Er Hjörvar Hafliða næsti Logi Bergmann?

Hismið heldur áfram að heyra í stjórn­mála­mönnum og kanna í hversu góðum tengslum við alþýð­una þeir eru. Í þætti dags­ins er heyrt í Evu Bald­urs­dóttur sem afsannar að Sam­fylk­ingin sé búin að missa tengslin við almenn­ing. Einnig er heyrt í Jóhanni Frið­riks­syni í Fram­sókn­ar­flokknum sem er að öðrum ólöst­uðum maður bar­átt­unnar hingað til eftir að hafa boðið Suð­ur­nesja­mönnum í vöfflu­kaffi.

Farið er yfir vik­una sem var að líða og ein­kennd­ist af lög­bönnum og því er velt upp hver sé arf­taki Loga Berg­manns á Stöð 2. Gæti Hjörvar Haf­liða­son, ef hann væri mið­aldr­aður aðeins, farið í skó Loga?

Auglýsing