Innrás ósamrýmanlegra sjónarmiða

Auglýsing

Ókei, sleppum for­mál­an­um, vöðum bara beint í þetta.

Það er tvennt í stöð­unni: Annað hvort end­ur­speglar mál­flutn­ingur Snorra Magn­ús­son­ar, for­manns Lands­sam­bands lög­reglu­manna, ágæt­lega við­horf starfs­systk­ina hans, svona almennt og yfir­leitt, eða hann er vondur tals­maður fyrir stétt­ina sem hann til­heyr­ir. Það er eig­in­lega ekk­ert þarna á milli.

Það hefur marg­sýnt sig að Íslend­ingar treysta lög­regl­unni sinni vel — betur en flestum öðrum stofn­unum sam­fé­lags­ins ef það er eitt­hvað að marka kann­an­ir. Það á eftir að koma í ljós hvort mót­mæli við lög­reglu­stöð­ina í byrjun síð­ustu viku séu til merkis um að það traust sé að dvína. Þar flugu egg, þannig að það væri í sjálfu sér athygl­is­vert ef traustsmælarnir mundu ekk­ert hreyfast.

Auglýsing

Alla­vega. Ef það fyrr­nefnda er rétt um Snorra Magn­ús­son — að hann tali almennt og yfir­leitt fyrir munn lög­reglu­þjón­anna sem hann er í for­svari fyrir — þá verð­skuldar lög­reglan ein­fald­lega ekki allt þetta traust. Vegna þess að ef maður ætlar að treysta fólki þá er ekki óeðli­legt að gera þá kröfu til þess að það hafi sæmi­lega óbrjál­aðar skoð­an­ir.

Því hefur ekki verið að heilsa í til­felli for­manns Lands­sam­bands lög­reglu­manna.

Þessi bekkur

Við getum byrjað í júlí árið 2013, þegar Snorri tók til máls í fréttum Stöðvar 2 um hand­töku á Lauga­vegi sem varð fræg að endem­um. Þar náð­ist á mynd­band þegar lög­reglu­maður rykkti í konu sem féll harka­lega með bakið á bekkj­ar­hand­rið. Snorri varði hand­tök­una með þeim rökum að hand­töku­að­ferðin væri bæði við­ur­kennd og norsk, og þess vegna hlyti þetta allt að hafa verið gert sam­kvæmt kóngs­ins og kúnst­ar­innar regl­u­m. 

Hann bætti svo við þessum gull­mola hér og setti í leið­inni nýtt við­mið í að kenna öðrum um: „Vissu­lega er það óheppi­legt að þessi bekkur skuli vera þarna á Lauga­veg­inum og fyrir það lítur atvikið verr út en ella.“

Ekki fer sögum af því hvort þessi óheppi­lega stað­setti bekkur hafi síðan feng­ist færður eða hvort hann hafi slasað fleiri veg­far­end­ur, en hitt liggur fyrir að Hæsti­réttur var ósam­mála Snorra um ágæti þess­ara norsku fang­bragða og dæmdi lög­reglu­mann­inn á mynd­band­inu í 30 daga skil­orðs­bundið fang­elsi.

Her?

Það var svo í októ­ber í fyrra sem lög­reglan varð skyndi­lega æst í að eign­ast nýjar vél­byss­ur, af því að eins og við vitum eykst öryggi og ekki síður örygg­is­til­finn­ing almennra borg­ara í réttu hlut­falli við fjölda skot­vopna í umferð. Snorri rök­studdi að mik­il­vægt væri að betrumbæta vopna­búr íslensku lög­regl­unnar meðal ann­ars með þessum orð­um: „Við verðum líka að horfa til þess að hér er hvorki her né þjóð­varð­ar­lið sem flest önnur ríki hafa yfir að ráða.“

Um þetta er það að segja að það er hrein sturlun að líta svo á að íslenska lög­reglan sé ein­hvers konar stað­geng­ill hers. Ef við vildum hafa her á Íslandi þá mundum við koma okkur upp her og þá gæti Björn Bjarna­son dáið sátt­ur. En við viljum ekki hafa her, teljum okkur ekki þurfa her — við erum flest býsna stolt af því að vera her­laus þjóð — og af því leiðir að við þurfum ekki heldur neitt til að hlaupa í skarðið fyrir her. Og guð forði okkur frá því við að lög­reglan fari að líta svo á að það sé hennar hlut­verk.

Ha?

Spólum nú áfram til síð­asta vors, þegar Snorri Magn­ús­son lét ein­hver van­stillt­ustu og rugl­uð­ustu ummæli síð­ari ára falla í við­tali á Útvarpi Sögu (hvar ann­ars stað­ar):

„Það er aga­leysi í þjóð­fé­lag­inu, algert aga­leysi og maður sér það bara í umferð­inni í og úr vinnu á hverjum degi það er bara ein­hvern veg­inn algjört aga­leysi á fólki, skiln­ings­leysi og virð­ing­ar­leysi fyrir náung­an­um.

Til þess að ráða í það úr hvaða jarð­vegi og hug­ar­á­standi svona skoðun sprettur þarf annað hvort ein­hvers konar yfir­skil­vit­legt inn­sæi eins og við þekkjum úr löggu­þáttum í sjón­varp­inu eða óhefð­bundnar rann­sókn­ar­að­ferðir á mörkum lag­anna, vegna þess að það blasir við öllu bæri­lega eðli­legu fólki sem býr og starfar í þessu þjóð­fé­lagi sem Snorri talar um að þetta er tómt bull. „Cr­azy talk“, eins og það heitir á ensku. Óráðs­hjal. Og ef þetta er við­horf sem við­gengst víðar innan lög­regl­unnar lög­regl­unni en innan í hausnum á for­mann­inum þá fyrst höfum við ástæðu til að fara að svitna köldu.

Upp­gjöf

Og nú síð­ast voru það hryðju­verkin í Par­ís. For­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna beið ekki boð­anna, einum og hálfum tíma eftir að fréttir bár­ust af ódæð­unum var hann búinn að skella skuld­inni á skort á landamæra­vörslu í Evr­ópu vegna Schen­gen-­sam­starfs­ins og umburð­ar­lyndi Evr­ópu allrar „gagn­vart inn­rás ósam­rým­an­legra sjón­ar­miða vest­rænna gilda lýð- og frjáls­ræð­is!!“

Látum vera að það er ekk­ert sem bendir til þess að Schen­gen-­sam­starfið hafi liðkað til fyrir hryðju­verka­mönn­unum í París — það er seinni hlut­inn sem er hroll­vekj­andi. Þar fetar Snorri sömu slóð og for­seti Íslands og for­sæt­is­ráð­herra (sem er efni í miklu fleiri og miklu lengri pist­la, en við byrjum smátt), að ýta undir ótta okkar við hið óþekkta, með mildi­legu tali í bland um að flestir flótta­menn og múslimar séu nú vænstu grey, til að skapa sér ásjónu yfir­veg­aða grein­and­ans. Með því upp­fylla þeir einu ósk hryðju­verka­mann­anna — ter­r­orist­anna, sem kall­ast það ein­göngu af því að meg­in­mark­mið þeirra er að skapa hræðslu, ótta — ter­ror — hjá sem flestum og sem lengst.

For­sæt­is­ráð­herra gaf því svo undir fót­inn að full­komna upp­gjöf­ina fyrir ter­r­orist­unum með því að veita lög­reglu betri „tæki og úrræði“ (les­ist: byssur og for­virkar rann­sókn­ar­heim­ild­ir) til að kljást við ógn­ina. Snorri gæti launað honum greið­ann með því að taka sæti á lista fram­sóknar í næstu kosn­ing­um, hann er víst nýbú­inn að segja sig úr Sjálf­stæð­is­flokknum

Ég ræð engu um það hvern lög­reglu­þjónar velja úr sínum röðum til að vera í for­svari fyrir sig og sína hags­muni — það er alfarið þeirra mál. En það hefur samt áhrif á mig, og núna er staðan sú að í annað hvert skipti sem Snorri Magn­ús­son tjáir sig þá minnkar traust mitt til lög­regl­unnar um sirka fimm pró­sentu­stig.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None