Sérhagsmunir alþjóðafyrirtækja og almannahagsmunir

landsvirkjun
Auglýsing

Sam­tök iðn­að­ar­ins birtu á vef sam­tak­anna, 18. des­em­ber síð­ast­lið­inn, umfjöllun þar sem fjallað er sér­stak­lega um mik­il­vægi þess að treysta starf­semi sem fellur undir stór­iðju­hug­takið marg­um­rædda. 

Við­bragð við samn­inga­við­ræðum

Greini­legt er á þessum texta sem birt­ist á vefn­um, að Sam­tök iðn­að­ar­ins eru að bregð­ast umræðu sem nú er í gangi, vegna samn­inga­við­ræðna sem Lands­virkjun stendur í gagn­vart Cent­ury Alu­m­inum, móð­ur­fé­lagi Norð­ur­áls. Þeir samn­ingar verða end­ur­nýj­aðir árið 2019, og er Lands­virkjun nú að freista þess að fá hærra verð fyrir raf­ork­una sem seld er til álvers­ins á Grund­ar­tanga, á meðan Norð­urál vill borga eins lágt og það mögu­lega get­ur. Eðli­lega er tek­ist á um þessi mál, þó það nú væri.

Á vef Sam­taka iðn­að­ar­ins, sem eru regn­hlíf­ar­sam­tök 1.200 fyr­ir­tækja hér á landi, er vitnað í orð Almars Guð­munds­sonar fram­kvæmda­stjóra. Orð­rétt seg­ir:

Auglýsing

„Hvað raf­orku­málin varðar hefur Lands­virkjun sagt að mark­mið fyr­ir­tæk­is­ins sé að bjóða ávallt sam­keppn­is­hæf kjör á raf­orku miðað við raf­orku­mark­aði í Evr­ópu með lang­tíma­samn­ing­um, hag­stæðu verði og miklu afhend­ingar­ör­yggi. Enn­fremur segja stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins að samn­ingar í dag þurfi að end­ur­spegla það umhverfi sem er í dag en ekki eins og það var fyrir 20 árum.

Á árunum 2011-2012 þegar Lands­virkjun mark­aði núver­andi verð­stefnu voru algeng verð á erlendum mörk­uðum um 50-60 doll­arar á mega­vatt­stund. Lands­virkjun stað­setti sig vel undir þessum mörkum til að vera sam­keppn­is­hæf. Í dag er staðan sú að verð Lands­virkj­unar virð­ast vera óbreytt á meðan verð erlendis eru allt að 50% lægri en þá, þvert á fyrri spár [...] Við höfum einmitt bent á að það verði að horfa til alþjóð­legra raf­orku­mark­aða og sam­keppn­is­hæfni okkar í verðum út frá stöð­unni í dag. Raf­orku­verð í Evr­ópu og víð­ast hvar í heim­inum eru mjög lág um þessar mundir og fátt sem bendir til að þau hækki í bráð. Þau sjón­ar­mið sem réðu ríkjum þegar verð­stefna Lands­virkj­unar var mótuð fyrir 3-4 árum virð­ast ekki eiga við núna. Við erum enn­fremur að glíma við einn hæsta flutn­ings­kostnað á raf­orku í heim­inum og að óbreyttu mun hann hækka veru­lega[...]Allir hafa hag að því að rekstur Lands­virkj­unar gangi vel og að arð­semi fyr­ir­tæk­is­ins sé góð. En á sama tíma fram­leiðir fyr­ir­tækið um 70% af allri raf­orku í land­inu – orku sem er lífæð fjöl­breytts iðn­aðar og skapar miklar beinar og óbeinar tekj­ur. Það leggur ríkar skyldur á herðar fyr­ir­tæk­is­ins. Undir er sam­keppn­is­hæfni orku­nýt­ingar á Íslandi og þá verðum við að líta til þess hvernig orka er verð­lögð í sam­keppn­is­löndum okk­ar.“

Svo mörg voru þau orð, í þess­ari umfjöll­un. Það er í sjálfu sér ekki óeðli­legt að Sam­tök iðn­að­ar­ins blandi sér í þessa umræðu, en það er í mörg horn að líta.

Með þess­ari afstöðu sem þarna birt­ist eru Sam­tök iðn­að­ar­ins að marka sér stöðu sem sam­tök stór­fyr­ir­tækj­anna Rio Tin­to, Alcoa og Cent­ury Alu­m­inum, sem reka álver hér á land­i. 

Hærra verð

Íslenskur almenn­ingur á Lands­virkj­un, og hefur mik­inn hag að því að fá sem mest fyrir raf­ork­una sem seld er til álveranna, og von­andi tekst Lands­virkjun að fá hátt verð fyrir raf­ork­una, til langrar fram­tíð­ar. Álverin þrjú nýta um 80 pró­sent raf­orkunnar í land­inu svo það eru miklir hags­munir í húfi. Lands­virkjun á vita­skuld að hugsa um að fá sem hæst verð, á sama tíma og það verður að hugsa um að hafa við­skipta­vini sem eru til­búnir að borga upp­sett verð fyrir raf­ork­una. Þetta seinna atriði er mik­il­vægt, enda hefur staða mála breyst frá því samið var við álfyr­ir­tækin í fyrstu, því nú eru fleiri mögu­leikar í boði fyrir selj­and­ann, Lands­virkj­un.

Hafa sloppið við hafta­bú­skap­inn

Þessi stór­fyr­ir­tæki, sem glíma nú við nið­ur­sveiflu í áliðn­aði í heim­in­um, hafa verið með betri varnir gagn­vart stöðu mála á Íslandi und­an­farin ár heldur en nær öll aðild­ar­fyr­ir­tæki Sam­taka iðn­að­ar­ins. Þau hafa komið tugum millj­arða úr landi á ári, þrátt fyrir fjár­magns­höft frá árinu 2008, meðal ann­ars á grund­velli sér­stakra íviln­anna sem eru samn­ings­bundn­ar, og síðan mik­illi skuld­setn­ingu dótt­ur­fé­laga á Íslandi gagn­var móð­ur­fé­lög­um. Það er sann­gjarnt að spyrja að því, hvort þetta sé eðli­legt.

Á meðan hefur fólk þurft að sýna far­seðla og upp­lifað skömmt­un­ar­kerfi með gjald­eyri. Fyr­ir­tæki, mörg innan Sam­taka iðn­að­ar­ins, hafa átt í stök­ustu vand­ræðum með að halda uppi starf­semi vegna haft­anna, og gríð­ar­lega umfangs­mikil vinna hefur farið í það árum sam­an, að reyna að brjót­ast undan mestu hafta­hengj­unni sem hangið hefur yfir hag­kerf­inu frá falli bank­anna og hruni gjald­mið­ils­ins. Þetta hefur kostað blóð, svita og tár, auk þess sem stjórn­mála­menn hafa þurft að beita öllum ráðum til þess sætta ólík sjón­ar­mið og vinna að far­sælli lausn með sér­fræð­ing­um. Eins og alkunna er þá tókst þetta, og er það ein­stak­lega jákvætt fyrir almenn­ing á Íslandi. Það verður mikið gleði­efni þegar höftum verður aflétt, þó lík­lega hverfi þau aldrei alveg.

Þessi stóru alþjóð­legu álfyr­ir­tæki hafa sloppið við að glíma við það sem minni fyr­ir­tæki og almenn­ingur hafa þurft að glíma við. 

Síðan kom geng­is­fall krón­unnar sér einkar vel fyrir starf­semi þeirra hér á landi, þar sem launa­kostn­aður mældur í erlendri mynt lækk­aði mik­ið. 

Það er því ekki hægt að segja að álfyr­ir­tækin hafi fengið slæma með­ferð hjá stjórn­völdum hér á landi á und­an­förnum árum, síður en svo.

Stóra myndin og almanna­hags­munir

Þó mikið sé und­ir, þegar kemur að því að semja um verð á raf­orku, við álver­in, þá er mik­il­vægt að málin séu skoðuð vel. Þegar samið er til ára­tuga, þá er ekki verið að semja um stöðu mála í dag, og einmitt þess vegna þarf að horfa fram­hjá tíma­bundnum nið­ur­sveiflum og reyna að sjá stóru mynd­ina, og hvaða stöðu hún sýn­ir. Þar eru óvissu­ský, en á sama tíma reynir á kænsku og úthald þeirra sem eru að semja. Þeir mega ekki láta kvart og kvein yfir leið­indum dags­ins í dag, hafa áhrif á samn­inga sem eiga að mynda grunn að við­skipta­sam­bandi til ára­tuga.

Hvers vegna ætli Lands­virkjun vilji fá hærra verð? Það er vænt­an­lega vegna þess að það er mikil eft­ir­spurn eftir raf­orku fyr­ir­tæk­is­ins. Til dæmis hefur komið fram að Bretar eru til­búnir að kaupa raf­orku hér á marg­falt hærra verði en álver­in, og tengja Bret­land og Ísland með sæstreng. Sam­kvæmt raun­hæfum útreikn­ing­um, sem Lands­virkjun hefur sjálf kynnt og fleiri sér­fræð­ingar sömu­leið­is, þá gæti hreinn hagn­aður verið nærri 100 millj­örðum á ári vegna þeirra við­skipta. Það mætti gera ýmis­legt fyrir þá fjár­muni, almenn­ingi til heilla og kom­andi kyn­slóð­u­m. 

Nú þegar hafa Norð­menn markað sér fram­tíð­ar­stefnu í raf­orku­mál­um, sem miðar að því að sala á raf­orku um sæstrengi verði á ein­ungis tíu árum, jafn vega­mikil stoð í orku­stefnu Nor­egs og olíu­geir­inn. Þeir hafa þegar hrint þessu í fram­kvæmd, þvert á póli­tískar víga­línur og hags­muni í atvinnu­líf­inu. Þeir eru búnir að þessu, og farnir að vinna.

Norð­menn hafa þegar samið við Breta um lagn­ingu 750 kíló­metra sæstrengs, og eru með nokkra sæstrengi til við­bótar á teikni­borð­inu.

Þetta er ein­ungis nefnt hér sem dæmi um það, hvaða val­kostir eru á borði Lands­virkj­unar og hvaða hags­muni fyr­ir­tækið þarf að vega og meta í sínum við­ræðum við álfyr­ir­tæk­in. Og síðan hvernig aðrar þjóðar eru þegar farnar að sjá þessa stóru mynd sem orku­geir­inn til­heyr­ir.

Stóra sam­hengið

Sam­tök iðn­að­ar­ins mættu alveg huga að þessum atriðum í stærra sam­hengi en því sem hverf­ist utan um hags­muni Rio Tin­to, Cent­ury Alu­m­inum og Alcoa, og fyr­ir­tækja sem eiga mikið undir starf­semi þeirra á Ísland­i. 

Þetta eru ríkir hags­mun­ir, vissu­lega, en til fram­tíðar litið þá blikkna þeir í sam­an­burði við almanna­hags­mun­ina sem ábyrg nálgun í raf­orku­sölu til fram­tíðar litið felur í sér. Von­andi hafa Sam­tök iðn­að­ar­ins jafn mik­inn áhuga á þeim hags­mun­um.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None