Framsókn breytist í raunveruleikasjónvarp

Ásdísi Ólafs­dótt­ur, pistla­höf­und á Kjarn­anum og upp­lýs­inga­full­trúa ESA, er gestur Árna og Grét­ars í Hism­inu þessa vik­una. Grétar byrjar á að gera hreint fyrir sínum dyrum vegna óæski­legra mynda sem birt­ust á Twitt­er-­reikn­ingnum hans í vik­unni og lítur hann svo á að mál­inu sé lokið af hans hálfu eftir spjall­ið. Þá er farið yfir flokks­þing Fram­sókn­ar­manna og þeirri kenn­ingu velt upp hvort planið hjá flokknum sé að breyta sér í raun­veru­leika­sjón­varp fram að kosn­ingum og eiga þannig óskipta athygli þangað til.

Þá er farið yfir skömm­ina að skila bókum á bóka­safn of seint, slúður frá Brus­sel og inn­brotið til Kin Kar­dashi­an.

Auglýsing