Nýja flaggskip Samsung á ekki að springa

Tækni­varpið spjallar um nýj­ustu græj­unar í þætti vik­unnar og orðróma um þau tæki sem búist er við að kynnt verði í haust. Ber þar auð­vitað hæst nýr iPho­ne-sími sem eng­inn veit hvað mun heita.

Apple mun kynna sím­ann 12. sept­em­ber næst­kom­andi. Í ár eru 10 ár liðin síðan fyr­ir­tækið kynnti fyrsta iPho­ne-sím­ann og spek­úlantar búast þess vegna við nýj­ungum í nýjasta tæk­inu.

Sam­sung Galaxy Note 8-sím­inn á að verða nýjasta flagg­skip Sam­sung-síma­ætt­ar­innar en sú græja verður kynnt 15. sept­em­ber næst­kom­andi. Sam­sung hefur lagt miklar áherslu á að raf­hlaðan stand­ist örygg­is­kröf­ur, eftir að hafa þurft að bregð­ast við sprengju­batt­er­íum Galaxy Note 7-sím­ans.

LG hefur einnig gefið út það sem hefur verið kallað „Besti LG-sím­inn til þessa“. Það er LG V30 sem fær slíka dóma. Tækni­varpið spjallar um þann síma auk Essential Ph1-sím­ans sem fær skelfi­lega dóma.

Umsjón­ar­menn þátt­ar­ins eru Gunn­laugur Reynir Sver­is­son, Bjarni Ben, Atli Stefán Yngva­son og Sverrir Björg­vins­son.

Auglýsing