Auglýsing

Í síðustu viku náði ég þeim merka áfanga að klára grunnnámskeið í Mjölni. Kickbox 101, tvær æfingar í viku í sex vikur. Og ég mætti á þær allar. Í kjölfarið splæsti ég í hina auðþekkjanlegu hettupeysu Mjölnis í verðlaun. Nú ert þú, kæri lesandi, mögulega að hugsa með þér: „So fokking what? Það er ekkert það merkilegt.“ Sem það er alveg pottþétt ekki fyrir sumum. En fyrir mér var þetta bara hellað Big Deal™. Sjáðu til, ég hef byrjað í Mjölni svona fjórum sinnum og þetta er í fyrsta skiptið sem ég hef klárað fjandans námskeiðið.

Það var ekkert massíft sem stoppaði mig í fyrri skiptin, ég fótbrotnaði ekki eða komst ekki á æfingar því ég var í tveimur vinnum. Ég var einfaldlega búin að sannfæra sjálfa mig um að þetta væri ekki fyrir mig, ég væri hreinlega ekki týpan til að æfa í Mjölni, ætti ekki skilið að vera þarna. Því allir í Mjölni eru kúl, og ég er það ekki. Allavega ekki nógu kúl til að mega vera í svona peysu.

Ég sé rök bæði með og á móti þessari trú minni. Hver sem er getur keypt sér hettupeysu í Mjölni. Þú getur labbað inn í Óðinsbúð í dag og gengið frá því. Eins og ég gerði þegar námskeiðið var hálfnað því ég sá fram á að þær yrðu búnar áður en ég myndi klára það. Þetta er sjúklega flott hettupeysa, og æðislega þægileg vegna þess að hún er búin til úr bómull og þrautsegju. En ég fór ekki í hana. Ekki fyrr en í fyrradag eftir síðustu æfinguna. Mér finnst nefnilega allt í lagi, og meira að segja bara frekar töff, að setja kröfur á hvað ég má og má ekki gera og hvort ég tilheyri ákveðnum hóp eða ekki. Það verður eitthvað að liggja baki þeirra merkimiða sem við notum til að lýsa okkur sjálfum. Ef ég væri ekki að æfa í Mjölni myndi mér finnast rosalega púkalegt að vera í þessari peysu. Þannig trikkið er að halda áfram að æfa til að viðhalda þessum rétti mínum til peysuklæða. Þú mátt ekki fá verðlaunin án þess að leggja á þig vinnuna, og þess vegna sökka þáttöku-medalíur svona svakalega.

Auglýsing

En að sjálfsögðu er hægt að fara yfir strikið með þetta eins og allt annað. Víðsvegar er hægt að finna sjálf-stimplaða áhugamálsmarkverði sem verja tíma sínum í að rakka annað fólk niður fyrir að vera „ekki nógu“ eitthvað til að vera með í klúbbnum. Á tímabili var t.d. mikil umfjöllun um hugtakið „fake gamer girls“. Stelpur sem sögðust fíla tölvuleiki en voru örugglega bara að gera það til að fá athygli frá gaurum. Eða fólk sem var að taka sín fyrstu skref í uppgötvun nýrra tónlistarstefna en fékk yfir sig skítkast fyrir að geta ekki talið upp öll útgefin albúm hljómsveitarinnar ásamt afmælisdegi systur frænda tengdamóður gæludýrs bassaleikarans. Það er alls ekki málið heldur.

Ég var einu sinni Team Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir. En ég get ekki sagst vera það lengur. Allavega ekki 100%. Öll börnin í bekknum eiga að fá boðskort í afmælið, en við erum ekki börn lengur. Við erum fullorðin og fullfær um að skilja að til að vera með í einhverju þurfum við að leggja eitthvað á okkur. Mismiklar kröfur eru sett á mismunandi áhugamál, og sum eru erfiðari en önnur. Það eru meiri líkamlegar kröfur settar á meðlimi keppenda í Módel Fitness en prjónaklúbbs Hafnarfjarðar, t.d. En sá sem prjónar á hverjum degi sinnir sínu áhugamáli betur en sá sem tekur þátt í Módel Fitness einungis í gegnum Pinterest síðuna sína, æfir varla og borðar djúpsteikta kjúklingavængi vafða inn í nutella-hjúpað beikon á hverjum degi. Myndi þannig manneskja geta með hreinni samvisku samsamað sig með Módel Fitness iðkendum? Og myndu þeir samþykkja hana?

Ég held að lykillinn að þessu sé að hætta að hugsa að allir séu memm, heldur miklu frekar að allir geti orðið memm. Þú mátt örugglega vera með í prjónaklúbbnum, ef þú ert reiðubúinn að læra að prjóna og mæta á svæðið reglulega með garnið og góða skapið. Þá held ég líka að það skipti engu máli hversu góður þú ert í prjóni, bara að þú takir þátt endurtekið. Hvor er meiri hlaupari? Sá sem fer út tvisvar yfir sumarið og tekur hálft maraþon bæði skiptin, eða sá sem hleypur einn og hálfan á hverjum degi óháð veðri? Kannski báðir? Skiptir það yfir höfuð máli?  

Ég held við höfum alveg gott af svona markvörðum af og til, bara skrúfa aðeins niður í taugaspennunni. Allir þeir sem ég lít upp til í Mjölni voru byrjendur einu sinni líka. Ástæðan fyrir því af hverju mér finnst þau vera svo miklar erkitýpur fyrir þetta íþróttafélag er að þau hafa æft statt og stöðugt svo árum skiptir, lagt blóð, svita og tár í sölurnar og geta því af hreinskilni og einlægni sagst vera iðkendur í Mjölni. Og hver sem er getur gert það. Eini munurinn á þér og fyrirmyndum þínum er tíminn sem þær verja í áhugamálin sín. Brúaðu bilið. Vertu memm, mættu og gerðu þitt besta. Kauptu svo hettupeysuna þegar þér finnst þú eiga hana skilið. Það er kúl.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiKjaftæði