Yfirkjörstjórn telur Áslaugu Örnu ekki hafa brotið gegn reglum Sjálfstæðisflokksins

Utanríkisráðherra og aðstoðarmaður hans kærðu dómsmálaráðherra fyrir að brjóta reglur prófkjörs, þar sem þau takast á. Ekki verður aðhafst frekar vegna málsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Yfirkjörstjórn Varðar, full­trúaráðs Sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, mun ekki aðhafast frekar athugasemda framboða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og Diljár Mistar Einarsdóttur, aðstoðarmanns hans, sem kærðu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra fyrir að brjóta reglur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjörið hefst á morgun og lýkur á laugardag. 

Í sameiginlegri kæru Guðlaugs Þórs, sem keppir við Áslaugu Örnu um fyrsta sætið í prófkjörinu og Diljár Mistar, sem sækist eftir þriðja sæti í prófkjörinu, sagði að Magnús Sigurbjörnsson, bróðir Áslaugar Örnu og kosningastjóri hennar, hafi í aðdraganda prófkjörsins og eftir að framboðsfrestur rann út haft aðgang að flokksskrá Sjálfstæðisflokksins þar sem finna má „ná­kvæmar og stöðugt upp­færðar upp­lýsingar um flokks­menn.“

Auglýsing
Í kærunni kom fram að ábendingar hefðu borist kærendum um að nýskráðir Sjálfstæðismenn hefðu fengið símtal frá framboði Áslaugar Örnu þar sem þeir eru boðnir velkomnir í flokkinn. „Rennir það stoðum undir þá ályktun að framboð Áslaugar Örnu hafi haft aðgang að þessum nákvæmu persónuupplýsingum og nýtt þær í þágu framboðsins.“

Í úrskurði yfirkjörstjórnar segir að hún hafi farið yfir efni athugasemdanna, aflað sér nánari upplýsinga og kynnt sér gögn málsins. „Magnús Sigurbjörnsson hafði aðgang að flokkskrá Sjálfstæðisflokksins vegna verkefna sem hann vann fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Verkefni Magnúsar snerist að því að tengja saman flokksskrá og nýtt tölvupóstkerfi flokksins. Magnús hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár. Var aðgangi Magnúsar að flokksskrá lokað þann 1. júní sl. Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjörskrá vegna prófkjörsins sem haldið verður 4. og 5. júní nk. 

Yfirkjörstjórn fór yfir innskráningar Magnúsar í flokksskrá. Síðasta innskráning Magnúsar var þann 10. maí. Var sú innskráning að beiðni starfsmanns Sjálfstæðisflokksins vegna verkefnis sem Magnús vann að. Framboðsfrestur vegna prófkjörsins rann út föstudaginn 14. maí sl. 

Kjörskrá var afhent frambjóðendum þann 18. maí. Þá var viðbót við kjörskrá sem m.a. innihélt nýskráningar aðgengileg öllum framboðum kl. 10.00 mánudaginn 31. maí. Fyrir liggur að frambjóðendur sem vildu nýta sér þau gögn hófu úthringingar strax í kjölfarið. Í ljósi framangreinds er það niðurstaða yfirkjörstjórnar að athugasemdirnar eigi ekki við rök að styðjast og ekki hafi verið brotið gegn ákvæðum 2. mgr. 4. gr. prófkjörsreglna um jafnan aðgang að gögnum Sjálfstæðisflokksins.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent