Pjakkar að sunnan fastir í verkfræðingabeygjunni

Árni Helgason og Grétar Theodórsson í Hisminu

Í Hismi dags­ins sest Grétar í stól spyrils og Árni í hlut­verk við­mæl­and­ans og gerir upp dramat­íska ferð sína á Egils­staði síð­asta sunnu­dag, þar sem til stóð að Árni ætl­aði að hjálpa til við að leita að rjúpna­skyttu. Skyttan fannst hins vegar fimm mín­útum eftir að Árni var lentur og því reyndi ekki á hvort lög­mað­ur­inn að sunnan á lakk­skónum hefði komið að ein­hverju gagni.

Við tóku hins vegar átta klukku­stundir í raun­hag­kerf­inu á Egils­stöðum sem Árni deilir með hlust­endum auk þess sem velt er upp mögu­legri sjón­varps­þátta­seríu um mál­ið. Þá er farið yfir stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður og sam­sær­is­kenn­ingar um kosn­inga­svindl í for­seta­kosn­ing­unum í BNA.

Auglýsing