Innrás ósamrýmanlegra sjónarmiða

Auglýsing

Ókei, sleppum for­mál­an­um, vöðum bara beint í þetta.

Það er tvennt í stöð­unni: Annað hvort end­ur­speglar mál­flutn­ingur Snorra Magn­ús­son­ar, for­manns Lands­sam­bands lög­reglu­manna, ágæt­lega við­horf starfs­systk­ina hans, svona almennt og yfir­leitt, eða hann er vondur tals­maður fyrir stétt­ina sem hann til­heyr­ir. Það er eig­in­lega ekk­ert þarna á milli.

Það hefur marg­sýnt sig að Íslend­ingar treysta lög­regl­unni sinni vel — betur en flestum öðrum stofn­unum sam­fé­lags­ins ef það er eitt­hvað að marka kann­an­ir. Það á eftir að koma í ljós hvort mót­mæli við lög­reglu­stöð­ina í byrjun síð­ustu viku séu til merkis um að það traust sé að dvína. Þar flugu egg, þannig að það væri í sjálfu sér athygl­is­vert ef traustsmælarnir mundu ekk­ert hreyfast.

Auglýsing

Alla­vega. Ef það fyrr­nefnda er rétt um Snorra Magn­ús­son — að hann tali almennt og yfir­leitt fyrir munn lög­reglu­þjón­anna sem hann er í for­svari fyrir — þá verð­skuldar lög­reglan ein­fald­lega ekki allt þetta traust. Vegna þess að ef maður ætlar að treysta fólki þá er ekki óeðli­legt að gera þá kröfu til þess að það hafi sæmi­lega óbrjál­aðar skoð­an­ir.

Því hefur ekki verið að heilsa í til­felli for­manns Lands­sam­bands lög­reglu­manna.

Þessi bekkur

Við getum byrjað í júlí árið 2013, þegar Snorri tók til máls í fréttum Stöðvar 2 um hand­töku á Lauga­vegi sem varð fræg að endem­um. Þar náð­ist á mynd­band þegar lög­reglu­maður rykkti í konu sem féll harka­lega með bakið á bekkj­ar­hand­rið. Snorri varði hand­tök­una með þeim rökum að hand­töku­að­ferðin væri bæði við­ur­kennd og norsk, og þess vegna hlyti þetta allt að hafa verið gert sam­kvæmt kóngs­ins og kúnst­ar­innar regl­u­m. 

Hann bætti svo við þessum gull­mola hér og setti í leið­inni nýtt við­mið í að kenna öðrum um: „Vissu­lega er það óheppi­legt að þessi bekkur skuli vera þarna á Lauga­veg­inum og fyrir það lítur atvikið verr út en ella.“

Ekki fer sögum af því hvort þessi óheppi­lega stað­setti bekkur hafi síðan feng­ist færður eða hvort hann hafi slasað fleiri veg­far­end­ur, en hitt liggur fyrir að Hæsti­réttur var ósam­mála Snorra um ágæti þess­ara norsku fang­bragða og dæmdi lög­reglu­mann­inn á mynd­band­inu í 30 daga skil­orðs­bundið fang­elsi.

Her?

Það var svo í októ­ber í fyrra sem lög­reglan varð skyndi­lega æst í að eign­ast nýjar vél­byss­ur, af því að eins og við vitum eykst öryggi og ekki síður örygg­is­til­finn­ing almennra borg­ara í réttu hlut­falli við fjölda skot­vopna í umferð. Snorri rök­studdi að mik­il­vægt væri að betrumbæta vopna­búr íslensku lög­regl­unnar meðal ann­ars með þessum orð­um: „Við verðum líka að horfa til þess að hér er hvorki her né þjóð­varð­ar­lið sem flest önnur ríki hafa yfir að ráða.“

Um þetta er það að segja að það er hrein sturlun að líta svo á að íslenska lög­reglan sé ein­hvers konar stað­geng­ill hers. Ef við vildum hafa her á Íslandi þá mundum við koma okkur upp her og þá gæti Björn Bjarna­son dáið sátt­ur. En við viljum ekki hafa her, teljum okkur ekki þurfa her — við erum flest býsna stolt af því að vera her­laus þjóð — og af því leiðir að við þurfum ekki heldur neitt til að hlaupa í skarðið fyrir her. Og guð forði okkur frá því við að lög­reglan fari að líta svo á að það sé hennar hlut­verk.

Ha?

Spólum nú áfram til síð­asta vors, þegar Snorri Magn­ús­son lét ein­hver van­stillt­ustu og rugl­uð­ustu ummæli síð­ari ára falla í við­tali á Útvarpi Sögu (hvar ann­ars stað­ar):

„Það er aga­leysi í þjóð­fé­lag­inu, algert aga­leysi og maður sér það bara í umferð­inni í og úr vinnu á hverjum degi það er bara ein­hvern veg­inn algjört aga­leysi á fólki, skiln­ings­leysi og virð­ing­ar­leysi fyrir náung­an­um.

Til þess að ráða í það úr hvaða jarð­vegi og hug­ar­á­standi svona skoðun sprettur þarf annað hvort ein­hvers konar yfir­skil­vit­legt inn­sæi eins og við þekkjum úr löggu­þáttum í sjón­varp­inu eða óhefð­bundnar rann­sókn­ar­að­ferðir á mörkum lag­anna, vegna þess að það blasir við öllu bæri­lega eðli­legu fólki sem býr og starfar í þessu þjóð­fé­lagi sem Snorri talar um að þetta er tómt bull. „Cr­azy talk“, eins og það heitir á ensku. Óráðs­hjal. Og ef þetta er við­horf sem við­gengst víðar innan lög­regl­unnar lög­regl­unni en innan í hausnum á for­mann­inum þá fyrst höfum við ástæðu til að fara að svitna köldu.

Upp­gjöf

Og nú síð­ast voru það hryðju­verkin í Par­ís. For­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna beið ekki boð­anna, einum og hálfum tíma eftir að fréttir bár­ust af ódæð­unum var hann búinn að skella skuld­inni á skort á landamæra­vörslu í Evr­ópu vegna Schen­gen-­sam­starfs­ins og umburð­ar­lyndi Evr­ópu allrar „gagn­vart inn­rás ósam­rým­an­legra sjón­ar­miða vest­rænna gilda lýð- og frjáls­ræð­is!!“

Látum vera að það er ekk­ert sem bendir til þess að Schen­gen-­sam­starfið hafi liðkað til fyrir hryðju­verka­mönn­unum í París — það er seinni hlut­inn sem er hroll­vekj­andi. Þar fetar Snorri sömu slóð og for­seti Íslands og for­sæt­is­ráð­herra (sem er efni í miklu fleiri og miklu lengri pist­la, en við byrjum smátt), að ýta undir ótta okkar við hið óþekkta, með mildi­legu tali í bland um að flestir flótta­menn og múslimar séu nú vænstu grey, til að skapa sér ásjónu yfir­veg­aða grein­and­ans. Með því upp­fylla þeir einu ósk hryðju­verka­mann­anna — ter­r­orist­anna, sem kall­ast það ein­göngu af því að meg­in­mark­mið þeirra er að skapa hræðslu, ótta — ter­ror — hjá sem flestum og sem lengst.

For­sæt­is­ráð­herra gaf því svo undir fót­inn að full­komna upp­gjöf­ina fyrir ter­r­orist­unum með því að veita lög­reglu betri „tæki og úrræði“ (les­ist: byssur og for­virkar rann­sókn­ar­heim­ild­ir) til að kljást við ógn­ina. Snorri gæti launað honum greið­ann með því að taka sæti á lista fram­sóknar í næstu kosn­ing­um, hann er víst nýbú­inn að segja sig úr Sjálf­stæð­is­flokknum

Ég ræð engu um það hvern lög­reglu­þjónar velja úr sínum röðum til að vera í for­svari fyrir sig og sína hags­muni — það er alfarið þeirra mál. En það hefur samt áhrif á mig, og núna er staðan sú að í annað hvert skipti sem Snorri Magn­ús­son tjáir sig þá minnkar traust mitt til lög­regl­unnar um sirka fimm pró­sentu­stig.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None