Hvað er Costco fyrir græjufíkla?

Til­koma Costco á íslenskan smá­sölu­markað hefur haft marg­vís­legar afleið­ingar fyrir mark­að­inn. Græju­fíklar finna líka fyrir Costco, eins og bíl­eig­endur og ískápaunn­end­ur. Tækni­varpið spjall­aði um græju­mark­að­inn eftir inn­komu Costco, Galaxy S8 og sjón­varps­á­skrif­endur á Íslandi.

Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Gunn­laugur Reynir Sverr­is­son, Atli Stefán Yngva­son, Sverrir Björg­vins­son og Bjarni Ben.

Þeir ræða til dæmis um verð­lækk­anir á PlaySta­tion 4-tölv­unni eftir að Costco opn­aði. Tölvan kost­aði 59.999 krónur áður en fæst á 46.999 krónur nú.

Tækni­varpið hefur hins vegar kom­ist að því að sam­keppn­is­að­ilar virð­ast lækka verð á vörum sem Costco sel­ur, en ekki öðr­um. Sem dæmi má nefna tvær gerðir PlaySta­tion 4-tölv­unn­ar. Verð­mun­ur­inn á PS4 Slim og PS4 Pro er lít­ill í dag. Costco selur aðra vör­una en ekki hina.

59% íslend­inga búa á Net­fl­ix-væddu heim­ili

Auk þess að fjalla um græjur á smá­sölu­mark­aði spjalla þeir um áskrif­endur að 365. Inn­koma erlendra efn­isveitna á íslenskan sjón­varps­markað og hröð fram­þróun í tækni og neyslu afþrey­ing­ar­efnis hefur gert það að verkum að mun færri heim­ili kaupa áskrift að Stöð 2 og öðrum sjón­varps­stöðvum 365 en gerðu það fyrir tveimur árum.

Net­flix er með flesta áskrif­endur á Íslandi, alls 54.120 áskrif­endur (40%). 8 af hverjum 10 Íslend­ingum á aldr­inum 18-29 ára eru með Net­flix (#takk­Ein­stein).

Í frétt sem birt­ist 9. júní segir svo að tæp­lega 59% Íslend­inga búi á heim­ili þar sem Net­flix er til stað­ar.

Besti Android-sím­inn í dag

Tækni­varpið er búið að prófa Galaxy S8-­snjall­sím­ann og segir þetta vera besta Android-sím­ann á mark­að­inum í dag. Það eru hins vegar nokkur atriði sem draga ein­kunn sím­ans nið­ur. Sím­inn fer hins vegar betur í hendi en iPhone 7 Plus og skartar betri mynda­vél en í App­le-sím­an­um.

Síð­asti þáttur vetr­ar­ins

Þetta er síð­asti Tækni­varps-þáttur vetr­ar­ins. Tækni­varpið snýr aftur í Hlað­varpi Kjarn­ans þegar haust­lægð­irnar fara að gera vart við sig. Það eru margir við­burðir sem spenn­andi verður að fylgj­ast með og ný tól til þess að prófa og spjalla um.

Tækni­varpið þakkar hlust­un­ina í vet­ur. Gleði­legt sum­ar!

Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023