Yfirkjörstjórn telur Áslaugu Örnu ekki hafa brotið gegn reglum Sjálfstæðisflokksins

Utanríkisráðherra og aðstoðarmaður hans kærðu dómsmálaráðherra fyrir að brjóta reglur prófkjörs, þar sem þau takast á. Ekki verður aðhafst frekar vegna málsins.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Yfir­kjör­stjórn Varð­ar, full­­trúa­ráðs Sjálf­­stæð­is­­fé­lag­anna í Reykja­vík, mun ekki aðhaf­ast frekar athuga­semda fram­boða Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar utan­rík­is­ráð­herra og Diljár Mis­tar Ein­ars­dótt­ur, aðstoð­ar­manns hans, sem kærðu Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra fyrir að brjóta reglur í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík. Próf­kjörið hefst á morgun og lýkur á laug­ar­dag. 

Í sam­eig­in­legri kæru Guð­laugs Þórs, sem keppir við Áslaugu Örnu um fyrsta sætið í próf­kjör­inu og Diljár Mis­tar, sem sæk­ist eftir þriðja sæti í próf­kjör­inu, sagði að Magnús Sig­ur­björns­son, bróðir Áslaugar Örnu og kosn­inga­stjóri henn­ar, hafi í aðdrag­anda próf­kjörs­ins og eftir að fram­boðs­frestur rann út haft aðgang að flokks­skrá Sjálf­stæð­is­flokks­ins þar sem finna má „ná­­kvæmar og stöðugt upp­­­færðar upp­­­lýs­ingar um flokks­­menn.“

Auglýsing
Í kærunni kom fram að ábend­ingar hefðu borist kærendum um að nýskráðir Sjálf­stæð­is­menn hefðu fengið sím­tal frá fram­boði Áslaugar Örnu þar sem þeir eru boðnir vel­komnir í flokk­inn. „Rennir það stoðum undir þá ályktun að fram­boð Áslaugar Örnu hafi haft aðgang að þessum nákvæmu per­sónu­upp­lýs­ingum og nýtt þær í þágu fram­boðs­ins.“

Í úrskurði yfir­kjör­stjórnar segir að hún hafi farið yfir efni athuga­semd­anna, aflað sér nán­ari upp­lýs­inga og kynnt sér gögn máls­ins. „Magnús Sig­ur­björns­son hafði aðgang að flokk­skrá Sjálf­stæð­is­flokks­ins vegna verk­efna sem hann vann fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Verk­efni Magn­úsar sner­ist að því að tengja saman flokks­skrá og nýtt tölvu­póst­kerfi flokks­ins. Magnús hafði áður unnið hjá flokknum í rúm fjögur ár. Var aðgangi Magn­úsar að flokks­skrá lokað þann 1. júní sl. Magnús hefur aldrei haft aðgang að kjör­skrá vegna próf­kjörs­ins sem haldið verður 4. og 5. júní nk. 

Yfir­kjör­stjórn fór yfir inn­skrán­ingar Magn­úsar í flokks­skrá. Síð­asta inn­skrán­ing Magn­úsar var þann 10. maí. Var sú inn­skrán­ing að beiðni starfs­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins vegna verk­efnis sem Magnús vann að. Fram­boðs­frestur vegna próf­kjörs­ins rann út föstu­dag­inn 14. maí sl. 

Kjör­skrá var afhent fram­bjóð­endum þann 18. maí. Þá var við­bót við kjör­skrá sem m.a. inni­hélt nýskrán­ingar aðgengi­leg öllum fram­boðum kl. 10.00 mánu­dag­inn 31. maí. Fyrir liggur að fram­bjóð­endur sem vildu nýta sér þau gögn hófu úthring­ingar strax í kjöl­far­ið. Í ljósi fram­an­greinds er það nið­ur­staða yfir­kjör­stjórnar að athuga­semd­irnar eigi ekki við rök að styðj­ast og ekki hafi verið brotið gegn ákvæðum 2. mgr. 4. gr. próf­kjörs­reglna um jafnan aðgang að gögnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent