Auglýsing

Ég hef aldrei litið á lík­ama minn sem must­eri. Lík­ami minn hefur alltaf verið meira eins og einn af þessum hálf­yf­ir­gefnu versl­un­ar­kjörnum í úthverf­un­um; Aust­ur­ver, Mjódd­in, Gríms­bær, Mið­bær við Háa­leit­is­braut. Lík­ami minn er eins og Eiðis­torg; bygg­ing sem varð til af metn­aði og von – var eitt sinn full af hlátri barna, en síðan þá hefur leik­fanga­versl­unin lok­að, hljóð­færa­versl­unin lok­að. Það er búið að steypa upp í gos­brunn­inn og í stað­inn fyrir sjopp­una er komin myrk has­s­pípu­versl­un. Eina sem stendur eftir er einn tragískur bar og rak­ara­stofan sem bíður þol­in­móð eftir því að síð­asti fastakúnn­inn lát­ist af nátt­úru­legum orsök­um.

Þrátt fyrir þetta er ég núna að reyna að berj­ast gegn flóð­inu með því að mæta í lík­ams­rækt nokkrum sinnum í viku. Ég fann nefni­lega nýtt pró­gramm og app sem segir mér nákvæm­lega hvaða lóðum ég á að lyfta, hversu þung þau eiga að vera og hversu oft. Þetta er auð­vitað ekki í fyrsta skipti sem ég geri þetta. Ég hef gengið í gegnum alls konar lyft­inga­prógrömm og matar­æði sem á að breyta lífi mínu. Ég hef borðað sex sinnum á dag, einu sinni á dag, annan hvern dag, ekki eftir klukkan sjö á kvöldin og ekki fyrir hádegi á dag­inn. Ég hef skorið burt kol­vetni, mjólk­ur­vör­ur, fitu, syk­ur. Labbað 10.000 skref á dag, hlaupið þrisvar í viku, æft hnefa­leika og Vík­inga­þrek. Allt hefur þetta breytt öllu, svona á meðan það varði.

Það sem ég þrái er að halda áfram að þróast, að standa ekki í stað. Ég er eilíft þyrstur í að breyt­ast. Erum við það ekki öll? Er það ekki ástæðan fyrir því að við skráum okkur á Cross­fit­nám­skeið eða í MBA-­nám? Lesum mat­ar- og lífstíls­blogg, reynum að rækta okkar eigin súr, rækta okkar eigin chil­i­plönt­ur? Reynum að læra að sauma út, prjóna, smíða sól­pall, tala frönsku, halda úti heim­il­is­bók­haldi í Excel? 

Auglýsing

Á sama hátt gerum við kröfu til umhverfis okkar að það standi ekki heldur í stað, að það haldi áfram að þró­ast og breyt­ast. Við viljum mis­læg gatna­mót, fleiri græn svæði, fleiri hjóla­stíga, breikkun á stofnæð­um, bland­aða byggð. Við viljum fleiri virkj­an­ir, færri virkj­an­ir, hálend­is­þjóð­garð, göng undir Vaðla­heiði. Við viljum ný stjórn­mál, nýja stjórn­ar­skrá, betri umræðu­hefð. Þorst­inn í eitt­hvað nýtt og breytt er óseðj­andi, enda­laus. Ný tón­list, nýjar kvik­mynd­ir, heilar sjón­varps­s­er­íur í einu. Allt ger­ist strax, maður veit allt strax. Þegar fréttir birt­ast á bleki í dag­blöðum gætu þær allt eins hafa gerst á ein­hverri ann­ari öld. 

Á sam­fé­lags­miðlum kepp­ast allir við að fram­leiða nýtt efni allan dag­inn; nýjar skoð­an­ir, nýja brand­ara. Það er svo mikið brand­ara­á­lag á Twitter að það er ómögu­legt að fram­leiða nýtt efni – ég er meira að segja byrj­aður að end­ur­vinna gamla brand­ara eftir sjálfan mig án þess að fatta það. Allt nýtt verður gam­alt verður nýtt. Meira að segja byrj­unin á þessum pistli er vísun í gamlan Face­book-sta­t­us. Einu sinni gat maður samið einn góðan brand­ara og það dugði manni út árið; sagt hann í jóla­boði, afmæl­is­veisl­um, partíum, heita pott­in­um, fyrsta stefnu­móti. Það var ekki fyrr en maður mætti í sama jóla­boðið að ári sem maður þurfti að semja nýtt efni. Allur fer­ill Pablo Francisco gekk út á að ferð­ast um heim­inn og vona að fólk væri ekki búið að heyra Little Tortilla Boy 100 sinn­um.

Þessi óseðj­andi þorsti í breyt­ingar end­ur­spegl­ast í síð­ustu kosn­ing­um. Við köllum eftir nýjum stjórn­mál­um. Ný stjórn­mál kalla á nýja stjórn­mála­flokka. Á end­anum eru tólf flokkar í fram­boði, sjö kom­ast á þing og núna þurfum við að púsla saman rík­is­stjórn ein­hverra þeirra. Aum­ingja Guðni Th. situr eins og kóf­sveittur Dr. Meng­ele á Bessa­stöðum og reynir að sauma saman handa­hófs­kennda lík­ams­parta til þess að búa til ein­hvers­konar skand­in­av­ískan vel­ferð­ar­rík­is­-­upp­vakn­ing.

Hvers vegna fá flokk­arnir í rík­is­stjórn­inni sem var felld í mót­mæla­hr­inu ennþá 40% atkvæða? Lík­lega því að við vilj­um, þegar allt kemur til alls, engar breyt­ing­ar. Að minnsta kosti ekki breyt­ingar sem eru sárs­auka­fullar eða kosta okkur eitt­hvað. Fjöl­menn­ing kostar, jafn­rétti kostar, jöfn­uður kost­ar. Það þarf alltaf ein­hver átök til að rétta af kerfi, hugsa suma hluta þess upp á nýtt. Af hverju að rugga bátnum þegar við (ver­andi ég sem hagn­ast á núver­andi kerfi) höfum það bara ágætt?

Þórður Snær varar í ágætum leið­ara við því að við séum enn að bíða eftir okkar eigin popúl­ísku brjál­æð­ing­um. Hvar er okkar Trump? Okkar Le Pen? Okkar Sví­þjóð­ar­demókrat­ar? Íslenska þjóð­fylk­ingin náði aldrei flugi þrátt fyrir vel heppn­aðan stofn­fund á Café Catal­inu. Það þýðir samt ekki að aft­ur­halds­söm ein­angr­un­ar­stefna hafi ekki náð fót­festu á Íslandi. Þvert á móti hafa kerf­is­varn­ar­flokk­arnir tveir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn, verið mjög klókir í að halda þeim úlfum hang­andi á sínum geir­vört­um. Í hvert skipti sem menn eins og Ásmundur Frið­riks­son segja eitt­hvað rasískt og klikkað er svarið að orð hans „sam­ræm­ist ekki stefnu flokks­ins“. Það er gott og bless­að, en þegar honum er laumað í 2. sætið á lista og beint inn á þing er það ann­ars kon­ar, lævís­ara sam­þykki. Auð­vitað eru ekki allir í þessum flokkum ras­istar, en á meðan orð­ræðan er látin við­gang­ast ger­ast þau sek um ras­isma af gáleysi.

Okkar eigin Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son skrif­aði pistil þar sem hann hamr­aði á því að stjórn­mála­menn verði að þora að „taka umræð­una“ um við­kvæm mál eins og inn­flytj­enda­mál. Það er vin­sæl mantra þeirra sem vilja ekki stað­hæfa rasíska hluti, en velta þeim svona aðeins fyrir sér. Smá racist-c­uri­ous .

Við erum hins vegar alltaf að taka þessa umræðu, við gerum fátt annað en að taka þessa umræðu. Það sem Sig­mundur meinar er að fólk verði að hlusta á hans ein­angr­un­ar­sinn­aða, hrædda og for­dóma­fulla arm umræð­unn­ar. Það sem hann meinar er að það sé ákveð­inn hópur sem ein­angrar umræð­una, kæfir niður skoð­ana­skipti með árásum og póli­tískri rétt­hugs­un, þessir móðg­un­ar­gjörnu ridd­arar rétt­hugs­un­ar.

En hversu langt á að láta sam­kennd fyrir hættu­legum skoð­unum ganga? Viljum við normalísera kyn­þátta­hyggju, ein­angr­un­ar­stefnu og mis­rétti í nafni virð­ingar fyrir umræð­unni?

Það er að vísu alveg rétt að við smættum enda­laust sam­talið niður í lélega fra­sa: Gnarristar, Sam­fóistar, Sjálf­græð­is­flokk­ur­inn, Sam­spill­ing­in, Sjálf­sókn, Freki kall­inn, Reiða fólk­ið, Góða fólk­ið. Við erum öll jafn­hör­undsár og móðg­un­ar­gjörn. Hinir móðg­un­ar­gjörnu móðga móðgar­ana með móðg­un­ar­girni sinni sem kallar fram enn meiri móðgun hinna móðg­uðu, allir skrifa tíst og Face­book­pósta og áfram keyrir þessi retóríska rún­klest, hring eftir hring eftir hring. Tjú tjú!

Það er vin­sæl grein­ing að við höfum öll fest okkur inn í okkar eigin berg­máls­klef­um. Á okkar eigin sam­fé­lags­miðla­streymum sjáum við bara fréttir sem styrkja okkar heims­mynd og skoð­anir sem við erum sam­mála frá fólki sem við höfum hand­valið í kringum okk­ur, að við séum orðin blind á hið víð­ara sam­fé­lag. Við fæð­umst samt inn í berg­máls­klefa. Fjöl­skyldan okkar er okkar fyrsti berg­máls­klefi, svo vin­irnir sem við veljum okk­ar, mennta­skól­inn sem við förum í, borðið sem við sitjum við, háskóla­námið sem við velj­um, vinnan sem við ráðum okkur í. Við erum alltaf að ein­angra okkur í okkar eigin litla horni. Ég held að átökin sem við finnum fyrir núna séu þvert á móti partur af hinu opna inter­neti. Allir þess­ari mis­mun­andi berg­máls­klefar að snert­ast eins og tveir naktir menn sem rekast óvart saman í sturtu­klef­anum í Vest­ur­bæj­ar­laug­inni. Fólk öskrar úr einum klef­anum yfir í ann­an.

Hver ber ábyrgð á umræð­unni? Í kjöl­far kosn­inga­sig­urs Trump er verið að lemja á fjöl­miðlum fyrir að ýta undir svokölluð post-truth stjórn­mál – umræðu handan sann­leik­ans. Geggj­aður frasi. Græðgi fjöl­miðla í að fram­leiða fyr­ir­sagnir á að hafa leyft fram­bjóð­anda eins og Trump að fara ítrekað með rangt mál. Hann fékk að smíða sinn eigin spé­spegil af raun­veru­leik­anum í friði. Einnig eru sam­fé­lags­miðlar eins og Face­book gagn­rýndir fyrir að rit­skoða ekki falskar, ósannar frétt­ir. Að frétta­veitur fólks hafi verið upp­fullar af upp­lognum frétt­um, að þær fái of mikið vægi í sam­an­burði við sann­leik­ann. En hversu miklu máli skiptir sann­leik­ur­inn fólk þegar allt kemur til alls? Þegar fólk deilir sjokker­andi fyr­ir­sögnum án þess að nenna að lesa frétt­ina eða sann­reyna inni­hald­ið. Hversu langt á umhverfið þá að ganga til þess að reyna að hafa vit fyrir þessu fólki? Á Mark Zucker­berg að senda öllu þessu fólki per­sónu­leg skila­boð þar sem hann reynir að útskýra fyrir þeim að orðið pizza í tölvu­póstum Hill­ary Clinton sé ekki barn­a­níð­inga­slang­ur, að bólu­setn­ingar hafi ekki gert Adolf Hitler ein­hverfan, að íslenska ríkið geti bæði tekið við flótta­mönnum og greitt út örorku­bæt­ur?

Það er gott að hafa skoð­an­ir, að láta mál­efni skipta sig máli. Það er gott að rök­ræða og ríf­ast, það er gott að reyna að taka þátt í því að móta sið­ferði og gildi sam­fé­lags­ins sem maður býr í. En við erum öll í sam­keppni um skoð­an­ir. Það er pressa á öllum að bregð­ast við öllu. Við virð­umst gleyma því að við erum öll orðin fjöl­mið­ill. Við berum ein­hverja smá ábyrgð á því sem við segjum og ger­um. Öll van­hugs­aða vit­leysan sem flæðir stans­laust í gegnum huga okkar allra er meit­luð í stein um leið og hún lendir á Face­book­veggnum okk­ar. 

Þegar við erum óum­flýj­an­lega búin að gjör­eyða hvert öðru í Trumpísku kjarn­orku­stríði á næstu átta árum og geim­ver­urnar koma loks­ins og róta í rústum sið­menn­ingar okkar og finna löngu nið­ur­graf­inn tölvu­þjón Google í Palo Alto, Kali­forníu verður það fyrsta sem þær finna langt rant sem þú skrif­aðir um að ein­hver rit­höf­undur hljóti að vera kyn­ferð­is­brota­maður því að hann skrifar svo ljótar bæk­ur. Þær munu hrista báða haus­ana sína og segja „Ég trúi ekki að hún sé lektor í upp­lýs­inga­tækni“ og fljúga svo á brott.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Musterishæðin, al-Haram al-Sharif, í Jerúsalem er einungis kölluð síðarnefnda nafninu í tillögu sem bíður afgreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Það segir utanríkisráðuneytið „óþarfa ögrun“.
„Óþarfa ögrun“ í orðalagi á meðal ástæðna fyrir því að Ísland sat hjá
Ísland ákvað að sitja hjá í nóvembermánuði þegar þingsályktunartillaga sem fól í sér beiðni um álit Alþjóðadómstólsins í Haag á hernámi Ísraels á palestínskum svæðum var samþykkt af 4. nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 6. desember 2022
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None