Hismið: Er sjoppufæði úr bílalúgu heiðarlegasti maturinn á Íslandi?

Nýjasti þátt­ur­inn af Hism­inu er kom­inn í Hlað­varp Kjarn­ans. Í þetta sinn er gestur þátt­ar­ins sér­fræð­ing­ur­inn, þung­arokk­ar­inn og lands­byggð­ar­tröllið Þóra Hall­gríms­dótt­ir. Þáttur dags­ins er ein­stakur að mörgu leyti. Þar ber helst að nefna að Grétar Theo­dórs­son, annar stjórn­andi His­m­is­ins, er for­fall­aður í fyrsta sinn síðan þátt­ur­inn hóf göngu sína. Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, tekur sæti hans við hlið Árna Helga­son­ar. Þá er hringt til útlanda til að ræða kebab-pizz­ur, en slík alþjóða­væð­ing er auð­vitað nýmæli.

IMG_0269

Í þætti dags­ins er haldið áfram að ræða heið­ar­leg­asta mat­inn og því velt fyrir sér hvort lykla­börnin þurfi ekki að koma með kombakk til að bjarga okkur öllum frá glöt­un. Þóra upp­lýsir svo um hvers konar lúgu­sjoppu­fæði telj­ist strang­heið­ar­legt á Húsa­vík og hvernig henni líði eftir að hafa inn­byrt það.


Hlust­aðu á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­anum hér að ofan eða í hlað­varps­straumi Kjarn­ans. Svo má fylgjast ­með Hism­inu á Twitter.

Auglýsing