Auglýsing

Ham­ingja er fyndið fyr­ir­bæri. Þetta grund­vall­ar­at­riði okkar dag­lega lífs er mér sem hulin ráð­gáta. Ég hugsa rosa­lega mikið um ham­ingju. Ég vildi samt óska þess að ég eyddi meiri tíma í að vera ham­ingju­söm í stað­inn fyrir að hugsa bara um það stans­laust. Maður öðl­ast þekk­ingu um hlut­inn með því að fræð­ast um hann er það ekki? Þess vegna ætti ég að verða ham­ingju­sam­ari því meira sem ég velti ham­ingju fyrir mér. En ein­hvers staðar missti ég af skrefi, las leið­bein­ing­arnar vit­laust og setti HÄM­INGJA hill­una mína úr IKEA vit­laust sam­an. Ein­hvern tím­ann verður maður að hætta að sanka að sér upp­lýs­ingum og nota þær í eitt­hvað. Svo ég vitni laus­lega í upp­á­halds­bloggið mitt, Ner­dfit­ness, sem byggði eitt af sínum heil­ráðum á vitnun í ein­hvern South Park þátt:

  • Skref 1: safna nær­buxum
  • Skref 3: gróði
  • Skref 2: ???

Ef þú safnar bara enda­laust af upp­lýs­ingum (eða nær­bux­um) án þess að vita til hvers og ætl­ast svo til þess að græða á því muntu örugg­lega aldrei hætta að safna því þú veist ekki hvert næsta skref er. Nú sit ég á nær­buxna­haugnum mín­um: fjall af sjálfs­hjálp­ar­bók­um, kvíða­með­ferð­ar­lyfjum og brenndum banka­reikn­ing eftir ævin­týri mín á Costa Rica og er engu nær. Ég veit þannig séð alveg hvað ég á að gera, það er ekk­ert mál að greina vand­ann og búa til áætlun til að sigr­ast á hon­um. Vanda­málið felst í því að fram­kvæma. Mér líður bara miklu betur þegar ég safna bókum og sit í sápu­kúlu örygg­is­ins í stað­inn fyrir að nýta það sem ég hef lært. Í stað­inn fyrir að skrifa skáld­sögu les ég bara aðrar bækur um hvernig maður eigi að gera það. Í stað­inn fyrir að vera sjálf með uppi­stand horfi ég bara á Dylan Moran rústa til­veru minni með orða­forða­flóði og brönd­urum sem ættu helst heima í Comedy Hall of Fame ef slík stofnun væri til.

Nike negldi þetta með hinu heims­fræga slag­orði Just do it. Ein­falt og hnit­mið­að, eins og löðr­ungur frá járn­braut­ar­lest.
Við þekkjum öll setn­ing­una „Að vera, eða ekki ver­a...“, en hvað með „Að gera, eða ekki ger­a...“? Nike negldi þetta með hinu heims­fræga slag­orði Just do it. Ein­falt og hnit­mið­að, eins og löðr­ungur frá járn­braut­ar­lest. Ham­ingja fæst með því að fram­kvæma hlut­ina sem maður eyðir öllum sínum tíma og orku í að dagdreyma um. Nema hvað í dagdraumunum er maður alltaf bestur og flott­ast­ur, það fanta­serar eng­inn um að vera í öðru sæti er það?

Það eru tvö megin vanda­mál sem ég tel að standi í vegi mínum að ham­ingju. Í fyrsta lagi ein­blíni ég algjör­lega á hvern­ig-­part­inn af dæm­inu í stað­inn fyrir að ríða bara á vað­ið. Ég er mann­eskjan sem fer ekki í partý nema ég sé með bókað far heim. Allt mitt líf hafa seinni tíma vanda­mál verið leyst áður en þau eiga sér stað, bara til örygg­is. Þess vegna hef ég rann­sakað leiðir til þess að öðl­ast ham­ingju í mörg ár, minn eigin skortur á ham­ingju er ein af megin ástæð­unum fyrir því að ég fór í sál­fræði­nám til að byrja með (áfangar í töl­fræði leiða ekki til ham­ingju, svo mikið er víst).

Auglýsing

Meðal þess sem ég hef kom­ist að er að hægt er að auka ham­ingju með lík­ams­rækt, jákvæðri sjálfs­mynd, ást og vin­skap, hug­leiðslu, góðu matar­æði, skemmti­legum áhuga­mál­um, sköp­un­ar­gleði og mörgu fleiru. Í kjöl­farið skipu­lagði ég lífið mitt eins og það leggur sig, bjó til áætl­un, lita­kóð­aði vik­una mína, setti mér mark­mið og lof­aði að Á MORGUN skyldi ég sko hefja leit mína að ham­ingj­unni. Svo næsta dag leit ég á dag­skrána og ákvað að í stað­inn fyrir að læra frönsku frá 8.30 til 10, fara út og taka Iron Man og stunda svo yoga í hálf­tíma eftir það, og upp­götva hjólið fyrir kvöld­mat myndi ég bara horfa á Fri­ends og leggja mig til skipt­is. Á einum tíma­punkti var ég búin að lofa sjálfri mér að læra frönsku, læra að spila á raf­magns­gítar og píanó, þjálfa fyrir mara­þon, stunda sjálfs­varnar­í­þróttir og hip hop dans, vera í fullri vinnu, skrifa pistla og elda hollan mat á hverjum degi sam­tím­is. Svo fékk ég tauga­á­fall. Ég skal skrifa um það seinna.

Ham­ingja felst ekki í full­komn­un. Það er gaman að verða betri, vissu­lega. En til þess að verða betri í ein­hverju þarftu fyrst að hafa verið verri í því.
Sko. Maður þarf ekki að gera allt. Og maður þarf ekki að gera allt vel held­ur. Þú mátt gera fáa hluti. Og þú mátt gera þá illa. Þú mátt skrifa lélega pistla. Þú mátt hlaupa hægar en snig­ill fastur í hnetu­smjöri. Þú mátt læra á fiðlu – bara ekki gera það nálægt mér. Ham­ingja felst ekki í full­komn­un. Það er gaman að verða betri, vissu­lega. En til þess að verða betri í ein­hverju þarftu fyrst að hafa verið verri í því. Maður sér aldrei mynd­bönd á Youtube af fólki að vera allt í lagi í ein­hverju fagi, það er alltaf ein­hver þriggja ára stelpa að spila á trommur með tán­um, blindur hundur að mála með skott­inu eða eitt­hvað álíka. Ég held það sé ekki heil­brigt að bera sig saman við svo­leiðis undra­verk.

Í öðru lagi, og sem strokar eig­in­lega út mik­il­vægi alls sem ég er búin að skrifa hingað til, er að ham­ingja er ferða­lag en ekki áfanga­stað­ur. Já, ég veit, hversu ógeðs­lega ömur­leg klisja. En klisjur eru klisjur því boð­skapur þeirra kemur við sögu aftur og aft­ur. Ég hef alltaf ein­hvern veg­inn haldið að ef ég geri eitt­hvað muni ég verða ham­ingju­söm. Ef ég læri á píanó, þá verð ég ham­ingju­söm. Ef ég verð heims­meist­ari í pole fit­ness, þá verð ég ham­ingju­söm. Þá verð ég ham­ingju­söm. Áhersla mín er öll á því að verða ham­ingju­söm, í stað­inn fyrir ein­fald­lega að vera ham­ingju­söm. Eins og að þangað til að ham­ingj­unni séð náð neyð­ist ég til þess að vera grá og gugg­in. Eins og að ham­ingja sé allt eða ekk­ert, eins og ljós­arofi í heil­an­um, myrkur eða ljós.

Hvað er þá ham­ingja eig­in­lega? Ég veit það ekki enn­þá. Kannski bara lífið eins og það leggur sig, allir litlu hlut­irn­ir, harka af sér mis­tök og reyna að gera betur næst. Sofna sátt og vakna spennt. Hvernig maður áorkar því er svo undið okkur sjálfum kom­ið. Þegar kvíð­inn hellist yfir mig og mér finnst ég ekki hafa stjórn á neinu lengur safna ég bara fleiri nær­buxum þó svo ég viti ekki alveg hvað ég á að gera við þær, ég hlýt að finna út úr því ein­hvern tím­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði