Samfylkingin þarf nýtt nafn – og hugsanlega einnig hest

Lista­mað­ur­inn og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, Jón Gnarr, segir í Stóru mál­un­um, nýjum þjóð­mála­þætti í Hlað­varpi Kjarn­ans, að Sam­fylk­ingin þurfi eitt­hvað meira en nafn­breyt­ingu. Þannig sé það nauð­syn­legt fyrir flokk­inn að fá sér nokk­urs konar lukku­dýr í stað­inn fyrir blóð­dropann á jakka­föt­unum – og þá sé hestur í raun rök­réttasta nið­ur­stað­an. Sjálfur skipti Jón um nafn eins og frægt er orðið og þekkir því á eigin skinni hvernig það er að ganga í gegnum slíkar breyt­ing­ar.

Þá er rætt við blaða­mann­inn Paul Fontaine um þá nýj­ung í íslensku sam­fé­lagi að sér­sveit­ar­menn gangi um vopn­að­ir. Sjálfur hefur Paul upp­lifað skotárás þegar hann bjó í einni hættu­leg­ustu borg Banda­ríkj­anna á tíunda ára­tugn­um. Fyrsta upp­lifun hans af skot­vopni var áður en hann varð tíu ára gam­all, en það var þegar lög­reglu­maður ótt­að­ist að hann væri ekki með leik­fanga­byssu, heldur raun­veru­legt vopn.

Stóru málin er nýr þjóð­mála­þáttur í umsjón Vals Grett­is­sonar og Bjart­mars Odds Þeyrs Alex­and­ers­son­ar, en í þætt­inum verður farið yfir helstu mál líð­andi stundar með léttum og nýstár­legum hætti.

Auglýsing