Hismið: Hápunktur ársins fyrir alvöru jeppakalla

Þessi árs­tími er hápunktur árs­ins ef þú ert alvöru jeppa­kall. His­mis­menn­irnir Grétar Theo­dórs­son og Árni Helga­son ræða alvöru jeppa­kalla við Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, aðstoð­ar­mann inn­an­rík­is­ráð­herra, sem er gestur þátt­ar­ins.

„Það er spurn­ing hvort við þurfum ekki að fara að step it up í útblæstri og svona?“ spyr Árni og bendir á að veð­ur­átor­ítet His­m­is­ins spá því nú að 30 ára kulda­skeið fari í hönd á Íslandi. Auk þess að ræða veðrið fjallar Hismið um olíu­hippa og manna­nafna­reglur á Íslandi.

His­mis­menn gera svo grein fyrir mis­mun­andi vís­bend­ing­um um hvaðan ham­borg­ari með frönskum á milli sé upp­runinn. Þá segja þeir frá bréfi sem þætt­inum barst frá Osló um síma­eign Norð­manna.


Hlust­aðu á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­anum hér að ofan eða í hlað­varps­straumi Kjarn­ans. Svo má fylgjast ­með Hism­inu á Twitter.

Auglýsing