Snarpt rifrildi þáttastjórnenda og Samfylkingarspuni

Þau Katrín Júl­í­us­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Freyr Rögn­valds­son, upp­lýs­inga­full­trúi sama flokks, fóru yfir nið­ur­stöður upp­still­inga­nefnda stjórn­mála­flokk­anna og próf­kjörs Pírata. Þátta­stjórn­endur höfðu enga stjórn á við­mæl­endum sínum sem óðu úr einu yfir í ann­að.

Þó var ljóst að Katrín Júl­í­us­dóttir lagð­ist í óvænta vörn fyrir Bjarta Fram­tíð og vand­ræða­leg þögn tók yfir stúd­íóið um leið og minnst var á Flokk fólks­ins. Einnig áttu þátta­stjórn­endur í snörpu rifr­ildi vegna nafna­giftar þátt­ar­ins, sem Valur Grett­is­son sagði von­laust. Bjart­mar minnti hann þó á að nafnið væri hans hug­ar­smíði og því gæti Valur sjálfum sér kennt um.​

Auglýsing