendar verð­hækk­anir á hrá­vörum ekki hafa eins mikil áhrif hér og í öðrum Evr­ópu­lönd­um. Stærstu liðir í hækkun neyslu­verðs­vísi­töl­unnar séu hús­næð­islið­ur­inn og almenn þjón­usta, en Gylfi telur þá báða end­ur­spegla inn­lendar launa­hækk­an­ir.

Auglýsing

Gylfi bætir þó við að hækkun fast­eigna­verðs megi rekja til ýmissa þátta en segir samt að aukn­ing í kaup­mætti launa á síð­ustu tveimur árum hafi aukið eft­ir­spurn eftir hús­næði. Sömu­leiðis segir hann að vaxta­lækk­anir Seðla­bank­ans hafi haft mikil áhrif, þar sem eft­ir­spurn eykst á hús­næð­is­mark­aði þegar vextir á íbúða­lánum lækka.

Hins vegar telur Gylfi það ekki vera rétt að fullu að segja að hús­næð­is­verð sé hátt vegna skorts á fram­boði á fast­eigna­mark­aðn­um. Hann segir verð­hækk­an­irnar eiga að leiða fram­boðs­aukn­ing­ar, þar sem meira verður byggt vegna þess að fast­eigna­fram­kvæmdir eru orðnar arð­bær­ari.

Sam­kvæmt honum er spurn­ing hvort pen­inga­stefnan hafi örvað hag­kerfið of mikið á tímum COVID-19, hér á landi sem ann­ars stað­ar. En jafn­vel þótt svo hefði verið þá segir Gylfi að henni hafi tek­ist að minnka áhrif far­sótt­ar­innar á lífs­kjör og atvinnu.

Hægt að bæta lífs­kjör á annan hátt en með krónu­hækk­unum

„Horf­urnar eru bjartar fyrir þetta ár með væntum hag­vexti og bættum lífs­kjöru­m,“ segir Gylfi í grein­inni sinni. „En helsta mark­mið hag­stjórnar verður að vera að halda verð­bólgu í skefjum til þess að hún valdi ekki skaða og krefj­ist ekki meiri fórna í fram­tíð­inn­i,“ bætir hann við.

Til þess að ná þessu mark­miði segir Gylfi að mik­il­vægt sé að skapa gott sam­spil á milli Seðla­bank­ans, rík­is­stjórnar og aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Einnig segir hann að hafa þurfi í huga að unnt sé að bæta lífs­kjör á „marg­vís­legan annan hátt en með hækkun krónu­launa.“

Hægt er að lesa grein Gylfa í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hótelið á hafsbotni
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent