#alþjóðavarpið

Innflytjendabannið og kosningar í Hollandi og Frakklandi

Donald Trump

Framundan er væg­ast sagt við­burð­ar­ríkt ár. Ólík­inda­tólið Don­ald Trump er orð­inn for­seti Banda­ríkj­anna og þjóð­ern­ispopúlistar sækja fram í Evr­ópu. Sam­tímis gerir Kína sig gild­andi á alþjóða­svið­inu og Rúss­land reynir að end­ur­vekja forna frægð. Þetta og margt fleira verður aðal­við­fangs­efni Alþjóða­varps­ins í hlað­varpi Kjarn­ans á vor­mán­uð­um.

Alþjóða­varpið er í umsjá Hall­gríms Odds­sonar og Hjalta Geirs Erlends­son­ar. Þætt­irnir verða í anda Kana­varps­ins, þar sem fjallað var um for­seta­kos­ing­arnar í Banda­ríkj­unum 2016. Hug­myndin er að kryfja helstu mál líð­andi stundar með aðstoð góðra gesta.

Í fyrsta þætti Alþjóða­varps­ins er meðal ann­ars fjallað um stefnu­breyt­ingar og stefnu­leysi í Banda­ríkj­um. Þar ber inn­flytj­enda­bann Don­alds Trump á góma auk sam­skipta Banda­ríkj­anna og Rúss­lands. Þá verður fjallað um vænt­an­legar kosn­ingar í Hollandi og Frakk­landi þar sem þjóð­ern­issinn­uðum flokkum er spáð góðum árangri.

Auglýsing