Ekki vorkunn þótt þeir þurfi að fara eftir reglum

olafur_13.jpg
Auglýsing
Ingi­björg Krist­jáns­dótt­ir, eig­in­kona Ólafs Ólafs­sonar athafna­manns og fanga á Kvía­bryggju, er einn þeirra aðstand­enda dæmdra út­rás­ar­vík­inga sem hafa haft sig í frammi í kjöl­far dóma. Á föstu­dag­inn skrif­aði hún harð­orða grein í Frétta­blaðið þar sem hún sakar Pál Win­kel for­stjóra Fang­els­is­mála­stofn­unar um mann­rétt­inda­brot og lyg­ar. Á­stæðan fyrir skrif­unum er sú stað­reynd að eig­in­maður hennar og nokkrir aðrir fangar fengu ekki að stunda verk­legt nám í hesta­mennsku utan veggja fang­els­is­ins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Páll er sak­aður um að brjóta á mann­rétt­indum þess­ara sömu manna, en í vor sak­aði Gestur Jóns­son, verj­andi Sig­urðar Ein­ars­son­ar, hann um að brjóta á mann­rétt­indum Sig­urðar vegna þess að hann gæti ekki fylgst með rétt­ar­höldum yfir sér nema vera fluttur í Hegn­ing­ar­húsið við Skóla­vörðu­stíg. Hreiðar Már Sig­urðs­son kvart­aði einnig undan því að fá ekki að keyra milli Kvía­bryggju og Reykja­víkur á meðan á rétt­ar­höldum yfir honum stæð­i. Páll svar­aði í báðum til­vikum fullum hálsi og hefur tekið fram að það sama þurfi yfir alla að ganga, það sé ekki hægt að kaupa sér betri þjón­ustu í fang­elsum lands­ins. Hann hefur einnig greint frá því að þessi litli hópur fanga noti almanna­tengsla­fyr­ir­tæki til að hafa sam­band við hann og aðra. Eitt af því sem Ingi­björg sagði í grein sinni var að fang­arnir ættu sér fáa málsvara í „þjóð­fé­lagi hat­urs og hefnigirni“ og þeim væri einnig óheim­ilt að tjá sig í fjöl­miðl­um. Fang­arnir sem um ræðir hafa sam­t að­gang að pen­ing­um, almanna­tengsla­fyr­ir­tækjum og fjöl­miðlum - eiga fjöl­skyldu og vini sem skrifa greinar og halda stuðn­ings­fundi fyrir þá. Þeir eiga sér því marg­falt fleiri málsvara en hinn venju­legi fangi á Íslandi. Og þeim er engin vor­kunn í því að þurfa að fara eftir sömu reglum og hin­ir. Það er hvorki hatur né hefnigirni fólgin í því. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None