Hversu sjúkt væri það?

Auglýsing

Ég var tíu ára þegar Valur mætti Ben­fica á Laug­ar­dals­velli. Ég hafði ekki snef­il af fót­bolta­á­huga og reyndar höfðu bolta­leikir brotið mig niður af því að ég var alltaf kosin síð­ust í lið­in. Samt ákvað ég að nota sparifé mitt til að kaupa miða á leik­inn og svo sat þessi stelpa, alein í fjöld­an­um, og horfði á fótafima karla í leik sem hún skildi ekki. Mér fannst þetta bara of merki­legur við­burð­ur­ til að láta hann fram­hjá mér fara.

Ég var fjórtán ára þegar Fischer mætti Spassky í Laug­ar­dals­höll. Þótt ég kynn­i varla mann­gang­inn fylgd­ist ég með ein­vígi þeirra í návígi. Mér fannst ég ekki ­mega missa af því að dvelja undir sama þaki og þessi heilafimu stór­menni þótt ég skildi hvorki leik­reglur skák­ar­innar né hinna kald­stríð­andi stór­velda sem að ­skák­mönn­unum stóðu.

Frá­ ­barn­æsku hef ég gert mér far um að sækja list­við­burði. Það hef ég hins veg­ar ekki gert vegna þess að mér finn­ist við­burð­irnir svo merki­legir heldur af því að frá unga aldri hef ég skil­ið  ­leik­reglur list­ar­inn­ar. Lista­verk tala til mín og við mig og ein­hverra hluta vegna hef ég alltaf skynjað alla þá vinnu sem liggur að baki list­inn­i. ­Sem barn hitti ég aldrei á bolt­ann og tefldi ævin­lega af mér en ég naut nokk­urrar virð­ingar fyrir að vera drátt­hög, rit­fær og mús­ík­ölsk. Við erum svo mis­jöfn, mann­fólk­ið, og bætum hvert annað upp. Bless­un­ar­lega.

Auglýsing

Þjóð með sjálf­mynd og fram­tíð

Mér­ skilst að helsta ástæða vel­gengni okkar Íslend­inga í bolta­í­þróttum sé sú að við ­byggjum á breidd­inni. Hin ýmsu lands­lið okkar jafn­ast á við lands­lið fjöl­menn­ra ­þjóða af því að við höfum skapað þennan breiða grunn bolta­stelpna og stráka, þennan botngróður sem skýlir hágróðr­in­um. Allt þetta afreks­bolta­fólk sem við dáum af verð­leikum er svona leikið með bolt­ann af því að stór hluti Íslend­inga hefur fengið tæki­færi til að æfa bolta­í­þrótt­ir. Og ég trúi því að nú á dögum sé passað upp á að eng­inn sé alltaf val­inn síð­ast­ur!

Ég horfi enn á mik­il­væg­ustu leik­ina þótt ég skilji ekki leik­regl­urnar full­kom­lega. ­Stundum hneyksl­ast ég á körlunum í FIFA, stundum óskap­ast ég yfir sam­fé­lags­lega ­dýrum íþrótta­meiðslum og stundum fussa ég og sveia yfir fullum bullum sem ­fylgja bolt­an­um. En ég hef aldrei séð eftir krónu af því skattfé sem rennur til­ ­í­þrótta. Fólk þarf ekki bara brauð, við þurfum leika eins og Forn­grikkir bent­u á. Íþróttir eru eitt af því sem skapa jákvæða sjálf­mynd þjóða. Ef við sem þjóð ættum ekki hluti til að ríf­ast um og sam­ein­ast um, elska að hata og hata að elska, þá værum við þjóð án sjálfs­mynd­ar. Við litum í speg­il­inn og sæj­u­m ekk­ert. Hversu sjúkt væri það?

Íþrótt­ir eru salt lífs­ins - líkt og list­irn­ar. Snorri og Lax­ness hefðu ekki orðið fræg ­nöfn nema vegna almenns bók­mennta­á­huga þjóð­ar­innar og Björk og allir nýju heims­frægu lista­menn­irnir okkar njóta þess hve margir eru hér að skálda og ­skapa, læra á hljóð­færi og syngja í kór, dansa tangó og fremja gjörn­inga. Ég hef aldrei séð eftir eyri af þeim skatt­pen­ingum sem renna til lista. Oft hef ég ekki skilið lista­verk, fund­ist þau ljót eða hugsað að sjálf hefði ég gert þau öðru­vísi. En list sem ég skil ekki sýnir mér fjöl­breyti­leika sam­ferða­fólks míns og neyðir mig til að líta í eigin barm.

Björn Th. Björns­son, sem kenndi mér lista­sögu í gamla Mynd­lista- og hand­íða­skól­an­um, ­sagði eitt­hvað á þá leið að lífið væri ver­undin en listin verð­und­in. List­in bendir okkur á það sem koma skal, hún er á undan sinni sam­tíð og hefur því alltaf vakið hneyksl­an. Án listar værum við þjóð án fram­tíð­ar. Hversu sjúkt væri það?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None