Auglýsing

Fyrir nokkrum mán­uðum var ég einn af gestum í þætt­inum Lýð­veld­ið. Þetta var svona grín­skemmti­þáttur sem fjall­aði um til­huga­líf og ýmis­legt því tengdu. Þar var ég spurð út í hug­takið Fri­endzone - sem þýðir það þegar maður heldur að maður sé að reyna við ein­hvern geggjað mikið og svo kemur í ljós að við­kom­andi vill ekk­ert meira en kunn­ings- eða vin­skap.

Þetta á víst að vera aga­lega hræði­legt: Að við­reynslan hafi farið í vaskinn er ekki óska­staða, en að segja að mögu­leg vin­átta sé hroða­leg, það er full­langt geng­ið. Það er ekki vin­áttan sem er það vonda heldur höfn­un­in. Að gera hosur sínar grænar fyrir ein­hverjum getur endað með því að maður kom­ist á séns, eða ekki. Ótt­inn við höfnun gerir fyrsta skrefið erfitt. Hins vegar ef hlut­irnir ganga illa, hvort er þá betra að heyra „Vá, þú ert kríp, þú ert að mis­skilja öll okkar sam­skipti“ eða „Ég kann vel við þig, og ég hélt þú værir vinur minn?“

Ég var á Dunk­in’ Donuts um dag­inn (já dæmdu mig bara lufsan þín) og heyrði þar á tal tveggja mennta­skóla­pilta. Annar þeirra sagði farir sínar ekki slétt­ar. Hann hefði verið „beisikklí að hjúkra henni í gegnum þetta brei­köpp” og að svo þegar hann ætl­aði að „meikamúv“ þá hafi stúlkan fri­endsónað hann. Hann var brjál­að­ur. Því miður var ég með fullan munn­inn af kleinu­hring og ekki alveg búin að forma pæl­ing­una nógu vel til að hnippa í hann og segja að þó að ein­hver sé næs við ein­hvern þýðir ekki að við­kom­andi skuldi honum skot á móti, kyn­líf eða ást. Vissu­lega er hægt að leggja sig fram og reyna að heilla við­kom­andi, en í alvöru, við­kom­andi skuldar ást­fangna lúð­anum ekki rass­gat.

Auglýsing

Umræður pilt­anna sner­ust um að þetta væri svo týpískt, að næs­gæj­arnir væru alltaf vina­stimpl­aðir og að þeir ættu ekki séns því að þeir væru svo næs. Maður fær ekki neitt í stað­inn fyrir að vera næs, nema hlýtt í sitt eigið hjarta, ef maður er næs í alvör­unni.

Hið stór­kost­lega inter­net segir mér að til sé fullt af bókum sem fjalla um það hvernig maður geti kom­ist út úr fri­endzo­neinu og brotið þennan hræði­lega víta­hring sem snýst um það að vera sífellt að eign­ast vini í stað þess að fólk vilji sofa hjá þér. Mér dettur strax í hug ein­föld lausn. Hún er fólgin í hrein­skilni og að sleppa hálf­kveðnum vísum og vera óhræddur við að fá höfn­un. Ef þér finnst gjör­sam­lega ótækt að fólk sem passar saman í klof­inu séu vinir þá er nið­ur­staðan úr próf­inu þessi: Þú ert Harry í When Harry Met Sally. Til ham­ingju.

Ok. Ég nenni ekki að skrifa lengur svona opið um alls konar kyn og kyn­hneigð­ir. Þetta eru mest­megnis gagn­kyn­hneigðir karl­menn sem líta á vina­mengi þokka­fullrar konu sem ömur­legan stað að vera á í líf­inu.

Það er ekki smart að búa til sam­visku­bit hjá þeim sem hafna von­biðl­um. Eng­inn skuldar neinum til­finn­ing­ar. Það ein­fald­lega virkar ekki þannig. Mögu­lega er konseptið búið til til að milda höfn­un­ar­högg­ið, en það eina sem átti sér stað er að skot var ekki gagn­kvæmt. Hug­takið snýst um það að mann­gæskan ein skili fólki ást, virð­ingu, kyn­líf og allt sem hug­ur­inn girn­ist – en ef þú ert góður bara til þess eins að fá að ríða, þá bara sor­rí, býrðu ekki yfir mann­gæsku. Það er verið að þröngva fólki í að láta undan og gefa eft­ir, og ef það er ekki gert þá er hér eitt sam­fé­lags­lega við­ur­kennt sam­visku­bit handa þér góða mín, sem er algjör­lega búið að normalísera hjá stórum hópi fólks.  

Og hvort er verra? Að vera hafnað eða kom­ast að því að mann­eskja sem maður var far­inn að meta mik­ils, og vilja hafa í vina­hópnum sínum var bara að umgang­ast mann til að reetha (sagt með amer­ískum hreim)? Á sama tíma og við hvetjum hvort annað til að fá já og að sam­þykki sé sexí þá er þessi umræða um þetta vina­mengi út um allt. Ef þú segir að stelpa sé köld og ömur­leg því að hún opn­aði ekki á sér hjartað og klofið fyrir þér þegar þú varst að sýna vin­áttu og virð­ingu, þá ertu ein­fald­lega passí­vaggressívur sósíópati. Ef þér finnst mann­eskja skulda þér kyn­líf því þú ert svo frá­bær mann­eskja, þá ertu ömur­leg mann­eskja. Ekki frá­bær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None