Flóttamannapólitík - nýrrar hugsunar er þörf!

Auglýsing

Í lok sum­ars sprakk út á Ísland­i, einsog í Evr­ópu all­ri, mikil umræða um mál­efni flótta­fólks og í fyrsta sinn ­síðan í lok seinni heims­styrj­aldar hyllti undir að stjórn­kerfi Evr­ópu, ­sam­eig­in­legt og ein­stök, myndi hefja sig upp úr póli­tík­inni sem alla tíð hef­ur ­stýrt því hvernig álfan tekst á við mál­efni flótta­manna, með litlum árangri. Í sumar og haust virt­ist Evr­ópa ætla að snúa sér að verk­efn­inu með mannúð og ­mann­rétt­inda­hug­sjón­ina að leið­ar­ljósi, deila ábyrgð og raun­veru­lega gera eitt­hvað sem gæti skipt sköp­um.  Snúa fók­u­snum við og vinna að mál­efn­um flótta­manna á for­sendum mann­úð­ar, ekki alfarið á pólítskum for­send­um.

Eftir því sem líður á haustið verð­ur­ þó - því miður - æ ljós­ara að af því verður ekki og enn sem fyrr reynir hver og einn að ýta frá sér ábyrgð – ota verk­efn­inu að þeim sem ekki á ann­arra kosta völ en að takast á við það, þó bjarg­irnar séu litlar  til að búa flótta­mönnum mann­sæm­andi aðstæð­ur­. ­Á­ætlað er að 95% sýr­lenskra flótta­manna dvelji í löndum sem eiga landa­mæri að ­Sýr­landi. Ástandið þar versnar dag frá degi og þess vegna leggja æ fleiri í hættu­legt ferða­lag, eftir krók­stigum smygl­hringja, í von um líf í Evr­ópu. Í Evr­ópu dvelja flestir flótta­menn í Þýska­landi og Sví­þjóð en önnur lönd reyna því miður að veru­legu leyti að firra sig ábyrgð og nýta alþjóða­samn­inga, m.a. Dyfl­in­ar­reglu­gerð­ina, til þess að kom­ast hjá því að axla sinn skerf af ábyrgð­inni

Á meðan Evr­ópa tekst á um hvort fólk ­megi koma og hvert það eigi þá að fara  deyr þetta fólk úr vos­búð og örvænt­ingu í svo stórum stíl að það er næstum hætt að snerta okk­ur, og já, því miður hafa margir sem áður upp­lifðu van­mátt og reið­i ­yfir ástand­inu misst áhug­ann á hvernig þetta fer allt sam­an. Það breytir eng­u hvort eð er! Við búum við þann lúxus að geta misst áhug­anna á flótta­manna­verk­efn­inu. Öskrað okkur hás þangað til við getum ekki meir – og ­snúa okkur þá að ein­hverju öðru. Það geta þær sex­tíu millj­ónir manna sem eru á flótta eða ver­gangi hins vegar ekki – fyrir þeim snýst þetta um líf og dauða. Og eftir því sem liður á vet­ur­inn minnka líkur þeirra sem eru veik­byggð­astir til­ að lifa af.

Auglýsing

Kalda­stríðið og Stríðið gegn hryðju­verkum

Þegar flótta­manna­verk­efnið kom­st ­fyrst ræki­lega á dag­skrá í Evr­ópu í lok seinni heims­styrj­aldar sner­ist það ­fyrst í stað um að aðstoða flótta­menn sem voru á ver­gangi í áfl­unni við að snú­a heim. Og flestir komust heim til sín, einsog alla flótta­menn dreymir um. En fljót­lega kom í ljós að sumir gátu  ekki snúið heim. Þetta átti einkum við um ein­stak­linga frá fyrrum Sov­ét­ríkj­un­um, ­á­ætlað er að um hálf milljón manna hafi verið í þess­ari stöðu þegar kom fram ­yfir 1950. Ástæðan var sú að þeir höfðu talað gegn stjórn­völdum í heima­ríki í stríð­inu og heima biði þeirra að lik­indum fang­elsun eða eitt­hvað þaðan af verra. Öryggi þeirra heima var ekki tryggt. Hér má því segja að hafi ver­ið komnir yrstu hæl­is­leit­end­urnir – ein­stak­lingar sem gátu ekki snúið heim vegna hættu á ofsóknum af hálfu stjórn­valda í heima­ríki. Til að vernda þessa ein­stak­linga fóru Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar, með sig­ur­veg­ar­ana í broddi fylk­ing­ar, að ­búa til reglu­verk og byggja upp póli­tík til verndar þeim og hægt og bít­and­i varð flótta­manna­verk­efnið að mik­il­vægu trompi í Kalda­stríð­inu sem var í hraðri ­upp­sigl­ingu. Það þjón­aði hags­munum þeirra sem stóðu uppi sem sig­ur­veg­arar eft­ir ­seinni heims­styrj­öld og mál­stað þeirra.

Framan af gekk þetta býsna vel, hæl­is­leit­endur og flótta­menn voru sam­kvæmt skil­grein­ingu vinir Vest­ur­landa, oft lista­menn og hugs­uðir frá fyrrum Sov­ét­ríkj­unum sem voru aufúsu­gestir og vel­komin við­bót við mann­lífið í Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um. En smátt og smátt færðust átaklínur í heim­inum til, Ísra­lesríki var stofnað 1948, Kórestríðið hófst 1951 svo eitt­hvað sé eitt­hvað sé nefnt, og fók­us­inn færð­ist til.

Kalda­stríð­inu lauk end­an­lega með­ ­falli Berlín­ar­múrs­ins árið 1989 og ekki leið nema rúmur ára­tugur þar til við vorum komin í nýtt hug­mynda­fræði­legt stríð: stríð ­gegn hryðju­verkum. Á sama tíma fjölg­aði hæl­is­leit­end­umí Evr­ópu, ekki síst frá Mið Aust­ur­löndum og Asíu. Póli­tíkin sem orðið hafði til í kringum flótta­manna verk­efnið átti æ verr við, það þjón­aði ekki lengur póli­tískum hags­munum Evr­ópu að tala máli flótta­manna. Enda koma þeir nú í auknum mæli úr röðum „´ó­vin­ar­ins“ og fjölg­aði frá því sem áður hafði ver­ið.

Ótt­inn leiðir til átaka

Um leið og álagið jókst og hæl­is­leit­endur komu lengra að fóru efa­semdir að vaxa um að þeir ein­stak­ling­ar ­sem til Evr­ópu leit­uðu í von um alþjóð­lega vernd ættu rétt­mætt til­kall til­ ­stöðu flótta­manns í skiln­ingi flótta­manna­samn­ings­ins. Við­horf til hæl­is­leit­enda og flótta­manna breytt­ust mjög í kjöl­far­ið. Hæl­is­leit­end­ur, sem áður vor­u ­gjarnan taldir lista­menn og álitnir full­trúar tján­inga­frelsis og ann­arra ­mann­rétt­inda, voru nú taldir spuna­meist­arar og lygarar sem voru komnir í þeim er­indum að nýta sér kerfi Evr­ópu til að búa sér betra líf á fölskum for­send­um. Og ógna til­veru okkar um leið. Þrátt fyrir að Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uð­u ­þjóð­anna, Rauði kross­inn og fleiri málsvarar flótta­manna og hæl­is­leit­enda hafi ­talað máli þeirra og beitt sér fyrir mann­úð­legri stefnu­mótun og með­ferð kom allt fyrir ekki. Vest­ur­lönd brugð­ust almennt við þessu breytta lands­lagi í flótta­manna­málum með því að efla landamæra­gæslu og semja sífellt strang­ara ­reglu­verk um komu flótta­manna og inn­flytj­enda utan Evr­ópu. Og ótt­inn magn­að­ist. ­Sam­hliða mögn­uð­ust auð­vitað átök innan sam­fé­laga í Evr­ópu um mál­efni útlend­inga ­með þeim afleið­ingum að mál­efni flótta­manna og inn­flytj­enda þok­uð­ust æ ofar á dag­skrá stjórn­mála í álf­unni og átök um mál­efnið almennt færð­ust í auk­ana. Af­leið­ing­arnar þekkjum við.

Árið 1999, tíu árum eftir lok ­Kalda­stríðs­ins, var farið að leggja lín­urnar fyrir sam­eig­in­lega stefnu Evr­ópu í mál­efnum hæl­is­leit­enda og flótta­manna. Um leið hófst upp­bygg­ing þess sem kall­að hefur verið víg­girð­ing álf­unn­ar.  Þá varð ­miklum mun erf­ið­ara fyrir fólk á flótta undan átökum eða ofsóknum að kom­ast lög­lega til Evr­ópu og fleiri leit­uðu á náðir smygl­hringja og komu ólög­lega. Um ­leið voru hæl­is­leit­endur stimpl­aðir sem lög­brjótar og glæpa­hyski, já og stund­um hrein­lega hryðju­verka­menn, sem brut­ust óvel­komnir og ólög­lega til Evr­ópu. Eft­ir árásir Al Kaída á skot­mörk í Banda­ríkj­unum urðu þessar raddir enn hávær­ari og enn erf­ið­ara fyrir flótta­menn og hæl­is­leit­endur að kom­ast til Evr­ópu og njóta þar alþjóð­legrar vernd­ar. En fólk hættir ekki að reyna.

Allt árið 2015 höfum við fylgst ­með því í fréttum hvernig hverjum ofhlöðnum bátnum á fætur öðrum hvolfir og flótta­fólk, börn (allt of mörg börn) og full­orðnri drukkna í von­inni um betra líf.  Framan af óx umræðan eftir því sem fleiri drukkn­uðu í hafi  en nú virð­is­t hún vera að hjaðna og fjara út  á ný, ­falla í sama far­veg og hún hefur verið síð­ast­liðin rúm sex­tíu ár; flótta­mannapóli­tíkin er að ná yfir­hönd­inni en hinni sið­ferði­legu kröfu um að ­bjarga og virða manns­líf og axla ábyrgð er aftur ýtt út úr umræð­ur­amm­an­um. Og ótt­inn stýrir umræð­unni enn sem fyrr.

Öfug­snúin umræða

Í takt við þá þróun sem rakin er hér að framan hefur umræðan um mál­efni flótta­manna því breyst. Á með­an flótta­menn voru „vin­ir“ okkar sner­ist verk­efnið um að vernda og tryggja örygg­i ­fyrir fólk á flótta en á síð­ustu fimmtán árum eða svo hefur áherslan snúsit al­veg við og nú er iðu­lega rætt um hvernig megi vernda Evr­ópu og vest­ur­lönd al­mennt gegn hæl­is­leit­endum og flótta­mönn­um..

Þó ólög­legt sé að koma til Evr­ópu heldur örvænt­ing­ar­fullt fólk áfram að finna smugur í veikri von um að geta átt þol­an­legt líf og  byggt sér mann­eskju­lega til­veru. Flótta­fólk dreymir fyrst og fremst um öryggi fyrir börnin sín, áætl­að er að um helm­ingur Sýr­lenskra flótta­manna svo dæmi sé tek­ið, sé undir 18 ára aldri. Sá sem hefur engu að tapa leggur allt í söl­urnar og þess vegna blómstra ólög­legir fólks­flutn­ingar um hættu­lega krók­stigu smygl­hringja og glæpaklík­a. Þetta hefur enn veikt stöðu flótta­fólks og sumir kom­ast aldrei úr ánauð smygl­hringj­anna sem krefj­ast him­in­hárra greiðslna fyrir að koma fólki yfir­ Mið­jarð­ar­hafið eða eftir öðrum leiðum til Evr­ópu, Ástr­al­íu, Kanada og ­Banda­ríkj­anna.

Sam­fara þess­ari þróun hef­ur orð­spor flótta­fólks því beðið hnekki og við­horf okkar mót­ast af því. Hin sið­ferði­lega krafa um mann­helgi og mann­virð­ingu sem algild mann­rétt­indi hvíla á og upp­haf­lega var látið í veðri vaka að væru und­ir­staða flótta­manna­samn­ings­ins, hefur gleymst í umræð­unni sem undan farin ár hefur í æ rík­ari mæli snú­ist um ­glæpi og illan ásetn­ing hæl­is­leit­enda, yfir­gang flótta­manna og þörf­ina til þess að vernda íbúa og lönd Evr­ópu gegn þeim.

Gömlu við­miðin gefa kol­ranga nið­ur­stöðu

Svona var staðan þegar verk­efn­ið ­sem við stöndum frammi fyrir nú sprakk framan í okk­ur. Og því miður eru fáar vís­bend­ingar um að það breyt­ist nema við gerum eitt­hvað rót­tækt í mál­inu. Þetta er marg­slungið verk­efni og það þarf sam­hent átak, óbilandi mann­úð­ar­hug­sjón, stað­fest­u, ­traust og úthald til að vinna á því. Og það krefst sam­vinnu okkar allra.

Í lok sept­em­ber kom út eftir mig og félaga minn, Ibra­hem Far­ja, sem kom til Íslands sem hæl­is­leit­andi frá Líb­íu ­sum­arið 2002, bókin Undir fíkju­tré – saga af trú, von og kær­leika. Þar er líf og saga Ibra­hems sett í sam­hengi við ­at­burði í heims­sög­unni, meðal ann­ars flótta­mannapóli­tík­ina sem hér hefur ver­ið lýst og stríðið gegn hryðju­verk­um, til að varpa ljósi á hvernig fólk sem ­neyð­ist til að flýja allt sem því er kært er einsog strengja­brúður í valda­tafli ­stjórn­mál­anna og átaka sem þeir hafa ekk­ert með að ger­a.  Hvernig flótta­fólk er ein­fald­lega að leita að tæki­færi til lífs – en ekki mögu­leika til að gera „okk­ur“ eitt­hvað til miska. Og hvernig það neyð­ist til að fórna öllu til að leita þessa tæki­færis – sem er ó­víst að finn­ist.

Eina leiðin til að vinna á vanda flótta­manna er að hlusta á raddir þeirra og per­sónu­legar sögur sem fær­ir á­hersl­una af póli­tík – sem leggur stór­ar, almennar og merk­ing­ar­lausar línur – og öðl­ast þannig raun­veru­legan skiln­ing á þeim harm­leik sem líf hvers einasta flótta­manns er. Gömlu við­miðin gefa okkur nefni­lega kol­ranga nið­ur­stöðu um eðli flótta­manna­verk­efn­is­ins og mögu­lega lausn á því. Það skiptir máli að segja – og ­lesa sögu ein­stak­linga einsog Ibra­hems Faraj. Þess vegna skrif­uðum við Ibra­hem þessa sögu – og biðjum ykkur að kynna ykkur hana og öðl­ast þannig inn­sýn og skiln­ing sem svo margt getur oltið á.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None