Skrifstofumaður ársins og 2000-vandinn

Ari Eld­járn, grínisti, er gestur Árna og Grét­ars í Hism­inu þar sem farið er yfir Eddu­verð­launin í síð­ustu viku og hvort ekki væri rétt að aðrar starfs­grein­ar, t.d. píparar og skrif­stofu­menn, fengju eigin Edd­u-há­tið þar sem veitt væru verð­laun fyrir hvers­dags­hetjur nútím­ans. Einnig er því velt upp hvort setja þurfi upp Golden Ras­berries hátíð fyrir Ísland þar sem versta myndin hvert ár væri val­in, þótt hætt sé við að til­finn­ingar myndu sær­ast þannig. Þá er rætt um 2000-­vand­ann og hvernig fólk trúði því að allar vélar heims­ins myndu rugl­ast og fara að dæla út kjarn­orku­vopnum og eit­ur­efnum yfir heims­byggð­ina.

Auglýsing