Joe and the Juice-væðingin

Bryn­dís Eva Ásmunds­dótt­ir, kenn­ari og pistla­höf­undur á Kjarn­an­um, er gestur His­m­is­ins þessa vik­una. Farið er yfir hvernig Joe and the Juice-væð­ingin hefur náð til veit­inga- og skemmti­staða og hversu sjald­gæft það er að lenda á lífs­leiðum bar­þjón eða afgreiðslu­manni nú til dags eftir að ungir drengir með tattú­ermi og æfðan cor­pora­te-hress­leika tóku yfir þjón­ustu­störf hér á landi. Einnig er rætt um skip­brot Pizza 67, upp­risu Helga Björns og hávaxna ung­linga.

Auglýsing