Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Árið 2014: Markaðirnir í máli og myndum

kronurVef.jpg
Auglýsing

Þegar litið er á þróun markaða með fasteignir, hlutabréf og gjaldeyri á árinu 2014 má sjá merki um aukinn stöðugleika samanborið við árin á undan. Sveiflur eru mýkri og meira jafnvægi ríkir en gerði á árunum 2009 til 2013, hvað þá heldur í samanburði við árin 2005-2008. Verðbólgu hefur verið haldið í skefjum, áhrif meiriháttar stjórnvaldsaðgerða hafa ekki komið fram svo sýnilegt sé og náttúruhamfarir höfðu ekki teljandi áhrif nema ef til vill á leitarvél Google.

Hér að neðan má sjá nokkur rit og gröf sem varpa ljósi á innlenda markaði árið 2014. Var árið sem leið ár stöðugleikans, í miðjum storminum milli lögfestingar og afnáms gjaldeyrishaftanna?

Hlutabréf

Auglýsing

Breyting á verði hlutabréfa í Kauphöllinni árið 2014 |Create infographics

Í Kauphöllinni áttu félögin Össur og HB Grandi góðu gengi að fagna. Markaðsvirði þeirra hækkaði um ríflega 50% frá áramótum. Bréf Granda tóku mikinn kipp í kjölfar birtingar á uppgjöri 3. ársfjórðungs á meðan meiri sígandi var í hækkunum á markaðsvirði Össurar. Fjarskipti hf og Nýherji hafa sömuleiðis séð virði sitt hækka á markaði, en fyrrnefnda félagið stendur nú hærra en það gerði fyrir „lekamál“ Vodafone árið 2013.

Þróun úrvalsvísitölunnar 2014 |Create infographics


Úrvalsvísitalan OMXI8 samanstendur af átta félögum en þeim var fjölgað um tvö síðastliðið sumar. Tryggingafélögin eru innanborðs og hafa áhrif á lækkun vísitölunnar á fyrri hluta ársins. Öll önnur félög í vísitölunni hækkuðu á árinu, þótt breytingar á verði hlutabréfa í Marel og Högum hafi verið litlar.

Þróun hlutabréfaverðs Tryggingafélaganna í Kauphöll  |Create infographics

Hér sést verðþróun tryggingafélaganna þriggja, TM, VÍS og Sjóvá. Lækkunin frá ársbyrjun nemur 12 til 18 prósentum, minnst hjá Sjóvá sem fór á markað síðastliðið vor. Þegar mest lét höfðu hlutabréf í TM og VÍS lækkað um fjórðung en sú lækkun hefur að nokkru gengið til baka á síðustu mánuðum ársins.

Fasteignamarkaður

Verðbreytingar og velta á fasteignamarkaðinum 2014. Verðbreytingar og velta á fasteignamarkaðinum 2014. Klikkaðu á myndina til þess að stækka hana.

Fasteignaverð (rauðu súlurnar) hefur hækkað um rúm 7% frá áramótum sem er í takt við þróun yfir lengra tímabil. Gráa svæðið á myndinni hér að ofan sýnir árið 2014 en það nær aftur til ársbyrjun 2007. Tölurnar eru að nafnvirði og fengnar af vefsíðu Þjóðskrár. Augljóst er að markaður íbúðahúsnæðis er líflegri en áður, verð fer hækkandi og veltan eykst (bláa línan), einkum á síðari hluta ársins. Stærstu efnahagsaðgerðir ársins, þ.e. niðurfelling verðtryggðra fasteignaskulda, gætu hæglega haft veruleg áhrif á þennan markað á nýju ári, eins og ýmsir hafa spáð fyrir um.

Gjaldeyrismarkaður

Gengissveiflur krónunnar       2009 til 2014 |Create infographics


Gengi íslensku krónunnar hefur flöktað mikið um árabil og þannig haft áhrif á þjóðarbúskapinn og stöðugleika á mörkuðum. Frá 2013 hefur seðlabankinn leitast við að jafna út tímabundnar sveiflur með eigin gjaldeyrisviðskiptum, eins og Hafsteinn Hauksson hagfræðingur skýrir í grein um efnahagsmálin 2014. Það hefur skilað tilætluðum árangri, eins og sjá má á myndinni.Þar er gengi í byrjun hvers árs stillt í gildið 1. Svarta línan sýnir hvernig gengið flökti árið 2014, þ.e. mun minna en árin áður þegar gengið hefur á tíðum látið órólega þrátt fyrir gjaldeyrishöftin.

Stöðugleiki framundan?

Íslandsmet í því að halda verðbólgu í skefjum, stöðugt gengi og hófleg hækkun fasteignaverðs gefa fyrirheit um komandi misseri, að öðru óbreyttu. Stöðugleiki íslenska hagkerfisins innan gjaldeyrishafta er meiri en áður. En gjaldeyrishöftin umlykja allt. Hvað verður þegar losnar um þau, er stóra spurningin. Vonandi verður Ísland ekki vinsælt á leitarvél Google, það virðist aðeins gerast við náttúru- eða efnahagshamfarir.

Vinsældir Íslands á leitarvél Google. Vinsældir Íslands á leitarvél Google.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None