Er Íbúðalánasjóður samfélagsbanki?

ils.jpg
Auglýsing

Nokkur umræða hefur farið fram í þjóð­fé­lag­inu á und­an­förn­um miss­erum um fram­tíð­ar­skipan banka­mála á Íslandi.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hefur talað fyrir því að efla hluta­bréfa­markað með því að gefa hverjum Íslend­ingi hluta­bréf í þeim ­bönkum sem verða í eigu rík­is­ins eftir að slitabú gömlu bank­anna hafa ver­ið ­gerð upp. Frosti Sig­ur­jóns­son þing­maður hefur aftur á móti haft þær hug­mynd­ir að gera Lands­banka Íslands að sam­fé­lags­banka.

Póli­tískir and­stæð­ingar Frosta hafa reynt að gera lítið úr hug­myndum um að gera Lands­banka Íslands að sam­fé­lags­banka.

Auglýsing

Þeir hafa tjáð tjáð sig um hug­mynd­ina um sam­fé­lags­banka þannig að eftir var tek­ið. 

Fá­fræði þeirra og lít­ill skiln­ingur á sam­fé­lags­legri ábyrgð banka­starf­sem­i kemur á óvart því allir gegna þeir störfum sem halda mætti að krefð­ust þess að þeir hefðu meiri skiln­ing á við­skiptum en þeir verða upp­vísir af.

En skoðum ummæli nokkra þeirra:

Stein­þór Páls­son banka­stjóri Lands­banka Íslands reið á vað­ið þegar hann var gestur í morg­un­þætti á RÁS 2 28. sept­em­ber sl. og vitnum nú beint í Sten­dór:

„…….. að rík­ið væri að beyta sér svona. Þetta getur verið var­huga­vert út frá svona jöfn­uð­i, ­bank­inn er 98% í eigu rík­is­ins þar er 240  millj. eigið fé og þar er verið að segja að hluti þjóð­ar­innar sem val­ið hefur að vera í sam­skiptum við Lands­bank­ann fengi að njóta ríku­lega og óvíst hvernig afgang­ur­inn af þjó­inni fengi arð að því, það má búast við að eigið fé bank­ans muni rýrna, að minnsta kost­i að sölu­virð­i.“ 

Og Stein­þór hélt áfram að fjalla um sam­fé­lags­banka;

 „………hættan væri sú að svona banki mundi lenda í erf­ið­leikum og ef þú átt mikið sparifé í banka þá mund­iru vilja fara þar sem þú ert með þitt fé öruggt……“.

En brand­ar­inn er ekki alveg búinn, því enn hélt Stein­þór á­fram;

 „  banki að mínu mati þarf að vera sjálf­bær, hann þarf að geta staðið á eigin fót­u­m ­gegnum þykkt og þunnt, í gegnum kreppur án þess að þurfa að leita til rík­is­ins sem aðal­eig­anda og biðja um aukið fé,..     …..þannig að ég held að þurfi að vera sjálf­bærni í þessu eins og öllu í okkar atvinnu­lífi.

Lík­ast til er Stein­þór Páls­son fæddur í gær og hefur aldrei frétt af hruni einka­bank­anna á Íslandi árið 2008 og hvernig ríkið varð að hlaupa undir bagga til að end­ur­reisa þá í sömu mynd, dýru verði.

Greini­legt er að Sjálf­stæð­is­menn, eru skít­hræddir við hug­mynd­ina um sam­fé­lags­banka. Ég alla­vega tvisvar heyrt Bjarni Bene­dikts­son spyrj­a í opin­berri umræðu; „hvernig fór fyr­ir­ ­í­búða­lána­sjóði“ og full­yrðir síðan að sú reynsla sem Íslend­ingar hafa af þeim sam­fé­lags­banka, þar sem ríkið þurfti að dæla inn 90 millj­örðum til að ­bjarga honum frá gjald­þroti sýni svart á hvítu að hug­myndin um sam­fé­lags­banka er óráð.

En auð­vitað veit vel gef­inn maður sem er víð­lesin og reynd­ur í bussiness að Íbúða­lána­sjóður er ekki sam­fé­lags­banki, en það þjónar vel hans einka­vina­væð­ingar hug­mynd­um,að ljúga því til, og láta svo spör­göngu­menn­ina, end­ur­taka lýg­ins.  Þekkt trix ­Sjálf­stæð­is­manna í opin­berri umræðu.

Alla­vega eru for­ingja­hollu Sjálf­stæð­is­menn­irn­ir, Óli Björn Kára­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, from­aður þing­flokks þeirra Sjálf­stæð­is­manna, sam­visku­söm um að end­ur­taka lýg­ina úr for­manninnum Bjarna Bene­dikts­syni hvenar sem tæki­færi gef­ast. Til­gang­ur­inn helgar með­al­ið.

En hvað er sam­fé­lags­banki.  Í stuttu máli;

Arð­ur­inn af banka­starf­semi er óþarfa kostn­aður fyr­ir­ raun­hag­kerfið en með sam­fé­lags­banka er hægt að leið­rétta þennan óþarfa kostn­að. ­Sam­fé­lags­banki starfar á við­skipta­banka­sviði, tekur við inn­lánum og lánar til­ ein­stak­linga, fyr­ir­tækja og verk­efna sem hafa sam­fé­lags­lega skýr­skot­un.  Sam­fé­lags­banki skilar arð­sem­inni þannig aft­ur til þeirra sem borga fyrir þjón­ust­una. Sam­fé­lags­banki eykur almenna hag­sæld því arð­ur­inn fer til almenn­ings, en ekki til einka­að­ila.

Bak­hjarl sam­fé­lag­banka er rík­is­valdið eða sveit­ar­fé­lag sem eig­andi bank­ans og hef­ur alla sína við­skipta­banka­starf­semi í þessum banka.

Það tók einka­banka­stefn­una 7 ár um síð­ustu alda­mót að kom Ís­lend­ingum í þrot. Að gefa einka­að­ilum leyfi til að „­prenta pen­inga“ með því að lána eigið fé sitt út allt að 10 sinnum og milli­færa þannig eigið fé lán­þega til lána­drottna er ein helsta ástæða fyr­ir­ hnign­andi vel­ferð almenn­ings. Þeir ríku kepp­ast síðan við að koma „ráns­fengn­um“ til aflandseyja eins og Tor­tola eða Cayman eyja.

Sam­fé­lags­banki er mikið eitur í huga þeirra sem vilja grilla í friði á kvöld­in.

Þess vegna kemur afstaða Sten­dórs Páls­son­ar, banka­stjóra Lands­banka Íslands, Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra, Ragn­hild­ar­ ­Rík­harðs­dótt­ur, þing­flokks­for­manns og Óla Björns Kára­son­ar, rit­stjóra á skipu­lagi banka­starf­semi á Íslandi, ekki mikið á óvart.

En þeim mun mik­il­væg­ara er að almenn­ingur vakni og láti ekki annað banka­hrun yfir sig ganga án þess að taka á mót.

Sig­urður Har­alds­son, raf­virkja­meist­ari,

Vara­for­maður Dög­un­ar, stjórn­mála­sam­taka um rétt­læti, sann­girni og lýð­ræði.


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None