Hismið: Akureyri er bernaise-höfuðborg Íslands

„Þarna [á Akur­eyri] byrj­aði öll þessi berna­ise-­menn­ing; að setja franskar og berna­ise á pizzuna og á ham­borg­ara,“ segir Orri Krist­jáns­son, útvarps­maður á Kiss FM og Akur­eyr­ing­ur, sem er gestur His­m­is­ins þessa vik­una. „Ak­ur­eyri er nátt­úr­lega berna­ise-höf­uð­borg Íslands.“ Þeir Árni Helga­son og Grétar Theo­dórs­son ræða heima og geima í þætt­inum en þó aðal­lega heið­ar­legan mat. Þar kemur heim­il­is­matur á átt­unda ára­tugnum við sögu, pizza­staðir sem selja hunda­mat og alþjóð­legir Essel­te-­möppu­sölu­menn flækj­ast fyr­ir.


Hlust­aðu á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­anum hér að ofan eða í hlað­varps­straumi Kjarn­ans. Svo má fylgjast ­með Hism­inu á Twitter.

Auglýsing