Hismið: Lífeyrisstríð Sölva Tryggva endar í opnuviðtali

Gylfi Ólafs­son, heilsu­hag­fræð­ing­ur, er gestur His­m­is­ins þessa vik­una hjá þeim Árna Helga­syni og Grét­ari Theo­dórs­syni. Þeir for­vitn­ast um heilsu­hag­fræð­ina og kom­ast að því að Gylfi hefur kom­ist að afger­andi nið­ur­stöðu um að það sé hag­kvæm­ast að hafa spít­al­ann við Hring­braut.

Auk þess ræða þeir kukl, hæpin göng til Eyja og stríð Sölva Tryggva­sonar við líf­eyr­is­sjóð­ina, sem mun að öllum lík­indum enda með opnu­við­tali í DV. Þá er farið yfir myndir af Rafni, hverfa­full­trúa Fram­sókn­ar­manna í Breið­holti, sem grillar í leð­ur­svuntu og hvernig hið umdeilda fyr­ir­tæki For­svar ehf. kynnir stefnu sína og metn­að­ar­full mark­mið innan Húna­þings vestra. Þá upp­lýsir Gylfi um hvernig hann setur sig í sam­band við þá sem eru í sjón­varp­inu hverju sinni.


Hlust­aðu á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­anum hér að ofan eða í hlað­varps­straumi Kjarn­ans. Svo má fylgjast ­með Hism­inu á Twitter.

Auglýsing