Nei þýðir nei, nauðgun er glæpur – eða hvað?

domstolar
Auglýsing

Þýðir nei nei?

Fyrir síðustu helgi féll sýknudómur í nauðgunarmáli fyrir fjölskipuðum héraðsdómi Suðurlands þar sem ekki taldist hægt að sanna það afdráttarlaust að um ásetningsbrot væri að ræða. Ekki eru orð stúlkunnar um að hún hafi sagt nei dregin í efa en þar sem hún var samþykk kossum og keleríi áður en að nei-inu kom var álitið sem svo að drengurinn hafi mátt ætla að hún væri einnig samþykk kynmökum þar sem typpi fer inn í leggöng. Í þessu tilviki sagði dómurinn að nei þýddi ekki nei og því væri enginn glæpur heldur bara eitthvað tilfallandi gáleysisbrot.

Dómurinn virðist halda því fram að ef þú nauðgar óvart að þá eigir þú ekki skilið refsingu jafnvel þrátt fyrir að brotaþolinn hljóti áfallaröskun að launum. Í fréttum af málinu er tekið fram að í Noregi sé hægt að refsa mönnum fyrir kynferðisbrot af gáleysi og margir hafa lagt til að slíkt ákvæði verði tekið upp hér á landi . Í athugasemdum sem fylgdu frumvarpi að lögum nr. 61/​2007 er áréttað að skv. 18. gr. almennra hegningarlaga sé ásetningur ótvírætt saknæmisskilyrði nauðgunarbrots og sérstaklega tekið fram að ásetningur þurfi að eiga við um alla þætti verknaðarins eins og honum er lýst í 194. gr. laganna, þ.e. bæði til verknaðaraðferðar og kynmakanna svo ekki er mjög langt síðan löggjafarvaldið tók ákvörðun um að ásetningur þyrfti alltaf að vera til staðar. 

Verulega slæmt er að það að segja nei dugi ekki til þess að sakfella geranda fyrir nauðgun og tel ég þennan dóm gerendavænan og bera merki um þolandaskömm sem er að mínu mati algjör hneysa.

Auglýsing

Er hægt að nauðga maka sínum?

Í dómnum segir enn fremur:

„Dómurinn mat að vegna aðstæðna í málinu, náinna kynferðisleg samskipti þeirra í milli með samþykki stúlkunnar á undan, sé uppi slíkur vafi í málinu um að maðurinn hafi af ásetningi framið það brot sem honum sé gefið að sök.“

Hér þurfum við að fá frekari útskýringar. Er dómurinn að halda því fram að fólk megi aldrei hafa haft kynferðisleg samskipti með samþykki áður en að nei-i komi? Ef fólk hefur einu sinni haft kynferðisleg samskipti með samþykki, að þá gefi það frá sér allan rétt á að hafna kynferðislegum samskiptum það sem eftir er? Ef sú er raunin er dómurinn að halda því fram að ekki sé hægt að nauðga maka sínum því makinn eigi alltaf rétt á kynlífi jafnvel þó að hinn aðilinn segi nei og vilji þetta ekki?

Ég get þá líklega þakkað fyrir að mitt mál var fellt niður og fór aldrei fyrir dóm því sú staðreynd að ég hafi með vilja margsinnis sofið hjá mínum geranda, sem ég var þá gift, myndi skv. þessu hafa alvarleg áhrif á trúverðugleika minn og sú staðreynd að ég bláedrú barðist um, grátandi og vælandi um að ég vildi þetta ekki og hann ætti að hætta svona meðan ég reyndi eins og ég gat að halda iðandi, vakandi barninu svo það dytti ekki úr rúminu, skipti bara ekki einasta máli í þessu samhengi.

Fáðu já

Þrátt fyrir allan áróðurinn og boðskapinn sem síðustu kynslóðir hafa fengið um gildi nei-sins þegar kemur að kynferðisbrotum virðast dómstólar leggja annan skilning í það en hinn almenni borgari. Væri því ágætt fyrir okkur að fá hnitmiðuð dæmi um hvenær nei þýðir nei, hvenær nei þýðir já og allt þar á milli. Í millitíðinni segi ég: fáðu já og minni á leið á undirskriftarlista vegna nýrra laga um heimilisofbeldi sem hægt er að nálgast hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None