Vodafone missir viðskiptavini, ný skýrsla PFS komin út

iphone.jpg
Auglýsing

Voda­fone tap­aði við­skipta­vinum í far­síma­þjón­ustu og í netteng­ingum á fyrri hluta þessa árs, Nova og Sím­inn bæta bæði við sig við­skipta­vinum í far­síma­þjón­ustu og sendum SMS-um fækkar á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unnar (PFS) um íslenska fjar­skipta­mark­að­inn sem var birt í dag.

Við­skipta­vinum Voda­fone í far­síma­þjón­ustu fækk­aði um tæp­lega þús­und á milli ára auk þess sem félagið náði ekki í neinn þeirra níu þús­und við­skipta­vina sem bætt­ust við mark­að­in á milli ára.Vodafnoe missti einnig um 1.800 við­skipta­vini sem voru áður með net­þjón­ustu hjá félag­inu og náði ekki í neinn þeirra tvö þús­und nýrra við­skipta­vina sem fengu sér net­þjón­ustu á tíma­bil­inu.

Lík­legt verður að telj­ast að inn­brot inn á heima­síðu Voda­fo­ne, sem átti sér stað að morgni 30. nóv­em­ber 2013, hafi haft tölu­verð áhrif á flótta við­skipta­vina frá félag­inu, sem er eina íslenska fjar­skipta­fyr­ir­tækið sem er skráð á mark­að. Þjófnum tókst að kom­ast yfir um 79 þús­und smá­skila­boð sem send höfðu verið af heima­síðu Voda­fone á síð­ustu þremur árum, mik­inn fjölda lyk­il­orða við­skipta­vina Voda­fone að not­enda­síðum þeirra hjá fyr­ir­tæk­inu, fjögur kredit­korta­númer og gríð­ar­legt magn upp­lýs­inga um möfn og kenni­tölur við­skipta­vina. Gögnin birti hann síðan opin­ber­lega. Stuld­ur­inn, og birt­ing gagn­anna, er stór­tæk­asta inn­rás í einka­líf Íslend­inga sem nokkru sinni hefur átt sér stað.

Auglýsing

Tveir af hverjum þremur við­skipta­vinum Nova í frelsiStaða Nova á íslenska far­síma­mark­aðnum heldur áfram að styrkj­ast ár frá ári. Fyr­ir­tækið var með um 134 þús­und við­skipta­vini í lok júní síð­ast­lið­ins og tæp­lega þriðj­ungs­mark­aðs­hlut­deild. Við­skipta­vinum Nova hefur fjölgað um 27 þús­und á tveimur árum. Athygli vekur hins vegar að rúm­lega 89 þús­und við­skipta­vina Nova eru með fyr­ir­fram­greidd sím­kort. Það eru fleiri en slíkir við­skipta­vinir allra hinna síma­fyr­ir­tækj­anna sam­an­lagt. Alls eru tveir af hverjum þremur við­skipta­vinum Nova með fyr­ir­fram­greidd sím­kort. Til sam­an­burðar er tæp­lega fjórði hver við­skipta­vinur Sím­ans með slíkt kort. Restin er í fastri þjón­ustu sem skilar stöðugri og meiri tekj­um.

simafyrirtaeki2

 

Sím­inn bætir við sig við­skipta­vinum á milli ára og er enn stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins með 37,1 pró­sent mark­aðs­hlut­deild á far­síma­mark­aði. Voda­fone tapar tæp­lega þús­und við­skipta­vinum á milli ára. Tal, sem bíður nú leyfis sam­keppn­is­yf­ir­valda fyrir því að fá að renna inn í 365 miðla, er í frjálsu falli þegar kemur að far­síma­þjón­ustu. Um mitt ár í fyrra voru við­skipta­vinir félags­ins 20.838. Ári síðar hafði þeim fækkað um 5.500 og mark­aðs­hlut­deild Tals mæld­ist ein­ungis 3,5 pró­sent.

SMS skila­boðum fækkar í fyrsta sinn.

Í skýrsl­unni kemur fram að SMS-smá­skila­boðum fækki á milli ára. Það er í fyrsta sinn sem það ger­ist síðan að smá­skila­boða­send­ingar í gegnum far­síma urðu hluti af sam­skipta­máta Íslend­inga. Alls voru tæp­lega 104 millj­ónir SMS-a send á fyrri hluta þessa árs, sem er um fimm millj­ónum færri en á sama tíma í fyrra. Við­skipta­vinir Nova eru lang­dug­leg­astir við að senda slík skila­boð. Þeir sendu sam­tals 68 milljón SMS á fyrri hluta þessa árs, eða 65,5 pró­sent allra sendra smá­skila­boða.

Þessi hnignun SMS-ins á fyrst og síð­ast rætur sinar að rekja til upp­gangs sam­skipta­for­rita á vegum Face­book, Apple og fleiri slíkra aðila. Slík for­rit eru í sífelldri sókn sam­hliða auk­inni notkun far­síma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None