Pizzupulsur og hin gleymda list að sýna fólki puttann

Hismið hringir í Gunnar Már Gunn­ars­son for­rit­ara og frum­kvöðul í þætti dags­ins og fræð­ist um nýj­ung í pizzu­áti sem gengur út á að rúlla pizzunni upp og borða eins og pulsu. Þá er farið yfir Sturlu Jóns­son sem snappar úr raun­hag­kerf­inu og Grétar lýsir erf­iðum degi þar sem hann er ekki með neitt í hár­inu. Svo er því velt upp hvort fólk eigi ekki að fara að end­ur­vekja þá hefð að sýna hvort öðru putt­ann, t.d. í lok erf­iðra funda. Mun áhrifa­rík­ari leið til að lýsa óánægju sinni heldur en að gera það með orð­um.

Auglýsing