Fréttaþynnka og multitask-kynslóðin

Vikt­oría Her­manns­dótt­ir, blaða­maður á Frétta­blað­inu, er gestur His­m­is­ins að þessu sinni. Farið er yfir hvernig atburð­ar­rás síð­ustu daga hefur ein­kennst af frétta­þynnku og til­finn­inga­ríkum upp­rifj­un­ar­við­tölum við per­sónur og leik­endur frá því í síð­ustu viku og ýmsum hug­myndum er velt upp um með hvaða hætti Bjarni og Sig­urður Ingi gætu náð að slaka á. 

Þá er farið yfir furðu­lega viku­dvöl Sig­mundar Dav­íðs í MR fimm árum eftir útskrift og einnig kyn­slóð­ar­mun­inn varð­andi síma­notkun þar sem yngri kyn­slóðin multita­skar í sím­anum allan dag­inn en sú eldri lítur á hverja aðgerð í síma sem sjálf­stætt og afmarkað verk­efni sem krefst fullrar ein­beit­ing­ar.

Auglýsing