Auglýsing

Ef ég mundi taka saman allar minn­ingar úr lífi mínu fyrir tví­tugt myndu þær lík­lega telja 45 glopp­óttar mín­út­ur. Restin eru bara glefsur og and­ar­tök. Nærri öllum þeim tíma til­einkar heil­inn á mér sumr­inu 1993. Ég var 9 ára og bjó í blokk við Öldu­granda líkt og ég hafði gert öll hin árin. Það var frá­bært að alast upp í nýbyggðu blokk­ar­hverfi - haugur af börnum og vinir komu og fóru eftir því sem að for­eldrar þeirra færð­ust upp eða niður í efna­hags­legu íbúða­fæðu­keðj­unni.

Ég er eng­inn eðl­is­fræð­ingur en ég held að þetta sumar hafi verið svona 12 ár að líða. Ég átti vini sem voru töffar­ar. Við slæpt­um­st, því það er það sem börn gera. Við spil­uðum Mortal Kombat II, horfðum á gríð­ar­lega lélega VHS upp­töku af Uni­ver­sal Soldi­er; ekki heima hjá mér því ég átti bara Beta­max tæki og Three Amigos. Stundum hnupluðum við nammi úr Hag­kaupum - og einu sinni pilsner sem ég var allt of líf­hræddur til að drekka. Ég var ekki töffari. Sama hvað ég suð­aði eign­að­ist ég aldrei Dickies bux­ur, heldur lét mér nægja rifflaðar brúnar flauels­buxur og Fruit of the Loom peysu sem ég fékk í jóla­gjöf frá ömmu. Ég reyndi samt að vera með. Horfði á NBA fréttir með Ein­ari Bolla­syni, safn­aði ótrú­legu magni af körfu­bolta­myndum sem ég keypti fyrir alla þá vasa­pen­inga sem ég fékk og öllu því klinki sem ég stal af móður minni (fyr­ir­gefðu mamma) - safn­aði Upper Deck Jor­dan og Pippen. Hóf síend­ur­tek­inn feril af slæmum við­skipta­hug­myndum þegar ég ákvað að byrja að safna myndum með eldri strák sem ég þekkti ekk­ert og end­aði á því að missa alla Jor­dan­ana mína og fá í stað­inn ótal myndir af Kurt Rambis og Chris Mull­in.

Þetta sumar bauð mamma mér til Írlands. Hvernig hún fékk út að eyjan græna væri fyr­ir­taks sum­ar­leyf­is­staður fyrir unga móður og 9 ára barn verður að eilífu óleyst ráð­gáta. Hvað sem því líður var ljóst eftir nokkrar Gel­ískar kast­ala­heim­sóknir og gríð­ar­lega langar rútu­ferðir yfir stór­kost­legt flæmi af gras­lendi hafði ég upp­lifað næga menn­ingu; ég vildi fjölda­fram­leidda ómenn­ingu. Það var nefni­lega bara ein kvik­mynd sem ég vildi sjá þetta sum­ar­ið: Super Mario Bros. Þetta leiddi til heil­brigðrar rök­ræðu móður og barns þar sem móðir útskýrði að hún hefði ekki áhuga á því að horfa á Bob Hoskins nið­ur­lægja sjálfan sig sem jað­ar­-ra­sísk tölvu­leikja­per­sóna og barnið and­mælti með því að öskra orðin "SUPER MARI­O!" aftur og aft­ur. Á end­anum var kom­ist að sam­komu­lagi um að fara í kvik­mynda­hús en að móðir mín fengi að velja mynd­ina. Ég sat því nokkuð fúll í írsku kvik­mynda­húsi að horfa á ein­hverja risa­eðlu­mynd sem ég hafði aldrei heyrt um. Það voru kannski liðnar 10 mín­útur af mynd­inni þeg­ar ég var hug­fang­inn. Allt frá fyrsta and­ar­tak­inu sem risa­eðla birt­ist á tjald­ið, yfir í siðl­blinda lög­fræð­ing­inn sem grameð­lan át á kló­sett­inu - Jurassic Park var það eina sem ég gat hugsað um. Ég neyddi móður mína til þess að fara með mig í leik­fanga­verslun strax dag­inn eft­ir. Öll Jurassic Park leik­föng voru upp­seld nema hasar­fígúra byggð á Dennis Nedry - bústna tölvu­þrjót­inum sem eyði­lagði garð­inn og dó bók­staf­lega úr heimsku. En mér var sama.

Auglýsing

Eftir að til Íslands var komið var ég óseðj­andi. Ég teikn­aði risa­eðlur öllum stund­um, heim­sótti bara vini sem áttu Jurassic Park dót; tók stundum Dennis með mér. Ég hætti að eyða pen­ingum í körfu­bolta­myndir og eyddi þeim í stað­inn í bíómiða. Aftur og aft­ur, kunni hvert ein­asta and­ar­tak utan bók­ar. Ég var búinn að sjá hana sjö sinnum áður en yfir lauk. Ég teikn­aði risa­eðl­ur, las um risa­eðl­ur. Ég ein­setti mér að verða stein­gerv­inga­fræð­ingur - þangað til ég komst að því að það væru engin risa­eðlu­bein á Íslandi, heldur væri ég bara graf­andi upp morkin geir­fugls­hræ.

Það sem gerð­ist líka var að ást mín á kvik­myndum fædd­ist fyrir alvöru. Ég eyddi ótal klukku­stundum hang­andi inni á Trölla­video að skoða hulstrin á hroll­vekjum og vís­inda­tryllum sem ég hafði hvorki aldur né fjár­ráð til þess að leigja og á sama tíma að forð­ast bæði grun­sam­legt augna­ráð og yfir­þyrm­andi kaup­stað­ar­lykt­ina af jogg­ing­buxna­klædda eig­and­an­um.

Seinna sama sumar ferð­að­ist ég í kringum landið með pabba. Ein skýrasta minn­ing mín úr æsku er að sitja í fram­sæt­inu á gömlu Toyota Cressi­d­unni hans, halla höfð­inu að glugg­anum og horfa á sjón­deild­ar­hring­inn þjóta fram­hjá, ímynd­andi mér alla þá mögu­legu og ómögu­legu hluti sem gætu legið rétt handan við það sjá­an­lega. Í þessum þönkum spurði pabbi mig oft hvað ég væri að hugsa svona mik­ið. Ég gat ómögu­lega komið því í orð, og get það enn síður núna. Þetta var bara óbeislað ímynd­un­arafl, ósnert af kald­hæðni og póli­tík og eilífum sand­pappír tím­ans. Ég leyfði mér að hugsa eitt­hvað stór­kost­legt án þess að líða eins og vit­leys­ing eða aula.

Mörgum árum seinna, þegar ég hugs­aði af alvöru um að búa til bíó­mynd­ir, lof­aði ég sjálfum mér að ég mundi aldrei gleyma þess­ari til­finn­ingu sem ég fann þegar ég var 9 ára. Auð­vitað var það ómögu­legt lof­orð. Ég man eftir að hafa liðið svona, gat séð til­finn­ing­una en höf­uðið var orðið allt of fullt af kjaftæði til að geta fundið hana. Allt of mikið annað sem engu skiptir en tekur allt pláss­ið. En stundum koma blossar sem maður reynir að fanga í eins mörg and­ar­tök og maður getur - eða þar til allt hitt kjaftæðið kemur aftur flæð­andi yfir mann. Það er víst félags­lega óábyrgt að vera of glaður of lengi.

Og ég sá aldei Super Mario Bros.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None