Hjálp! Það eru apakettir á internetinu!

Auglýsing

Í mann­eskjum býr ótrú­legur kraftur fram­fara, þró­unar og þekk­ing­ar, en lík­a hálf­gerðir apa­k­ettir sem taka órök­réttar ákvarð­anir og nýta fram­fara­skref í heimsku­legum og jafn­vel vondum til­gangi. Ver­andi svona breysk og ófull­kom­in, ­með til­heyr­andi stríðum og styrj­öld­um, höfum við komið á lagg­irn­ar ­sam­eig­in­legri hags­muna­gæslu á grund­velli rík­is­fangs og þrí­skipts rík­is­valds. ­Fyr­ir­komu­lagið og fólkið þróast, en stundum ekki alveg í takt við þróun á ýmsum­ sviðum sam­fé­lags­ins, eins og tækni og vís­ind­um. Reglu­lega verða svo bylt­ing­ar, ­stjórn­mála­legar eins og sú franska sem form­gerði mann­rétt­indin og tækni­leg­ar eins og inter­netið og ver­ald­ar­vef­ur­inn sem færðu okk­ur, kisu­víd­eó, kommenta­kerfi og ýmis­legt fleira.

Inter­netið færði okkur hins vegar ekki hefnd­arklám. Það að birta kyn­ferð­is­legt efni af ein­stak­lingum án sam­þykkis þeirra í hefnd­ar-, hrelli- og eða hagn­að­ar­skyni er mun eldra en inter­net­ið. Tækni- og inter­net­væð­ing heims­ins opn­aði hins vegar fyrir aðgengi, hraða og umfang sem nýt­ist til fjöl­margra ­góðra hluta, en líka slæmra eins og birt­ingar hefnd­arkláms. Af þeim litlu ­rann­sóknir sem liggja fyrir um umfang hefnd­arkláms á net­inu geta þessir eig­in­leik­ar ­nets­ins valdið meiri­háttar tjóni fyrir fyrir þá sem verða fyrir hefnd­arklám­i. ­Dæmin sýna að afleið­ing­arnar geta verið allt frá því að valda dep­urð til þess að þolendur svipti sig lífi. Það er þess vegna ekki und­ar­legt að kallað hafi verið eftir aðkomu rík­is­valds­ins til þess að koma í veg fyrir slíkar hörm­ung­ar.

Þar verður til ákveðið flækju­stig vegna for­sögu nets­ins. Net­ið, tækni­leg­ar eig­in­leikar og inn­viðir þess þró­að­ist án mik­illa afskipta ríkja, þó að æv­in­týrið hafi framan af fyrst og fremst verið fjár­magnað með almanna­fé. Þrátt ­fyrir að sum ríki væru hálf­gerðir stofn­fjár­festar nets­ins urðu álita­efni um lög­sögu­reglur og vald­heim­ilir ríkja á net­inu ekki áleitnar fyrr en eftir að einka­tölvan og aðgangur að ver­ald­ar­vefnum varð hluti af dag­legu líf­i al­menn­ings. Netið lýtur í reynd ekki sömu landa­mærum og ríki eins og flestir aðr­ir inn­viðir gera hins veg­ar. Lög­sögu­reglur nútím­ans byggja í grunn­inn á eldri heims­mynd og því að um sé að ræða hluti eða mann­eskjur í efn­is­legum skiln­ing­i. ­Fiskur sem syndir útúr lög­sögu eða hlutur fluttur á milli landa. 

Auglýsing

Þegar kemur að ­net­inu hefur þetta reynst erf­ið­ara, sér­stak­lega þegar kemur að við­kvæm­um ­mála­flokkum á borð við hefnd­arklám. Ríki hafa vand­ræð­ast minna þeg­ar hags­mun­irnir eru við­skipta­legs eðl­is. Alþjóð­legur við­skipta­réttur á rætur sín­ar að rekja til mið­alda, en sam­fé­lögum heims­ins hefur tek­ist að nútíma­væða ­regl­urnar og kom­ast að sam­komu­lagi um fyr­ir­komu­lag á við­skipt­um, rétt­ar­úr­ræð­i og fulln­ustu skuld­bind­inga raf­rænna við­skipta í gegnum netið þvert á landa­mæri og lög­sögu ríkja. Svip­aða sögu er að segja um vernd hug­verka. Ábyrgð þeirra sem ­deila höf­und­ar­rétt­ar­vörðu efni og ekki síður þeirra sem eru milli­liðir í slíkri dreif­ingu hefur verið skýr í lög­gjöf beggja vegna Atl­ans­hafs­ins í röskan ára­tug. Á grund­velli þess­arar lög­gjafar má með ein­földun segja að vist­un­ar­að­ila efnis sem nýtur höf­und­ar­rétt­ar­verndar beri skylda til þess að fjar­lægja efn­ið brjóti dreif­ing þess gegn höf­und­ar­rétti, allt í þágu rétt­læt­is­ins og vernd­ar ­mann­rétt­inda á borð við eign­ar­rétt. Sami aðili hefur hins vegar tak­mark­að­ar­ ­skyldur þegar kemur að hefnd­arklámi. Dæmi frá­ ­Banda­ríkj­unum um að hefnd­arklám­s­myndir séu fjar­lægðar vegna höf­und­ar­réttar þol­and­ans, en að sömu mynd sé ó­mögu­legt að fjar­lægja á for­sendum frið­helgis einka­lífs skerpir ásýnd vand­ræða­gangs. Þegar rétt­lætið mæt­ir tján­ing­ar­frels­inu í allri sinni dýrð á inter­net­inu virð­umst við klóra okk­ur hálf­ráða­laus í hausn­um. Hvernig er hægt að losna við hefnd­arklám af inter­net­inu? Með lög­um?

Fyrsta lög­gjöfin sem fjall­aði sér­stak­lega um hefnd­arklám og að dreif­ing þess væri refsi­næm var sett í New Jersey í Banda­ríkj­unum árið 2003. Síðan þá hafa 26 ríki Banda­ríkj­anna kveðið á um refsi­næmi hefnd­arkláms, þó að skil­yrðin séu ekki alltaf þau sömu. Nokkur ríki í Evr­ópu hafa einnig gert dreif­ing­u hefnd­arkláms refsi­verða, síð­ast Bret­land í apríl 2015. Lítil reynsla er þó komin á fram­kvæmd á grund­velli lag­anna og umfangs­mikil mál í Banda­ríkj­unum hafa varpað ljósi á veik­leika í þess­ari nálg­un. Refsi­á­kvæði um dreif­ing­u hefnd­arkláms eru flest þannig að þau fjalla um hátt­semi og ásetn­ing þess sem að ­gerir efnið aðgengi­leg­t. 

Reyndin er því sú að ef lög­reglu tekst að afla sönn­un­ar­gagna um að ein­stak­lingur hafi af ásettu ráði sett hefnd­arklám í dreif­ingu er hugs­an­lega hægt að sak­fella hann fyrir þann gern­ing. Það hefur hins vegar ekk­ert að segja um efnið sem ennþá liggur á net­inu vegna þess að milli­lið­irnir ber­a ekki ábyrgð á að fjar­lægja eða loka á efnið nema það geti talist barnaklám. Nú eða ef hægt er að sýna fram á höf­und­ar­rétt. Ýmis fyr­ir­tæki eins og Face­book, In­stagram og Google hafa þó séð hag sinn í breyta not­enda­skil­málum sínum til­ þess að spyrna við birt­ingu hefnd­arkláms. Sér­stök eyðu­blöð eru aðgengi­leg á þjón­ustu­borðum þess­ara aðila, að fyr­ir­mynd höf­und­ar­rétt­ar­ins, þannig að efn­i ­sem talið er hefnd­arklám verði ekki aðgengi­legt í gegnum starf­semi félag­anna. Þetta er ekki gert á grund­velli laga­boðs. Þarna þjón­ustar einka­fyr­ir­tæki ein­stak­ling ­vegna hátt­semi apakatta á inter­net­in­u. 

Það er allur gangur á því hvort hefnd­arklám­slög­gjöf sem í gildi er ger­i ­grein­ar­mun á því hvernig efnið varð til, hvernig það komst í hendur við­kom­and­i eða hvers eðlis dreif­ingin er. Allir þessir þættir geta hins vegar skipt miklu ­máli þegar um refsi­mál er að ræða. Þættir í hátt­sem­inni geta einnig falið í sér­ að hún geti fallið undir ákvæði laga þó svo ekki sé sér­stak­lega vísað til­ hefnd­arkláms í við­kom­andi ákvæð­um. Þegar vef­síð­unni you­vebeen­po­sted.com var lokað og fyr­ir­svars­maður síð­unnar dæmd­ur til 18 ára fang­els­is­vistar birtu íslenskir fjöl­miðlar fréttir af fang­els­is­refs­ingu manns fyrir að reka hefnd­arklám­s­síðu.

Þetta er tals­verð ein­föld­un. Starf­semi síð­unnar gekk út á að not­endur gátu hlaðið inn­ hefnd­arklám­s­efni og per­sónu­grein­an­legum upp­lýs­ingum um kon­urnar sem þar sáust ­með ósk um að aðrir not­endur síð­unnar myndi horfa á efnið og leggja sig svo fram við að eyði­leggja líf við­kom­andi kvenna hvort heldur sem í gegnum net­ið eða augliti til auglit­is. Ef konur ósk­uðu eftir því að efnið væri fjar­lægt af ­síð­unni var þeim vísað á aðra vef­síðu sem sami maður rak þar sem þeim var boð­ið að greiða fyrir að efnið yrði fjar­lægt af vef­síð­unni. Hann var dæmdur til­ fang­els­is­vistar fyrir fjár­kúg­anir og brot sem má heim­færa undir brot á per­sónu­vernd. Í öðru máli komst FTC, eft­ir­lits­að­ili á alrík­is­stigi í Banda­ríkj­unum sem fer meðal ann­ars með eft­ir­lit með neyt­enda­lög­gjöf, að þeirri ­nið­ur­stöðu að starf­semi vef­síð­unnar IsAnyo­neDown.com færi í bága við lög­gjöf um neyt­enda­vernd þar sem að á vef­síð­unni var að finna hefnd­arklám­s­myndir af konum og upp­lýs­ingum um þær og not­endur hvattir til þess að ofsækja þær. Þetta taldi eft­ir­lits­að­il­inn vill­andi við­skipta­hætti, beitt­i ­fyr­ir­svars­mann­inn sektum og lét loka síð­unni. Refsi­lög­gjöf um hefnd­arklám hafð­i ekk­ert með þessi mál að gera.

Stundum eru það heldur ekki bara lögin sem eru vand­inn. Það er hugs­an­leg­t að aðrir mik­il­vægir þættir rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins hafi ekki verið upp­færð­ir. Í ný­legri rann­sókn kemur fram að sænskir lög­reglu­menn telja skort á þjálfun lög­reglu­manna helsta vand­ann við rann­sókn brota á net­inu. Athuga­semdir þeirra ­draga fram þá stað­reynd að það er ekki nóg að setja lög ef ekki er hægt að beita þeim. Þá verður til hætta á að þau geti snú­ist upp í and­hverfu sína og veikt rétt­ar­kerfið í stað þess að styrkja það eða upp­færa það til þess að ger­a því kleift að sinna hlut­verk­inu sem við höfum ætlað því.  

Höf­undur stundar dokt­ors­nám í mann­rétt­indum og inter­net­lög­gjöf við Sus­sex há­skóla. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None