Hismið: Bannað að líkja honum við Guðna Má

Atli Már Stein­ars­son, útvarps­maður og hljóð­mað­ur, er gestur þessa síð­asta þáttar His­m­is­ins fyrir sum­ar­frí. Þeir Grétar Theo­dórs­son og Árni Helga­son ræða meðal ann­ars reglur og venjur útvarps­manna, og hið marg­fræga „jæj­a“.

Hismið greinir í smá­at­riðum fólkið sem hringir inn í útvarps­þætti í næt­urna. Þrátt fyrir að vera með partí­þátt á föstu­dögum á Rás 2 leggur Atli Már blátt bann við því að vera líkt við Guðna Má Henn­ings­son, sem stýrt hefur næturút­varpi rík­is­ins í fjölda ára. „Hann er með fasta­gesti til að hringja inn. Það er allt bara: Hvað segir hund­ur­inn þinn og svona...“ segir Atli Már.

Auglýsing