Pólitísk hringspörk og leiklestur

Þátta­stjórn­endur Stóru mál­anna ákváðu að standa við stóru orðin og fá hægri sinn­aðan mann í heim­sókn til þess að vega upp á móti blygð­un­ar­lausum vinstri áróðr­inum sem hefur fengið að vaða uppi gagn­rýn­is­laust í þætt­inum frá upp­hafi.

Þeir félagar ákváðu að ráð­ast ekki á garð­inn þar sem hann er lægst­ur. Þeir fengu hörku­tólið, Cross­fit-lög­fræð­ing­inn og fyrr­ver­andi frétta­rit­ara Bloomberg, Ómar R. Valdi­mars­son, til þess að ræða við sig um alvöru mál og þar dugðu ekk­ert minna en hringspörk og hægri krók­ar. Eftir blóð­uga orr­ustu um myrka kima vinstri­mennsk­unnar átt­uðu allir aðilar sig á því að lík­lega hefðu þeir hvort eð er tapað fyrir „nýí­hald­inu“ hvort eð er.

Eftir lær­dóms­ríkt spjall spreyttu þeir Valur og Bjart­mar sig svo á leik­lestri þar sem þeir ákváðu að leik­lesa pistil Sirrýar Hall­gríms­dótt­ur, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manns mennta­mála­ráð­herra í þar síð­ustu rík­is­stjórn. Þeir voru engu nærri um efni pistils­ins, og eiga sér tæp­ast frama í leik­húsi held­ur.

Auglýsing