Litlu hlutirnir eru stóru hlutirnir

Auglýsing

Ég er áhuga­maður um lýð­heilsu en eng­inn sér­fræð­ing­ur. Lýð­heilsa er stórt hug­tak, en sá angi þess sem ég hef mestan áhuga á er ein­hvers ­konar blanda af heim­speki og mark­mið­inu um bættan hag lífs­ins gangs. Hvernig megi gera lífið bæri­legra, svona til ein­föld­un­ar.

Almanna­hagur og ­sér­tæk atriði

Það getur oft verið snúið að ætla sér að vinna að hags­mun­um allra, og um leið að ná sátt um mark­mið og fórnir sér­tækra atriða. Mér finn­st ­sér­fræð­ingar á sviði lýð­heilsu oft tala fyrir daufum eyr­um, þeg­ar ­stjórn­mála­stéttin er ann­ars veg­ar, en lík­lega er kom­inn tími á að almenn­ing­ur velti lýð­heilsu­m­álum meira fyrir sér, og þá í víðu sam­hengi út frá því hvað hver og einn gert lagt af mörk­um.

Aðkallandi vandi

Heil­brigðir lifn­að­ar­hættir eru orðnir að ein­u ­mik­il­væg­asta ein­staka mál­efni sam­tím­ans, og skiptir þá engu hvort horft sé yfir­ ­stjórn­málsviðið eða önnur svið. Lífstíls­breyt­ing fjöld­ans er aðkallandi til að ­sporna gegn meng­un, vax­andi kostn­aði sem fylgir auknum lífaldri og ósjálf­bærri efn­hags­þró­un. Með­al­lífslíkur í heim­inum eru nú um 71 ár (82 ár á Ísland­i), og hefur ald­ur­inn hækkað um meira en tíu ár á rúm­um t­veim­ur ára­tug­um. Þetta þýðir auk­inn kostn­aður við heil­brigð­is­þjón­ustu, og þrýstir á um breyttar lífs­venj­ur, ekki síst á Vest­ur­lönd­um.

Auglýsing

Bein­harðir pen­ingar

Nær­tækt er að horfa til Evr­ópu og Banda­ríkj­anna, en þar hafa opin­berar skuldir vaxið gríð­ar­lega hratt á und­an­förnum árum, og það má segja um skuld­bind­ingar seðla­bank­anna. Opin­berar skuldir í Banda­ríkj­unum sem hlut­fall af árlegri lands­fram­leiðslu eru um 75 pró­sent, en í Evr­ópu eru þær rúm­lega 92 pró­sent, þegar með­al­talið er skoð­að. Þetta eykur á vand­ann sem snýr að lýð­heilsu þjóða og gerir verk­efnin meira aðkallandi. Hið venju­bundna líf fólks í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum er ósjálf­bært, þegar staðan er greind út frá hag­fræði­legum sjón­ar­hóli og þrún rekstrar hina sam­eig­in­legu sjóða. Þessu mót­mælir eng­inn, en menn greinir á um hversu alvar­legt þetta sé. 

Þegar allt kemur til alls eru það skatt­greið­endur fram­tíð­ar­inn­ar ­sem munu borga skuld­irnar til baka, og það er ærið verk­efn­i. Að­eins með stór­kost­lega miklu hag­ræði, minnk­andi sóun og beinum sparn­aði verð­ur­ hægt að takast á við þennan mikla upp­safn­aða vanda. Þar bein­ist kast­ljósið ekki síst að litlu hlut­un­um.

Borg­ar­sam­fé­lögin vaxa

Borg­ar­sam­fé­lög eru áhrifa­mest í þessu til­liti. Þar er flest ­fólk og hag­kvæmar og umhverf­is­vænar lausnir á dag­legum við­fangs­efn­um, eins og hvernig fólk eigi að koma sér milli staða, flokka rusl, nýta mat og haga vinn­u sinni, munu skipta sköp­um. Mikil fram­þróun hefur átt sér stað, en það þarf að ­ganga miklu lengra. Árið 2030 er gert ráð fyrir að 70 pró­sent af íbúum jarð­ar­ verði í borg­ar­sam­fé­lög­um, og því munu ýmsar aðgerðir sem gera lífið þar heilsu­sam­legra skipta sköp­um.

Guð­mundur Krist­jáns­son, fram­kvæmda­stjóri Borg­ar­brags, fjall­aði ítar­lega um þessi mál, einkum álita­mál er varða sam­göng­ur, á vef sínum á dög­un­um, og þar má sjá að við erum á réttri leið, hvað Reykja­vík­ur­borg varð­ar, en það er langt í land enn.

Höf­uð­borg­ar­svæðið er það svæði á Íslandi, þar sem ­meg­in­þung­inn í ætti að vera, enda býr þar 70 pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Fólk taki málin í sínar hendur

Fyrr á árinu var ég á fundi Lands­virkj­unar um lofts­lags­mál, þar sem dr. Hall­dór Björns­son, hjá Veð­ur­stofu Íslands, var á meðal þeirra sem ­flutti erindi. Margt af því sem hann sýndi, meðal ann­ars efna- og eðl­is­fræði­legar rök­semdir sem sanna að mengun af manna­völdum er að skaða jörð­ina og loft­hjúp­inn, var slá­andi. En aðspurður um hvað væri áhrifa­mest að ­gera, sagði hann að fólk gæti breytt miklu sjálft. Litlu hlut­irnir eru í stóru hlut­irn­ir. Hann reyndi að gera þetta sjálf­ur.

Ef fólk setur sér mark­mið um að menga minna, t.d. með því að labba eða hjóla meira, á kostnað bíl­ferða, þá stuðlar það að betri lýð­heilsu fjöld­ans í leið­inni. Það sama má segja um flokkun á rusli, betri nýt­ingu á mat­vælum og orku.

Hér eru engar töfra­lausnir til, en tími sóunnar ætti að ver­a lið­inn. Fólk ræður þessu sjálft, og það á ekki endi­lega að taka við ­leið­bein­ingum frá stjórn­mála­mönnum í þessum efn­um, ef það truflar ein­hvern. 

Heil­brigð skyn­semi seg­ir ­manni, að heil­brigðir lifn­að­ar­hætt­ir, til dæmis reglu­leg hreyf­ing og að eyða ekki um efni fram – sóa ekki – er afar brýnt mál­efni. Sögu­leg sátt á svið­i ­stjórn­mál­anna, um aðgerðir í lofts­lags­mál­um, eins og náð­ist í París á dög­unum, er ekki eins áhrifa­mikil og lífstíls­breyt­ing almenn­ings til hins betra. 

Þar ­leggja ein­stak­lingar sitt af mörk­um, án þess að vera með skrif­lega samn­ingar á borð­inu, og ef það gera það nógu margir þá upp­sker ­fjöld­inn ríku­lega með bættri heilsu. Margt smátt gerir eitt stórt á við í þessu, eins og mörgu öðru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None